Hópslagsmál og sprautuhótun

Lögregla var kölluð út í miðbænum í nótt vegna hópslagsmála. Samkvæmt tilkynningu var mikill hiti í mönnum og þrír lögreglubílar sendir á vettvang. Mál leystust þó án teljandi vandræða og reyndist ekki nauðsynlegt að handtaka neinn viðkomandi.

Skömmu áður var tilkynnt um mann sem var að hóta starfsfólki í verslun með sprautunál. Maðurinn er einnig grunaður um þjófnað. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá var tilkynnt um ofurölvi mann í miðbænum um kl. 2. Sá var ferðamaður sem neitaði að gefa upp nafn og gat ekki gert grein fyrir því hvar hann gisti. Hann var því fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu og vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Nokkuð var um að menn væru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert