Ekki ætti að flokka fólk og skilgreina

„Það er í raun og veru mjög bjart framundan á ...
„Það er í raun og veru mjög bjart framundan á margan hátt í málefnum HIV-jákvæðra,“ segir Einar. „Það er engin ástæða til að óttast það fólk eitthvað frekar en aðra,“ bætir hann við. AFP

„Þú ert flokkaður og skilgreindur,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins HIV-Ísland, um reynslu HIV-jákvæðra. Að hans sögn er ekki nægilega fjallað um framfarir í tengslum við sjúkdóminn, sem séu miklar. Orðræða tengd HIV einkennist oft af fordómum, misskilningi og röngum ályktunum.  

Umræðufundurinn HIV, hinsegin fólk og samfélagsmiðlar, sem haldin verður í dag klukkan fimm, mun beina sjónum sínum að orðræðunni um HIV sem ríkir á samfélagsmiðlum, á stefnumótasíðum, á netinu og í fjölmiðlum. Þá verður rætt um hvernig eigi að koma henni í jákvæðari farveg. 

Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV Ísland.
Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV Ísland. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki nægilega fjallað um framfarir

„Það er í raun og veru mjög bjart framundan á margan hátt í málefnum HIV-jákvæðra,“ segir Einar. „Það er engin ástæða til að óttast það fólk eitthvað frekar en aðra,“ bætir hann við. Nú séu komin lyf sem haldi sjúkdómnum algjörlega í skefjum. Viðkomandi taki þau einu sinni á dag, hljóti ekki aukaverkanir og lifi eðlilegu lífi. Auk þess smiti HIV-jákvæðir ekki aðra eftir að lyfjagjöf sé hafin. 

Að hans sögn eru einnig til fyrirbyggjandi lyf, sem varnar fólki að það smitist af sjúkdómnum. Þá séu til hraðgreiningarpróf, sem séu á leiðinni til Íslands á næstu mánuðum. Þau geti greint einstaklinga með sjúkdóminn á afar stuttum tíma.

„Þannig að það er gríðarlega miklar framfarir og mikil bylting í þessum málum,“ segir Einar. Hann segir að ekki sé nægilega fjallað um þessar framfarir heldur frekar einblínt á erfiða sögu sjúkdómsins: „Við þurfum að halda áfram að tala um þetta á jákvæðan hátt, þannig að þetta smám saman afléttist, þessi ótti.“

Fyrirbyggjandi lyfið Truvada sem varnar fólki að það smitist af ...
Fyrirbyggjandi lyfið Truvada sem varnar fólki að það smitist af HIV. Einar segir það aðeins eitt dæmi um framfarirnar í tengslum við sjúkdóminn. AFP

Orðræðan byggist á fordómum og misskilningi

Á fundinum verður rætt um hvernig hægt sé að breyta orðræðunni í kringum HIV og HIV-jákvæða og hafa jákvæð áhrif á hvert hún leiði. Að sögn Einars er hún í dag byggð á misskilningi og fordómum.

Sjúkdómnum fylgi ýmsar ályktanir: „Þú ert flokkaður og skilgreindur,“ segir hann. Fólk geri oft ráð fyrir að viðkomandi með HIV sé eiturlyfjanotandi, samkynhneigður, lauslátur eða í vændi. Þessum ályktunum fylgi skömm, höfnun og ýmsar tálmanir byggðar á misskilningi eins og ferðahömlur og ströng smitsjúkdómalög.

Orðræðan hafi eðlilega neikvæð áhrif á HIV-jákvæða. „Mjög margir HIV-jákvæðir vilja alls ekki að það fréttist að þeir séu með HIV. Þau óttast um sinn hag, óttast höfnun, óttast að missa vinnuna,“ segir Einar.

Fundurinn, sem haldinn er í tilefni Hinsegin Daga, verður í ...
Fundurinn, sem haldinn er í tilefni Hinsegin Daga, verður í dag klukkan fimm. mbl.is/Freyja Gylfa

Grimmileg umræða á netinu

 „Það er mjög dómhörð og grimmileg umræða oft á netinu og inná umræðuhópum,“ segir Einar. Að hans sögn má finna slíka orðræðu á stefnumótasíðum þar sem fólk til dæmis spyrji hvort viðkomandi sé „hreinn“. 

Orðræða fjölmiðla sé einnig oft undarleg og skaðleg. Að hans sögn hafa komið út „stórfurðulegar fréttir“ þar sem til dæmis röng hugtök hafi verið notuð eða úrelt orð eins og orðið „eyðni“.

Þá sé oft fjallað um sjúkdóminn eins og hann sé mun meira smitandi en hann er í raun. Það þurfi að hafa á hreinu að HIV sé ekki bráðsmitandi. Hann sé kynsjúkdóm sem smiti aðeins eftir ákveðnum leiðum.

„Í bíómyndum og í fjölmiðlum eru alls konar upphrópanir sem eru misskilningur og er algjör óþarfi, eins og það sé verið að ala á ótta og múgæsingi í kringum sjúkdóminn. Það hefur alltaf verið. Alla tíð,“ segir hann.

„Það er komin tími til að fólk sem er með ...
„Það er komin tími til að fólk sem er með HIV, geti sagt upphátt og kynroðalaust: „ég er með HIV“ alveg eins og einhver myndi segja: „ég er með sykursýki“ eða „ég er flogaveikur.““ AFP

Alltaf mætt með fordómum

Einar segir sjúkdóminum hefði verið mætt með fordómum frá byrjun og geti átt rót sína að rekja til þeirra minnihlutahópa sem þjáðust af honum fyrst. Fólk óttist ýmsa sjúkdóma, en fáum sjúkdómum fylgi jafn erfiður og þungbær stimpill eins og með HIV:

„Það er komin tími til að fólk sem er með HIV, geti sagt upphátt og kynroðalaust: „ég er með HIV“ alveg eins og einhver myndi segja: „ég er með sykursýki“ eða „ég er flogaveikur,““ segir hann.

Vonast til heyra um reynslu unga fólksins

Umræðufundurinn verður haldin í dag, í tilefni Hinsegin daga. Fundurinn fer fram í Stúdentakjallaranum klukkan fimm og stendur yfir í einn klukkutíma. Fulltrúar frá HIV Íslandi, þar á meðal Einar, ásamt Todd Kulczyk, ráðgjafa Samtakanna ‘78, munu flytja erindi og sitja fyrir svörum en Hilmar Hildar Magnúsarson stýrir umræðum.

Einar segist vona að á fundinn mæti ungt fólk, sem þekki netheimana betur og stefnumótasíður. Hann segist vilja heyra um þeirra reynslu og hugarheim enda hafi þau ýmislegt til málanna að leggja.

mbl.is

Innlent »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Í gær, 13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Í gær, 12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

Í gær, 12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

Í gær, 12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »
Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskipt
Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Á...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 279.300,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...