Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Fær hann í sinn hlut 373.080 krónur, en miðinn var seldur í Olís, Garðabæ.

Tveir voru þá með fjórar réttar tölur í Jókernum og fær hvor um sig kr. 100.000 fyrir. Annar miðanna var seldur í áskrift en hinn í Fjarðakaupum, Hafnarfirði.

Lottótölurnar þetta sinnið voru 2, 18, 28, 33, 36 og bónustalan var 31. Jókertölurnar voru þá í eftirfarandi röð: 6, 3, 3, 3, 9.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert