Laxveiðin glæddist í kjölfar úrkomunnar

Rennt fyrir lax við Urriðafoss í Þjórsá.
Rennt fyrir lax við Urriðafoss í Þjórsá. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veiðin gekk vel í flestum ám síðustu viku en skilyrði til veiða voru víða betri en vikuna á undan. Skýrist það af úrkomu og betri vatnsbúskap í kjölfarið en jafnframt var ekki jafn sólríkt og lægra hitastig.

„Enn virðist smálax vera að ganga í einhverjum mæli upp í árnar og er það vel. Nú þegar eru nokkrar ár komnar með meiri veiði en lokatalan var í fyrra og má þar nefna Grímsá og Tunguá, Elliðaárnar og Laxá á Ásum. Fremur líklegt er að fleiri ár bætist í þennan hóp á næstu vikum,“ segir í umfjöllun um veiðina í Morgunblaðinu í dag.

Samantektin er frá lokum miðvikudags 9. ágúst. Eftir veiði síðustu viku bættust tvær ár, Langá og Eystri-Rangá, í hóp þeirra sem hafa farið yfir 1.000 laxa markið. Veiðin í Langá er komin í alls 1.074 laxa og vikuveiðin var 111 laxar. Ef veiðin í Langá er borin saman við svipaðan tíma í fyrra (10. ágúst) var hún 875 laxar og er því veiðin núna 199 löxum meira en í fyrra. Í í Eystri-Rangá hefur einnig gengið vel og er komin í alls 1.091 lax og vikuveiðin var 419 laxar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert