Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt

Bleikt svæði á kortinu sýnir hvar lokað verður fyrir almenna …
Bleikt svæði á kortinu sýnir hvar lokað verður fyrir almenna bílaumferð. Kort/Menningarnótt

Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. 

Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá klukkan hálfátta til klukkan eitt um nótt. Skutlurnar munu aka reglulega til og frá Borgartúni og að Hallgrímskirkju með viðkomu á Hlemmi, sem verður áherslusvæði hátíðarinnar. 

Ókeypis verður í Strætó sem keyrir samkvæmt hefðbundinni leiðartöflu fram til kl. hálf ellefu um kvöld. Þá tekur við sérstök leiðartafla sem miðar að því að koma fólki hratt og örugglega heim úr miðborginni. Hægt er að finna nánari upplýsingar um leiðarkerfi þeirra vagna Strætó sem aka í miðborgina á  vef Strætó.

Sérstök bílastæði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða verða á Skúlagötu, Túngötu og við Tækniskólann. Einnig verður hægt að taka leigubíl inn á Skólavörðuholt, Skúlagötu, Túngötu og BSÍ. Sérstök salerni fyrir fatlaða verða á nokkrum stöðum á hátíðarsvæðinu.

Sektað verður fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að.

Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um götulokanir geta hringt í símaver Reykjavíkurborgar (sími: 411-1111), sem opið verður frá klukkan átta um morgun til ellefu um kvöld á Menningarnótt. 

Nánari upplýsingar eru á vef Menningarnott.is.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert