Tveir frá Gáru í skýrslutöku

Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal.
Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal.

Tollstjóri hefur tekið skýrslu af Hlyni Loga Þorsteinssyni frá Gáru, umboðsaðila skemmtiferðaskipsins Le Boreal, en skipstjóri þess hleypti um 200 farþegum í land án tollafgreiðslu.

Sömuleiðis stóð til að taka skýrslu af Jóhanni Bogasyni, sem einnig starfar hjá Gáru, í dag vegna málsins.

Tollstjóri hafði áður boðað skipstjóra Le Boreal í skýrslutöku og fór hún fram á mánudaginn.

Að sögn Kára Gunnlaugssonar, yfirtollvarðar hjá Tollstjóra, er málið í farvegi og verður því áframhaldið eftir helgi.

„Málið verður skoðað þegar skýrslutökum verður lokið,“ segir hann.

Le Boreal sigldi af landi brott á þriðjudaginn.

Jóhann Bogason sagði í samtali við mbl.is á sunnudag að um leiðan misskilning hefði verið að ræða á milli sín og skipstjórnenda sem olli því að farþegunum var hleypt í land án tollafgreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert