Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Sif Atladóttir í baráttu við Ramona Bachmann.
Sif Atladóttir í baráttu við Ramona Bachmann. AFP

Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Það vakti undrun margra að dómarinn hefði ekki spjaldað Löru Dickenmann, fyrirliða svissneska liðsins, þegar hún braut illa á Hólmfríði Magnúsdóttur, þá á gulu spjaldi.

Svissneska liðið endaði á að sigra leikinn 2-1 en ellefu mínútum var bætt við seinni hálfleik. Ísland hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjunum á mótinu en vonin er þó ekki úr sögunni takist Frökkum að vinna næstu tvo leiki sína og Ísland vinni Austurríki.

Hér að neðan má sjá nokkur tvít frá Íslendingum eftir leikinn og meðan á honum stóð:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert