Erill vegna ökumanna undir áhrifum

Lögreglan hafði afskipti af nokkrum ökumönnum undir áhrifum í nótt.
Lögreglan hafði afskipti af nokkrum ökumönnum undir áhrifum í nótt. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Talverður erill var hjá lögreglunni í nótt vegna ökumanna sem voru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Alls hafði lögreglan afskipti af fimm ökumönnum í slíku ástandi og þurfti að svipta einn ökumann ökuréttindum sínum. Þeir voru allir færðir til blóðtöku en var sleppt að því loknu. 

Um klukkan rúmlega tvö í nótt var lögreglunni tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í Vesturbænum. Lögreglan hafði afskipti af honum og á manninum fundust ætluð fíkniefni. Hann var fluttur á lögreglustöðina Hverfisgötu þar sem málið var afgreitt og var viðkomandi síðan laus. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert