Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

Kolbrún hleypur í Reykjavíkurmaraþoni fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í ...
Kolbrún hleypur í Reykjavíkurmaraþoni fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar. Ljósmynd/Sigurður Trausti Traustason

„Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall.

Hleypur fyrir Neistann í minningu sonar síns

Neistinn hefur hjálpað Kolbrúnu og fjölskyldu hennar í gegnum afar erfiða tíma en hún missti son sinn, Rökkva Þór, aðeins sjö vikna gamlan, í kjölfar fyrstu hjartaaðgerðar sinnar.

„Við erum enn að vinna úr því áfalli og höfum fengið mikla hjálp frá Neistanum. Ég mæti á hjartamömmufundi og þær eru allar alveg yndislegar konur sem styðja mikið við mann í þessum erfiðu aðstæðum sem maður lendir í þegar maður þarf að fara með barnið sitt í svona aðgerð,“ segir hún.

Kolbrún tók einnig þátt í maraþoninu í fyrra til styrktar félagsins og þá fór hún tíu kílómetra, en þó ekki kasólett. „Ég gat bara ekki hugsað mér að vera ekki með í ár,“ segir hún. „Mig langaði að taka þátt til þess að styðja Neistann, með þakklæti í huga fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur,“ segir hún.

Tekur þátt í maraþoni fyrir fæðingu

Kolbrún er nú komin átta mánuði á leið en lætur það ekki stoppa sig. Hún á von á stelpu sem Kolbrún og maðurinn hennar, Sigurður Traustason, kalla Níuna.

„Hjartagallinn sem sonur okkar lést vegna var arfgengur svo við fórum í glasafrjóvgun og vorum að reyna að koma í veg fyrir að hann myndi erfast áfram og hún er fósturvísir númer níu. Þannig að við köllum hana Níuna,“ segir Kolbrún kímin.

Kolbrún segir að því hlaupi hún ekki ein heldur með Níunni. „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir hún. Stúlkan tekur því þátt í Reykjavíkurmaraþoni, fyrir fæðingu.

Kannski pínulítið stressuð

Ásamt Níunni fer móðir Kolbrúnar með Kolbrúnu í hlaupið og vinkona hennar Guðrún, sem hleypur hálfmaraþon í minningu Rökkva. Að hennar sögn er fjölskylda hennar mögulega stressaðari en hún sjálf, en þrátt fyrir það styðji hún alltaf við bakið á henni. „Ég er með fullt af fólki sem mun hvetja mig áfram,“ segir hún. 

Aðspurð segist hún vera „kannski pínulítið stressuð“ að taka þátt, komin svona langt á leið. Hún ætlar að ganga þrjá kílómetra og hefur æft sig tvisvar í viku fyrir það.

„Þetta á bara eftir að ganga vel af því að ég held að adrenalínið og gleðin við að taka þátt í þessum degi muni koma manni á leiðarenda,“ segir hún. „Ég skal samt alveg játa að þetta er farið að verða pínulítið erfitt,“ bætir hún þó við. 

Finnur hvergi aðra eins samkennd

Kolbrún segir að mikilvægi Neistans felist ekki einungis í að styðja við fjölskyldur hjartveikra barna fjárhagslega. „Þetta er svo mikið, mikið meira. Þetta er allur þessi andlegi stuðningur og félagslegi partur, sem er svo miklu mikilvægari fyrir mann,“ segir hún.

Félagið hafi stutt við Kolbrúnu á hennar erfiðustu stundum:

„Maður finn­ur hvergi aðra eins sam­kennd og þegar maður er í hópi fólks sem að skilur hræðsluna sem maður finnur fyrir og þekkir þessar flóknu og erfiðu til­finn­ing­ar,“ seg­ir hún. 

Þeir sem vilja heita á Kolbrúnu Ýr geta gert það hér.

mbl.is

Innlent »

Umsóknarfrestur framlengdur til 4. janúar

11:52 Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti landlæknis, sem að óbreyttu hefði runnið út 20. desember, til 4. janúar næstkomandi. Embættið var auglýst laust til umsóknar 10. nóvember síðastliðinn. Meira »

100 þúsund íslensk lykilorð aðgengileg

11:37 Í síðustu viku var fyrst greint frá því að gagnasafn með 1,4 milljörðum lykilorða væri aðgengilegt á vefnum, en það hafði áður gengið kaupum og sölum á svokölluðu hulduneti (e. dark web). Að lágmarki 100 þúsund íslensk lykilorð er að finna í þessu gagnasafni og líklega eru þau mun fleiri. Meira »

„Þessu verður engu að síður fylgt eftir“

11:29 Mótmælunum sem fara áttu fram fyrir utan höfuðstöðvar Klakka á hádegi í dag hefur verið aflýst. Ákveðið var að hætta við mótmælin vegna ákvörðunar stjórnar Klakka að draga fyrirætlaðar bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á Facebook-síðu hans. Meira »

Lagði ríka áherslu á samstarf

11:22 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði ríka áherslu á gott samstarf á Alþingi í umræðum um fjármálafrumvarpið 2018 þegar hann lagði það fram í ljósi þess hversu knappur tími væri til stefnu að samþykkja það. Meira »

Mikill verðmunur á jólamatnum

11:09 Bónus er í langflestum tilvikum með lægsta verðið þegar kemur í verðlagningu á jólamat þetta árið samkvæmt verðkönnun ASÍ. Hagkaup, sem er líkt og Bónus í eigu Haga, er oftast með hæsta verðið á jólamatnum. Meira »

Skíðasvæði víða opin í dag

10:59 Skíðasvæði landsmanna verða víða opin í dag. Í Bláfjöllum verður opið frá kl. 14 til 21 og er öllum boðið frítt í lyftur svæðisins. Meira »

Valt í Námaskarði

10:55 Flutningabifreið með tengivagn valt í austanverðu Námaskarði í Mývatnssveit um níuleytið í gærkvöldi. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni slasaðist ekki við óhappið. Verið er að reyna að koma bifreiðinni upp á veg og því töluverðar tafir á umferð. Meira »

Fundum frestað um óákveðinn tíma

10:58 Fundum í kjaradeilum Flugvirkjafélags Íslands vegna Atlanta og Félags atvinnuflugmanna vegna Icelandair sem áttu að vera í þessari viku hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Meira »

Gjaldskrá Strætó hækkar á nýju ári

10:45 Á fundi stjórnar Strætó bs. 6. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun og vegna þjónustuaukningar sem ráðist verður í 7. janúar næstkomandi. Meira »

Innkalla Nóa piparkúlur

10:39 Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur innkallað Nóa piparkúlur – súkkulaðihjúpaðar lakkrískaramellur með pipardufti. Meira »

Mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu

10:30 Þingfundur er hafinn á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjáralagafrumvarpið er eina mál á dagskrá þingsins næstu daga enda skammur tími til stefnu að samþykkja þau fyrir áramót. Meira »

Varð gjöf í lífi séra Örnu

10:01 Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994 varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me too byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær. Meira »

Gefur mjólk í skóinn

09:58 „Að mínu mati er meira en nóg drasl í heiminum,“ segir jólasveinninn Þvörusleikir um ákvörðun sína að gefa Sannar gjafir UNICEF í skóinn þetta árið. Meira »

Refsingin þyngd verulega

09:13 Hæstiréttur hefur tvöfaldað refsidóm yfir manni sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Nú var hann dæmdur fyrir tvær líkamsárásir og brot gegn valdstjórninni en önnur líkamsárásin var framin sérstöku öryggisúrræði á vegum geðdeildar Landspítalans. Meira »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

„Rosalega ertu komin með stór brjóst“

09:41 „Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Ég elska að sjá þau hossast,“ sagði yfimaður heilbrigðisstofnunar við kvenkyns samstarfsmann. „Við erum hættar að þegja til að halda friðinn,“ segir í yfirlýsingu 627 kvenna í heilbrigðisþjónustu. Meira »

Flugvirkjar bíða eftir góðu útspili

08:47 „Við vonum að það komi gott útspil í dag,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja um fund Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins klukkan 14 í dag vegna Icelandair. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, björtu veðri og köldu, en dálitlum éljum norðaustantil fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Hagerty kristal spray
Hagerty kristal spray Slovak Kristal, Dalvegi 16 b, s. 5444333...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...