Ekki ætti að flokka fólk og skilgreina

„Það er í raun og veru mjög bjart framundan á ...
„Það er í raun og veru mjög bjart framundan á margan hátt í málefnum HIV-jákvæðra,“ segir Einar. „Það er engin ástæða til að óttast það fólk eitthvað frekar en aðra,“ bætir hann við. AFP

„Þú ert flokkaður og skilgreindur,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins HIV-Ísland, um reynslu HIV-jákvæðra. Að hans sögn er ekki nægilega fjallað um framfarir í tengslum við sjúkdóminn, sem séu miklar. Orðræða tengd HIV einkennist oft af fordómum, misskilningi og röngum ályktunum.  

Umræðufundurinn HIV, hinsegin fólk og samfélagsmiðlar, sem haldin verður í dag klukkan fimm, mun beina sjónum sínum að orðræðunni um HIV sem ríkir á samfélagsmiðlum, á stefnumótasíðum, á netinu og í fjölmiðlum. Þá verður rætt um hvernig eigi að koma henni í jákvæðari farveg. 

Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV Ísland.
Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV Ísland. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki nægilega fjallað um framfarir

„Það er í raun og veru mjög bjart framundan á margan hátt í málefnum HIV-jákvæðra,“ segir Einar. „Það er engin ástæða til að óttast það fólk eitthvað frekar en aðra,“ bætir hann við. Nú séu komin lyf sem haldi sjúkdómnum algjörlega í skefjum. Viðkomandi taki þau einu sinni á dag, hljóti ekki aukaverkanir og lifi eðlilegu lífi. Auk þess smiti HIV-jákvæðir ekki aðra eftir að lyfjagjöf sé hafin. 

Að hans sögn eru einnig til fyrirbyggjandi lyf, sem varnar fólki að það smitist af sjúkdómnum. Þá séu til hraðgreiningarpróf, sem séu á leiðinni til Íslands á næstu mánuðum. Þau geti greint einstaklinga með sjúkdóminn á afar stuttum tíma.

„Þannig að það er gríðarlega miklar framfarir og mikil bylting í þessum málum,“ segir Einar. Hann segir að ekki sé nægilega fjallað um þessar framfarir heldur frekar einblínt á erfiða sögu sjúkdómsins: „Við þurfum að halda áfram að tala um þetta á jákvæðan hátt, þannig að þetta smám saman afléttist, þessi ótti.“

Fyrirbyggjandi lyfið Truvada sem varnar fólki að það smitist af ...
Fyrirbyggjandi lyfið Truvada sem varnar fólki að það smitist af HIV. Einar segir það aðeins eitt dæmi um framfarirnar í tengslum við sjúkdóminn. AFP

Orðræðan byggist á fordómum og misskilningi

Á fundinum verður rætt um hvernig hægt sé að breyta orðræðunni í kringum HIV og HIV-jákvæða og hafa jákvæð áhrif á hvert hún leiði. Að sögn Einars er hún í dag byggð á misskilningi og fordómum.

Sjúkdómnum fylgi ýmsar ályktanir: „Þú ert flokkaður og skilgreindur,“ segir hann. Fólk geri oft ráð fyrir að viðkomandi með HIV sé eiturlyfjanotandi, samkynhneigður, lauslátur eða í vændi. Þessum ályktunum fylgi skömm, höfnun og ýmsar tálmanir byggðar á misskilningi eins og ferðahömlur og ströng smitsjúkdómalög.

Orðræðan hafi eðlilega neikvæð áhrif á HIV-jákvæða. „Mjög margir HIV-jákvæðir vilja alls ekki að það fréttist að þeir séu með HIV. Þau óttast um sinn hag, óttast höfnun, óttast að missa vinnuna,“ segir Einar.

Fundurinn, sem haldinn er í tilefni Hinsegin Daga, verður í ...
Fundurinn, sem haldinn er í tilefni Hinsegin Daga, verður í dag klukkan fimm. mbl.is/Freyja Gylfa

Grimmileg umræða á netinu

 „Það er mjög dómhörð og grimmileg umræða oft á netinu og inná umræðuhópum,“ segir Einar. Að hans sögn má finna slíka orðræðu á stefnumótasíðum þar sem fólk til dæmis spyrji hvort viðkomandi sé „hreinn“. 

Orðræða fjölmiðla sé einnig oft undarleg og skaðleg. Að hans sögn hafa komið út „stórfurðulegar fréttir“ þar sem til dæmis röng hugtök hafi verið notuð eða úrelt orð eins og orðið „eyðni“.

Þá sé oft fjallað um sjúkdóminn eins og hann sé mun meira smitandi en hann er í raun. Það þurfi að hafa á hreinu að HIV sé ekki bráðsmitandi. Hann sé kynsjúkdóm sem smiti aðeins eftir ákveðnum leiðum.

„Í bíómyndum og í fjölmiðlum eru alls konar upphrópanir sem eru misskilningur og er algjör óþarfi, eins og það sé verið að ala á ótta og múgæsingi í kringum sjúkdóminn. Það hefur alltaf verið. Alla tíð,“ segir hann.

„Það er komin tími til að fólk sem er með ...
„Það er komin tími til að fólk sem er með HIV, geti sagt upphátt og kynroðalaust: „ég er með HIV“ alveg eins og einhver myndi segja: „ég er með sykursýki“ eða „ég er flogaveikur.““ AFP

Alltaf mætt með fordómum

Einar segir sjúkdóminum hefði verið mætt með fordómum frá byrjun og geti átt rót sína að rekja til þeirra minnihlutahópa sem þjáðust af honum fyrst. Fólk óttist ýmsa sjúkdóma, en fáum sjúkdómum fylgi jafn erfiður og þungbær stimpill eins og með HIV:

„Það er komin tími til að fólk sem er með HIV, geti sagt upphátt og kynroðalaust: „ég er með HIV“ alveg eins og einhver myndi segja: „ég er með sykursýki“ eða „ég er flogaveikur,““ segir hann.

Vonast til heyra um reynslu unga fólksins

Umræðufundurinn verður haldin í dag, í tilefni Hinsegin daga. Fundurinn fer fram í Stúdentakjallaranum klukkan fimm og stendur yfir í einn klukkutíma. Fulltrúar frá HIV Íslandi, þar á meðal Einar, ásamt Todd Kulczyk, ráðgjafa Samtakanna ‘78, munu flytja erindi og sitja fyrir svörum en Hilmar Hildar Magnúsarson stýrir umræðum.

Einar segist vona að á fundinn mæti ungt fólk, sem þekki netheimana betur og stefnumótasíður. Hann segist vilja heyra um þeirra reynslu og hugarheim enda hafi þau ýmislegt til málanna að leggja.

mbl.is

Innlent »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

Engin fékk milljarðana 2,6

20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

20:18 Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

U-beygja um samning sjúkrabíla

20:00 „Fyrir rúmu ári síðan var nýr samningur í lokayfirlestri en þá kom u-beygja frá velferðarráðuneytinu um að bílarnir skyldu vera í eigu ríkisins. Þeir eru og hafa verið í eigu sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Staðan er sú að ekki er komin lausn í það mál.“ Þetta segir starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands. Meira »

Ákvað að hafa ást frekar en reiði

19:15 „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Meira »

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Enn vanti nokkuð upp á

18:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

17:23 Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Elliði vill leiða áfram í Eyjum

16:55 Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum. Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »

Nýr vígslubiskup kosinn í mars

17:19 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

„Það hlýnar á morgun“

15:58 Heldur hlýnar á landinu öllu seinnipartinn á morgun og hitastig verður komið réttum megin við frostmark síðdegis og annað kvöld. Þessu fylgir þó einhver rigning, sérstaklega á suðvesturhluta landsins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
Notalegir inniskór
Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...