Sitja sennilega uppi með skemmdirnar

Svona lítur kirkjan út í dag en enn sér á ...
Svona lítur kirkjan út í dag en enn sér á henni eftir skemmdarverk sem unnin voru á henni fyrir átta mánuðum síðan. mbl.is/Hjörtur J. Guðmundsson

„Við sitjum sennilega uppi með þessar skemmdir,“ segir Séra Svavar Al­freð Jóns­son, sókn­ar­prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju. Enn sér á kirkjunni eftir að alvarleg skemmdarverk voru unnin á henni, fyrir átta mánuðum síðan. Ekki hefur tekist að þrífa krotið af og þá er ekki víst að söfnuðurinn eigi fyrir þeim viðgerðum sem nauðsynlegar eru. 

Í byrjun árs voru skemmdarverk unnin á kirkjunni þar sem fram­hlið og suður­hlið kirkj­unn­ar voru út­krotaðar. Síðan þá hefur séð á kirkjunni en þar fara fram giftingar, útfarir og skírnir svo eitthvað sé nefnt. „Auðvitað er maður ofboðslega sár yfir þessu virðingaleysi,“ segir Svavar.   

„Við hættum ekki fyrr en að kirkjan er komin í ...
„Við hættum ekki fyrr en að kirkjan er komin í gott lag,“ segir Séra Svavar Al­freð Jóns­son, sókn­ar­prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju. Ljósmynd/Svavar Alfreð Jónsson

Búin að reyna heilmikið

Söfnuðinum hefur ekki að tekist að ná krotinu af þrátt fyrir fjölmargar tilraunir: „Það er náttúrulega búið að reyna heilmikið,“ segir Svavar. „Við hættum ekki fyrr en að kirkjan er komin í gott lag. Því að hún er alveg yndisleg, þó hún sé með þessi ör, eins og er,“ segir hann.

Svavar segir að margir hafi látið sig málið varða: „Við erum búin að fá ofboðsleg viðbrögð. Fólk hefur verið að hringja í okkur alls staðar að af landinu, senda okkur tölvupósta og sms og það hefur verið rosalega notalegt að finna það hvað mörgum er umhugað um þessa kirkju“

Fólk hafi veitt þeim alls konar ábendingar um hvernig sé best að ná spreyinu af: „Alls konar allt frá sítrónuvatni og yfir í svona geim Star wars-græjur einhverjar!“ segir hann kíminn. „Og við erum afskaplega þakklát fyrir öll þau góðu ráð sem við höfum fengið,“ bætir hann við. 

Í byrjun árs voru skemmdarverk unnin á kirkjunni þar sem ...
Í byrjun árs voru skemmdarverk unnin á kirkjunni þar sem fram­hlið og suður­hlið kirkj­unn­ar voru út­krotaðar. Síðan þá hefur stórséð á kirkjunni en þar fara fram giftingar, útfarir og skírnir svo eitthvað sé nefnt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hafa beðið mats sérfræðinga

Að hans sögn er fagfólk þó nauðsynlegt á þessu stigi til að meta skemmdirnar og hugsanlegar leiðir til úrbóta. „Því að það er hugsanlegt að sum efnin geti skemmt meira en þau laga,“ segir Svavar.

Kirkjan hefur því beðið eftir skýrslu sérfræðinga, sem leggur mat á skemmdirnar. Hún er nýlega tilbúin og er nú hjá lögreglu. Að sögn Svavars verður hún notuð sem verkfæri til að meta hvernig sé best að laga skemmdirnar og hve kostnaðarsamt það verði. 

Aðspurður um ábyrgð skemmdarvargsins svarar Svavar að þrátt fyrir að ...
Aðspurður um ábyrgð skemmdarvargsins svarar Svavar að þrátt fyrir að vitað sé hver viðkomandi er breyti það litlu. „Við sitjum sennilega uppi með þessar skemmdir,“ segir hann. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sitja sennilega uppi með skemmdirnar

Í skýrslunni mun meðal annars koma fram hvort það sé mögulegt að ná krotinu af. Annars þarf kirkjan að fara í stórframkvæmdir.

„Ef að það reynist ómögulegt að ná þessu af þá verðum við að skipta um múrhúð á kirkjunni eða að minnsta kosti á hlut hennar,“ segir Svavar. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta gæti kostað verulegar fjárhæðir að laga þetta,“ segir hann.

Hann segir þá að söfnuðurinn geti mögulega ekki borgað þær viðgerðir sem nauðsynlegar séu og þá þurfi hann hugsanlega að leita annað fyrir stuðning. Kirkjan sé þegar búin að sækja um í Jöfnunarsjóð sókna, sem er sameiginlegur sjóður myndaður úr sóknargjöldum, en það sé mögulega ekki nóg.

Aðspurður um ábyrgð skemmdarvargsins svarar Svavar að þrátt fyrir að vitað sé hver viðkomandi er breyti það litlu. „Við sitjum sennilega uppi með þessar skemmdir,“ segir hann. 

mbl.is

Innlent »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

Í gær, 21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

Í gær, 19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

Í gær, 18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Í gær, 17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Í gær, 17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

Í gær, 16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

Í gær, 16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Í gær, 15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

Í gær, 15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

Í gær, 15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

Í gær, 15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...