Kannabismoldin á borði lögreglu

Kannabisplöntur og mold á víðavangi í landi Miðdals.
Kannabisplöntur og mold á víðavangi í landi Miðdals. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fíkniefnadeild lögreglunnar er búin að kanna vettvanginn á jörðinni Miðdal 1 við Nesjavallaleið þar sem mikið magn af kannabismold var skilið eftir ásamt umbúðum af áburði og vökvakerfi. Landeigandinn segir að ræktendurnir hefðu einnig skilið eftir sig vísbendingar sem lögregla geti nýtt til þess að hafa uppi á ræktendunum.

Arnar H. Gestsson er annar eigandi jarðarinnar og segir hann að hátt í 300 plastpokar með mold séu á jörðinni en í hverjum poka sé mold fyrir eins og fimm plöntur. Er því um að ræða stóra kannabisræktun. 

„Eitthvað hafa þeir verið stressaðir þegar þeir voru að losa þetta,“ segir Arnar. „Því ég hef aldrei séð eins mikið af tómum sígarettupökkum og eftir þá,“ heldur hann áfram og hlær. Arnar hefur ekki nákvæma tímasetningu á því hvenær þeir hafi skilið moldina eftir á jörðinni, en það hafi verið núna í sumar. 

Eftir að fíkniefnadeild lögreglunnar hafði skoðað moldina hófst Arnar handa ásamt syni sínum við að dreifa úr moldinni. Hann segir þá feðga búna að dreifa úr um það bil 250 pokum en enn séu 50 eftir. Þeir hyggjast ljúka við verkið í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert