„Okkur langar að sefa ótta þinn“

Brynjar sagði í viðtali við mbl.is í gær að hann ...
Brynjar sagði í viðtali við mbl.is í gær að hann teldi að þeir sem hæst létu vildu berja á meðmælendum Roberts. mbl.is/Eggert

Foreldrar einnar stúlkunnar sem Robert Downey var árið 2008 dæmdur fyrir að brjóta gegn, vilja fullvissa Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að þau hafi ekki í hyggju að berja á þeim tveimur einstaklingum sem skrifuðu meðmælabréf með Roberti áður en hann fékk uppreist æru á síðasta ári. Það sé ekki ástæðan fyrir því að vilja að nöfn þeirra verði gerð opinber.

Brynjar sagði í viðtali við mbl.is í gær að nöfn þessara tveggja einstaklinga skiptu engu máli í umræðu nefndarinnar, sem mun fara yfir mál Roberts í næstu viku. Sem formaður nefndarinnar fékk Brynjar í vikunni afhent gögn varðandi mál Roberts, þar á meðal meðmælabréfin, sem hann segir trúnaðarmál, eðli síns vegna. 

„Hvað varðar okk­ur um það hver það er og hvers vegna? Eina ástæðan er sú að þeir sem hæst láta vilja berja á þeim,“ sagði Brynjar um það hvers vegna hann teldi fólk vilja vita hverjir veittu Roberti meðmæli.

Vilja spyrja út í upplýsingarnar

Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir, faðir og stjúpmóðir Nínu Rúnar, sem Robert var dæmdur fyrir að brjóta á, skrifuðu opið bréf til Brynjars á Facebook þar sem þau spyrja meðal annars af hverju hann telur þau vera ofbeldisfólk.

Bergur Þór Ingólfsson skrifar, ásamt konu sinni, opið bréf til ...
Bergur Þór Ingólfsson skrifar, ásamt konu sinni, opið bréf til Brynjars á Facebook. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við höfum farið fram á að öll gögn um uppreist æru Robert Downey verði lögð fram opinberlega, þar á meðal nöfn þeirra valinkunnu manna sem veittu téðum Robert(i) vottorð um heilbrigði hans, svo hægt verði að meta hvort rétt hafi verið að málum staðið.

Ekki vitum við hvers vegna þú telur okkur vera ofbeldisfólk en í blaðaviðtali nýlega sagðirðu um þessa beiðni okkar: „Hvað varðar okkur um það hver það er og hvers vegna? Eina ástæðan er sú að þeir sem hæst láta vilja berja á þeim,“ skrifa þau og vísa í viðtalið við Brynjar á mbl.is í gær.

„Okkur langar að sefa ótta þinn og heita þér því að við höfum ekkert slíkt í hyggju. Við höfum rætt við þær stúlkur sem vitað er um að Robert hafi svívirt og þær heita þér hins sama. Við munum ekki berja þá valinkunnu menn sem settu nöfn sín við heilbrigði hans. Því lofum við. Hins vegar langar okkur að spyrja þá hvaða upplýsingar þeir hafi um Robert umfram okkur, ef þér er sama, því hvergi hefur komið fram að hann hafi viðurkennt að hafa aðhafst nokkuð rangt og óttumst þess vegna, að hann muni stunda lögmannsstörf með því hugarfari,“ skrifa þau jafnframt.

„Bætir eitt barnaníð annað?“

Bergur og Eva segja Brynjar bera í bætifláka fyrir glæpi Robers með því að benda á að verri glæpir hafi verið framdir gagnvart börnum, en þeir sem Robert framdi gagnvart dóttur þeirra og hinum stúlkunum sem hann var dæmdur fyrir að brjóta gegn. Sem og þeim sem hafa síðar stigið fram. „Það eru til alvarlegri brot heldur en þessi gagnvart börnum,“ sagði Brynjar í viðtalinu í gær.

„Ertu með því að segja að við höfum misst réttinn til að hafa hátt um þetta mál? Bætir eitt barnaníð annað? Þú heldur áfram og spyrð hvers vegna við höfum ekki stigið fram áður þar sem margir dæmdir barnaníðingar hafi fengið uppreist æru. Við þessu eigum við ekki annað svar en að hvorki höfðum við upplýsingar um fyrri mál né stóðu þau okkur svona nærri.“

Brynjar sagði í viðtalinu að „miklu fleiri“ en Robert hefðu brotið alvarlega gegn börnum og fengið uppreist æru í gegnum tíðina. „Eng­inn sagði neitt þá. Þetta komst bara í umræðuna því hann ætlaði að sækja um starfs­rétt­indi sín aft­ur,“ sagði Brynjar.

Foreldrar Nínu Rúnar segja að þeim sé það mikið í mun að Brynjar gangi opinn og óttalaus til nefndarstarfa þegar mál Roberts verður skoðað, enda sé mikið í húfi. „Við höfum aldrei barið nokkurn mann og munum ekki fara að reisa hnefa þegar við lítum sannleikann augum. Þér er því óhætt að birta okkur öll skjöl um málið og verið viss um að það muni ekki leiða af sér ofbeldi.

Við vonum jafnframt að ef þið leggið niður lögin um uppreist æru, verði sett lög sem eru gagnrýnin, gegnsæ og örugg fyrir okkur almennu borgarana – sérstaklega börnin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandsvegi

07:31 Hálkublettir eru á hringveginum á milli Selfoss og Hvolsvallar. Á Vesturlandi eru hálkublettir á hringveginum frá Baulu og upp Norðurárdal og á Bröttubrekku. Meira »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Eyþór íhugar oddvitasætið

05:30 Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Mikilvægur leikur hjá konunum

05:30 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í Tékklandi og fyrir höndum í dag er leikur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019. Meira »

Vestmannaeyingar ósáttir

05:30 Vestmannaeyingar eru afar ósáttir vegna þess dráttar sem verður á að gert verði við Herjólf. Jafnframt gagnrýna þeir Vegagerðina fyrir að hafa ákveðið að nýta ekki ágústmánuð til þess að láta dýpka Landeyjahöfn. Meira »

Heimsóknum fjölgar til Stígamóta

05:30 Fjöldi fólks hefur leitað til Stígamóta í kjölfar átaksins #metoo sem fram fer á Facebook. Undir merkingunni hefur fjöldi kvenna og karla stigið fram og greint frá því að hafa upplifað kynferðislega áreitni. Meira »

Andlát: Þorbjörn Guðmundsson

05:30 Þorbjörn Guðmundsson, fyrrverandi blaðamaður og fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, lést í gær á Landspítalanum við Hringbraut. Hann var á 95. aldursári. Meira »

Verkfallslög voru til

05:30 „Það vissu allir hvað var að gerast og það þurfti engar hótanir. Við vorum búnir að vera í verkfalli og aldrei verið í jafnlöngu verkfalli og það vita þetta allir.“ Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lagersala
LAGERHREINSUN stakar stærðir NÚ AÐEINS KR 8.910,- NÚ AÐEINS KR. 9.585.- NÚ AÐEIN...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...