Sextug Hallgrímskirkja liggur undir skemmdum

Ytri veggurinn hefur orðið fyrir miklum skemmdum á sextíu árum …
Ytri veggurinn hefur orðið fyrir miklum skemmdum á sextíu árum Hallgrímskirkjunnar í Saurbæ. Nú þarf fé til viðgerða. mbl.is/RAX

Sextíu ára afmæli Hallgrímskirkju í Saurbæ er fagnað í ár en kirkjan var vígð 28. júlí árið 1957. Kirkjan er ein af höfuðkirkjum Íslands og byggð til minningar um sálmaskáldið séra Hallgrím Pétursson.

Fegurð kirkjunnar er mikil úr fjarska en þegar nær dregur verður nauðsyn á viðgerð á ytri vegg kirkjunnar augljós. Séra Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknarprestur í Saurbæ, segir að úttekt hafi verið gerð á kirkjunni fyrir nokkrum árum en lítið hefur gerst frá þeim tíma.

Steindur gluggi Gerðar Helgadóttur sem reistur var 1957 er meðal þeirra listaverka sem eru í hættu vegna skemmda. Altaristafla hefur einnig raknað upp að neðanverðu vegna raka í veggjum. Í umfjöllun um ástand kirkjunnar í Morgunblaðinu í dag segir, að á meðan fé skorti er óvíst hvenær framkvæmdir geta hafist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert