Handgert súkkulaði framleitt á Suðurlandi

Finnur vann sem kokkur áður en hann fór í súkkulaðið.
Finnur vann sem kokkur áður en hann fór í súkkulaðið. Ljósmynd/Finnur Bjarki

Á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra er hafin súkkulaðiframleiðsla. Fyrirtækið sem stendur fyrir henni ber hið skemmtilega nafn Suður Súkkulaði.

„Þegar ég sótti um einkaleyfi hafði ég smááhyggjur af því að það yrði eitthvert vesen og eins þegar ég var að panta vörur og umbúðir til að byrja með. Þá skrifuðu allir suðusúkkulaði,“ segir Finnur Bjarki Tryggvason, stofnandi fyrirtækisins.

Hann segir hugmyndina hafa fæðst fyrir um einu og hálfu ári en það var ekki fyrr en í febrúar sem fyrirtækið var stofnað. „Ég var að vinna úti í Noregi og þar rakst ég á litla súkkulaðigerð. Konan þar var að gera þrívíddarmót af frægum ferðamannastað í Noregi. Ég fór að hugsa hvort ekki mætti gera eitthvað svipað hér á Suðurlandi, en lenti strax í vandræðum með að velja úr, því náttúruperlurnar eru svo margar,“ segir Finnur í umfjöllun um súkkulaðigerð hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert