Ágúst er enn án 20 stiga

Tuttugu hitastiga múrinn hefur ekki verið rofinn það sem af …
Tuttugu hitastiga múrinn hefur ekki verið rofinn það sem af er ágústmánuði. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ágústmánuður er nú hálfnaður og hefur hann verið fremur svalur miðað við það sem algengast hefur verið á öldinni. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Hiti á landinu hefur enn ekki náð 20 stigum í mánuðinum en ágúst hefur ekki verið tuttugu stiga laus síðan 1979, eða í tæp 40 ár. Trausti telur þó líklegt að 20 stigin náist áður en mánuðurinn er allur.

Meðalhiti í Reykjavík það sem af er 10,7 stig, -0,1 stigi neðan meðallags sömu daga 1961-1990 og -1,2 neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri er meðalhitinn 10,0 stig og er það -0,6 neðan meðallags 1961-1990, en -1,4 undir meðallagi síðustu tíu ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert