Palin líkir Íslendingum við nasista

Sarah Palin segir Ísland ekki verða fallegt áfram ef Íslendingar ...
Sarah Palin segir Ísland ekki verða fallegt áfram ef Íslendingar haldi áfram á þessari braut. Mynd/JOSH ANDERSON

Sara Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska í Bandaríkjunum, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar eftir að hafa séð umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS um Downs-heilkenni á Íslandi, en nær allar þungaðar konur sem fá jákvæðar niðurstöður um að líkur séu á að heilkenninu, láta eyða fóstrinu. Í þættinum kemur fram að Íslendingum hafi nánast tekist að útrýma heilkenninu.

Palin, sem sjálf á 9 ára gamlan son, Trig, með Downs-heilkennið, líkti Íslandi við Þýskaland nasismans í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í gærkvöldi. Hún sagðist hafa hitt forseta Íslands þegar hún var ríkisstjóri og að þau hefðu talað um þetta fallega land og fallega og duglega fólkið sem byggi þar. Fólk með gott hjartalag.

„Ísland verður ekki mjög fallegt ef það heldur áfram á þessari braut, ef Íslendingar hafa áfram að vera svona óumburðarlyndir og eyða lífum fólks sem lítur öðruvísi út,“ sagði Palin í viðtalinu.

Hún sagði að það hvernig börn með Downs heilkenni líti út geri þau einmitt svo einstök og þau geri heiminn fallegri. „Að reyna að eyða þessum lífum í þeim tilgangi að skapa hin fullkomna kynþátt eða fullkomna land er bara það sama og nasistarnir gerðu í Þýskalandi. Þeir reyndu þetta og sjáum hvaða hörmulegu afleiðingar það hafði.“ Palin sagðist í raun ekki hafa getað horft á alla umfjöllun CBS án þess að hjarta hennar brysti.

Draga þarf úr ótta mæðra 

Í viðtalinu var hún spurð út í það í hvernig henni hafi liðið þegar læknar tjáðu henni að töluverðar líkur væru á því að sonur hennar myndi fæðast með Downs-heilkenni.

„Ég skil alveg tilfinningar móður sem fær þær upplýsingar að barnið hennar sé með downs heilkenni. Maður fyllist ótta. Ég fylltist ótta. Ég þurfti að undirbúa mig, undirbúa hjarta mitt og augu. Ég þurfti spyrja guð út í tilganginn með fæðingu sonar míns. Hann svaraði svo sannarlega bænum mínum, því um leið og Trig fæddist þá hvarf óttinn.“

Palin segir að hægt sé að draga úr ótta hjá mæðrum gagnvart Downs-heilkenninu og öðrum áskorunum sem kunna að koma upp með því að tala af stolti um börn downs heilkenni. „Þau veita okkur svo mikla gleði. Þau færa heiminum svo mikla gleði ef við gefum þeim bara tækifæri.“

Umfjöllun CBS hefur vakið mikla athygli og Palin er ekki eini nafntogaði einstaklingurinn sem hefur tjáð sig um hana.

Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og leikkonan Patricia Heaton, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Everybody loves Raymond, gagnrýndu bæði Íslendinga harðlega á Twitter. Þingmaðurinn sagði að lífi barna með Downs-heilkenni skyldi fagnað, en ekki endað. Heaton var enn harðorðaðri. Hún sagði Íslendinga ekki vera að uppræta heilennið, heldur væru þeir einfaldlega að drepa alla. Fjölmargir foreldrar barna með Downs-heilkenni hafa þakkað henni fyrir á Twitter, að taka málstað barnanna með þessum hætti.

Fæðast með Downs þrátt fyrir skimun 

Í umfjöllun CBS kemur fram að skimun fyrir Downs-heilkenni, sem og öðrum litningagöllum, sé valkvæð á meðgöngu, en lögum samkvæmt verður að gera verðandi mæðrum grein fyrir því að þau séu í boði. 80 til 85 prósent kvenna velja að fara í slíka skimun, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Frá því að skimanir hófust, láta næstum 100 prósent þeirra kvenna, sem fá jákvæðar niðurstöður um líkur á Downa-heilkenninu, binda endi á meðgönguna.

Fréttmenn CBS komu hingað til lands til að vinna umfjöllunina og töluðu meðal annars við Huldu Hjartardóttur, yfirlækni fæðingarþjónustu á Landspítalanum og Þórdísi Ingadóttur, móður stúlku með Downs-heilkenni.

Hulda sagði að börn með heilkennið fæddust enn á Íslandi. Í sumum tilfellum hefðu mæður þeirra látið skima fyrir heilkenninu en að líkurnar hefðu verið neikvæðar. Þannig var það í tilfelli Þórdísar. Samkvæmt niðurstöðum skimunar voru líkurnar á því að dóttir hennar væri með Downs aðeins 1 á móti 1.600. Niðurstöðurnar eru hins vegar aðeins um 85 prósent nákvæmar. Dóttir Þórdísar, Ágústa, er sjö ára í dag. Sama ár og hún fæddist, árið 2009, fæddust þrjú börn með Downs-heilkennið, sem er óvenju mikið. Yfirleitt fæðast ekki fleiri en tvö börn á ári hverju.

Ekki viss um að svo öflug ráðgjöf sé æskileg

Einnig var rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreininar, í umfjölunni. Hann sagði háa fóstureyðingartíðni fóstra með Downs-heilkenni, endurspegla öfluga genafræðilega ráðgjöf. „Ég er ekki viss um að svo öflug ráðgjöf sé æskileg. Það er verið að hafa áhrif á ákvarðanir sem eru ekki endilega læknisfræðilegar,“ sagði Kári meðal annars í viðtalinu. „Það er ekkert að því að vilja eignast heilbrigð börn, en hve langt við eigum að ganga til að ná því er frekar erfið spurning,“ bætti hann við.

Í umfjöllun CBS kemur fram fleiri lönd en Ísland hafi háa fóstureyðingartíðni þegar kemur að fóstrum með Downs-heilkenni. Í Danmörku er til að mynda 98 prósentum fóstra með heilkennið eytt, 77 prósentum í Frakklandi og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Bandaríkjunum, frá árinu 1995 til 2011, var 67 prósent fóstra með heilkennið eytt.

Kári er ekki viss um að svo öflug ráðgjöf sé ...
Kári er ekki viss um að svo öflug ráðgjöf sé æskileg. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Innlent »

Íbúafundur á Ísafirði í beinni

13:43 Sveitarfélögin á Vestfjörðum boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði kl. 14 í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni. Meira »

Lífið er gott á Nýja-Sjálandi

13:36 Ljósmyndarinn Rúna Lind Kristjónsdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Arana Kuru, til Nýja-Sjálands árið 2009. Dvölin átti ekki að vera löng en nú átta árum síðar eru þau enn á Nýja-Sjálandi og segist Rúna ekki vera á leiðinni heim. Í það minnsta ekki á næstu árum en hún og maður hennar eru skógarbændur og ásamt því að sjá um heimilis- og fyrirtækjabókhaldið er Rúna alltaf með myndavélina til taks. Meira »

Sigurður: „Fyrst og fremst dap­ur­legt“

13:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigmundar Davíðs forvera síns um að segja sig úr Framsóknarflokknum hafa komið á óvart, en þó ekki algjörlega. Meira »

Líf er því miður ekki sama og líf

12:45 Eymundur Eymundsson þjáðist frá unga aldri af miklum kvíða og síðar félagsfælni. Eftir að hann áttaði sig á því hvers kyns var, 38 ára gamall, hefur Eymundur unnið ötullega að því að aðstoða fólk með geðraskanir og sinna forvörnum. Meira »

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn

12:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn og vinna að myndun stjórnmálaafls fyrir kosningar. Hann greinir frá þessu í langri færslu á heimasíðu sinni. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
 
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...