Eldsvoði á Árskógsströnd

Slökkvilið Akureyrar.
Slökkvilið Akureyrar. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Par var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir eldsvoða á Árskógsströnd í nótt. Íbúð þeirra er mjög illa farin eftir eldsvoðann en það voru íbúar á efri hæð hússins sem urðu eldsins varir og gátu vakið parið sem svaf í íbúðinni í kjallara hússins.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra var tilkynnt um eldsvoða í tvíbýlishúsi við Sólvelli á Árskógsströnd skömmu eftir miðnætti og var allt tiltækt slökkvilið Akureyrar og Dalvíkur kallað út auk lögreglu.

Parið komst út úr íbúðinni og var flutt til skoðunar á sjúkrahús en útskrifað fljótlega, að sögn varðstjóra.

Eldsupptök eru ókunn en tæknideild lögreglunnar annast rannsóknina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert