„Okkur langar að sefa ótta þinn“

Brynjar sagði í viðtali við mbl.is í gær að hann ...
Brynjar sagði í viðtali við mbl.is í gær að hann teldi að þeir sem hæst létu vildu berja á meðmælendum Roberts. mbl.is/Eggert

Foreldrar einnar stúlkunnar sem Robert Downey var árið 2008 dæmdur fyrir að brjóta gegn, vilja fullvissa Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að þau hafi ekki í hyggju að berja á þeim tveimur einstaklingum sem skrifuðu meðmælabréf með Roberti áður en hann fékk uppreist æru á síðasta ári. Það sé ekki ástæðan fyrir því að vilja að nöfn þeirra verði gerð opinber.

Brynjar sagði í viðtali við mbl.is í gær að nöfn þessara tveggja einstaklinga skiptu engu máli í umræðu nefndarinnar, sem mun fara yfir mál Roberts í næstu viku. Sem formaður nefndarinnar fékk Brynjar í vikunni afhent gögn varðandi mál Roberts, þar á meðal meðmælabréfin, sem hann segir trúnaðarmál, eðli síns vegna. 

Frétt mbl.is: Fjöldi barnaníðinga fengið uppreist æru

„Hvað varðar okk­ur um það hver það er og hvers vegna? Eina ástæðan er sú að þeir sem hæst láta vilja berja á þeim,“ sagði Brynjar um það hvers vegna hann teldi fólk vilja vita hverjir veittu Roberti meðmæli.

Vilja spyrja út í upplýsingarnar

Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir, faðir og stjúpmóðir Nínu Rúnar, sem Robert var dæmdur fyrir að brjóta á, skrifuðu opið bréf til Brynjars á Facebook þar sem þau spyrja meðal annars af hverju hann telur þau vera ofbeldisfólk.

Bergur Þór Ingólfsson skrifar, ásamt konu sinni, opið bréf til ...
Bergur Þór Ingólfsson skrifar, ásamt konu sinni, opið bréf til Brynjars á Facebook. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við höfum farið fram á að öll gögn um uppreist æru Robert Downey verði lögð fram opinberlega, þar á meðal nöfn þeirra valinkunnu manna sem veittu téðum Robert(i) vottorð um heilbrigði hans, svo hægt verði að meta hvort rétt hafi verið að málum staðið.

Ekki vitum við hvers vegna þú telur okkur vera ofbeldisfólk en í blaðaviðtali nýlega sagðirðu um þessa beiðni okkar: „Hvað varðar okkur um það hver það er og hvers vegna? Eina ástæðan er sú að þeir sem hæst láta vilja berja á þeim,“ skrifa þau og vísa í viðtalið við Brynjar á mbl.is í gær.

Frétt mbl.is: Gögn í máli Roberts Downey afhent

„Okkur langar að sefa ótta þinn og heita þér því að við höfum ekkert slíkt í hyggju. Við höfum rætt við þær stúlkur sem vitað er um að Robert hafi svívirt og þær heita þér hins sama. Við munum ekki berja þá valinkunnu menn sem settu nöfn sín við heilbrigði hans. Því lofum við. Hins vegar langar okkur að spyrja þá hvaða upplýsingar þeir hafi um Robert umfram okkur, ef þér er sama, því hvergi hefur komið fram að hann hafi viðurkennt að hafa aðhafst nokkuð rangt og óttumst þess vegna, að hann muni stunda lögmannsstörf með því hugarfari,“ skrifa þau jafnframt.

„Bætir eitt barnaníð annað?“

Bergur og Eva segja Brynjar bera í bætifláka fyrir glæpi Robers með því að benda á að verri glæpir hafi verið framdir gagnvart börnum, en þeir sem Robert framdi gagnvart dóttur þeirra og hinum stúlkunum sem hann var dæmdur fyrir að brjóta gegn. Sem og þeim sem hafa síðar stigið fram. „Það eru til alvarlegri brot heldur en þessi gagnvart börnum,“ sagði Brynjar í viðtalinu í gær.

„Ertu með því að segja að við höfum misst réttinn til að hafa hátt um þetta mál? Bætir eitt barnaníð annað? Þú heldur áfram og spyrð hvers vegna við höfum ekki stigið fram áður þar sem margir dæmdir barnaníðingar hafi fengið uppreist æru. Við þessu eigum við ekki annað svar en að hvorki höfðum við upplýsingar um fyrri mál né stóðu þau okkur svona nærri.“

Brynjar sagði í viðtalinu að „miklu fleiri“ en Robert hefðu brotið alvarlega gegn börnum og fengið uppreist æru í gegnum tíðina. „Eng­inn sagði neitt þá. Þetta komst bara í umræðuna því hann ætlaði að sækja um starfs­rétt­indi sín aft­ur,“ sagði Brynjar.

Frétt mbl.is: Bréfið sem veitti Robert Downey uppreist æru

Foreldrar Nínu Rúnar segja að þeim sé það mikið í mun að Brynjar gangi opinn og óttalaus til nefndarstarfa þegar mál Roberts verður skoðað, enda sé mikið í húfi. „Við höfum aldrei barið nokkurn mann og munum ekki fara að reisa hnefa þegar við lítum sannleikann augum. Þér er því óhætt að birta okkur öll skjöl um málið og verið viss um að það muni ekki leiða af sér ofbeldi.

Við vonum jafnframt að ef þið leggið niður lögin um uppreist æru, verði sett lög sem eru gagnrýnin, gegnsæ og örugg fyrir okkur almennu borgarana – sérstaklega börnin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Thomas Olsen mætti ekki í dómsal

10:15 Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, mætti ekki til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, situr þinghaldið fyrir hans hönd. Meira »

Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

10:11 Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans. Meira »

Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn

10:07 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hlaut tæpar 27 milljónir króna í styrki á stofnári sínu samkvæmt ársreikningi síðasta árs sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Meira »

Gantaðist með að Birna væri um borð

09:42 Nukaaraq Larsen, einn skipverja af Polar Nanoq, er fyrstur til að bera vitni á öðrum degi aðalmeðferðar í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Meira »

Rúmlega 13 þúsund nemendur við HÍ

09:01 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi. Alls voru 13.307 nemendur skráðir í Háskólanum árið 2016 þar af voru flestir í grunnnámi eða 64,7%. Tæplega þrjú þúsund manns brautskráðust árið 2016, þar af 67 doktorar. Meira »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Elsti félaginn í Lions á Íslandi

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

07:37 Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB). Meira »

Réttindalausir ökumenn á ferð

07:10 Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau. Meira »

Styðja tillögu Varðar

05:52 Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við tillögu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um blandaða prófkjörsleið fyrir framboðslista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

05:30 Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013. Meira »

Milt og gott veður

06:39 Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til. Meira »

Búðarþjófar og dópaðir bílstjórar

05:48 Þrír voru staðnir að þjófnaði í verslun í Smáralind síðdegis í gær en þeir voru á aldrinum 29 ára til 41 árs. Einn þeirra lét lögreglu fá fíkniefni sem hann var með á sér þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Málið var afgreitt með skýrslu á staðnum.   Meira »

Stór makríll uppistaðan í aflanum

05:30 Uppstaðan í makrílafla sumarsins er stór fiskur og yngri árgangar hafa lítið sést að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Venusi NS-150. Meira »
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...