Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

Kolbrún hleypur í Reykjavíkurmaraþoni fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í ...
Kolbrún hleypur í Reykjavíkurmaraþoni fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar. Ljósmynd/Sigurður Trausti Traustason

„Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall.

Hleypur fyrir Neistann í minningu sonar síns

Neistinn hefur hjálpað Kolbrúnu og fjölskyldu hennar í gegnum afar erfiða tíma en hún missti son sinn, Rökkva Þór, aðeins sjö vikna gamlan, í kjölfar fyrstu hjartaaðgerðar sinnar.

„Við erum enn að vinna úr því áfalli og höfum fengið mikla hjálp frá Neistanum. Ég mæti á hjartamömmufundi og þær eru allar alveg yndislegar konur sem styðja mikið við mann í þessum erfiðu aðstæðum sem maður lendir í þegar maður þarf að fara með barnið sitt í svona aðgerð,“ segir hún.

Kolbrún tók einnig þátt í maraþoninu í fyrra til styrktar félagsins og þá fór hún tíu kílómetra, en þó ekki kasólett. „Ég gat bara ekki hugsað mér að vera ekki með í ár,“ segir hún. „Mig langaði að taka þátt til þess að styðja Neistann, með þakklæti í huga fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur,“ segir hún.

Tekur þátt í maraþoni fyrir fæðingu

Kolbrún er nú komin átta mánuði á leið en lætur það ekki stoppa sig. Hún á von á stelpu sem Kolbrún og maðurinn hennar, Sigurður Traustason, kalla Níuna.

„Hjartagallinn sem sonur okkar lést vegna var arfgengur svo við fórum í glasafrjóvgun og vorum að reyna að koma í veg fyrir að hann myndi erfast áfram og hún er fósturvísir númer níu. Þannig að við köllum hana Níuna,“ segir Kolbrún kímin.

Kolbrún segir að því hlaupi hún ekki ein heldur með Níunni. „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir hún. Stúlkan tekur því þátt í Reykjavíkurmaraþoni, fyrir fæðingu.

Kannski pínulítið stressuð

Ásamt Níunni fer móðir Kolbrúnar með Kolbrúnu í hlaupið og vinkona hennar Guðrún, sem hleypur hálfmaraþon í minningu Rökkva. Að hennar sögn er fjölskylda hennar mögulega stressaðari en hún sjálf, en þrátt fyrir það styðji hún alltaf við bakið á henni. „Ég er með fullt af fólki sem mun hvetja mig áfram,“ segir hún. 

Aðspurð segist hún vera „kannski pínulítið stressuð“ að taka þátt, komin svona langt á leið. Hún ætlar að ganga þrjá kílómetra og hefur æft sig tvisvar í viku fyrir það.

„Þetta á bara eftir að ganga vel af því að ég held að adrenalínið og gleðin við að taka þátt í þessum degi muni koma manni á leiðarenda,“ segir hún. „Ég skal samt alveg játa að þetta er farið að verða pínulítið erfitt,“ bætir hún þó við. 

Finnur hvergi aðra eins samkennd

Kolbrún segir að mikilvægi Neistans felist ekki einungis í að styðja við fjölskyldur hjartveikra barna fjárhagslega. „Þetta er svo mikið, mikið meira. Þetta er allur þessi andlegi stuðningur og félagslegi partur, sem er svo miklu mikilvægari fyrir mann,“ segir hún.

Félagið hafi stutt við Kolbrúnu á hennar erfiðustu stundum:

„Maður finn­ur hvergi aðra eins sam­kennd og þegar maður er í hópi fólks sem að skilur hræðsluna sem maður finnur fyrir og þekkir þessar flóknu og erfiðu til­finn­ing­ar,“ seg­ir hún. 

Þeir sem vilja heita á Kolbrúnu Ýr geta gert það hér.

mbl.is

Innlent »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf. sem ekki eru söluhæfar beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »

Mótmæla hækkun á leigu vegna hávaða

17:33 Hópur íbúa á stúdentagörðunum við Sæmundargötu og Eggertsgötu hafa sent áskorun til Félagsstofnunar stúdenta um að fresta hækkun leigugjalds vegna hávaða sem stafar af framkvæmdum FS í nágrenninu. Meira »

Árangurslaus fundur flugvirkja

16:58 Flugvirkjafélag Ísland og Samtök atvinnulífsins funduðu í fyrsta sinn með ríkissáttasemjara í dag vegna flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Landað í sumarblíðu á Seyðisfirði

16:55 „Við fórum út á miðvikudag og það tók okkur dálítinn tíma að finna þorskinn en þegar hann fannst á Gerpisflakinu gekk vel að veiða. Í reyndinni fengum við megnið af þorskinum á einum sólarhring, síðan fengum við um 18 tonn af karfa og lítilsháttar af ufsa og ýsu.“ Meira »

Kynferðisbrotaþoli og líka gerandi

15:53 „Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur er ég líka gerandi. Ég hef ýjað að þessu í viðtali um reynslu mína en ekki sagt það nógu hreint út - ég hef valdið þjáningum sjálfur.“ Þetta segir Halldór Auðar Svansson pírati í Facebook-færslu sinni. Meira »

Refsing fyrir mútur verði þyngd

14:41 Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um glæpi og fíkniefni (UNODC) hvetur íslensk stjórnvöld til að vinna áfram að lagabreytingum sem hafa verið í undirbúningi um að þyngja hámarksrefsingu fyrir mútuboð til opinberra starfsmanna og refsingar fyrir mútubrot í einkageiranum. Meira »

Bilun í hitaveituröri við Hringbraut

16:01 Töluvert tjón hefur orðið vegna heitavatnsleka sem varð frá hitaveituröri Veitna við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs á fjórða tímanum í dag. Heitt vatn hefur m.a. flætt inn í kjallara húsa á svæðinu og biðja Veitur íbúa að fara varlega þar sem vatnið getur valdið brunasárum við snertingu. Meira »

Hellulaug stenst gæðakröfur

15:38 „Vegna umræðu um heitar náttúrulaugar á Vestfjörðum viljum við að þetta komi fram. Hellulaug við Flókalund stenst allar kröfur sem gerðar eru til náttúrulauga.“ Þetta kemur fram í færslu sem starfsfólk Hótels Flókalunds birtir á Facebook. Meira »

Spínat innkallað vegna aðskotahlutar

14:29 Innnes ferskvörusvið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að kalla inn spínat í 150 og 500 gramma einingum. Það er gert vegna gruns um aðskotahlut. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...