Sitja sennilega uppi með skemmdirnar

Svona lítur kirkjan út í dag en enn sér á ...
Svona lítur kirkjan út í dag en enn sér á henni eftir skemmdarverk sem unnin voru á henni fyrir átta mánuðum síðan. mbl.is/Hjörtur J. Guðmundsson

„Við sitjum sennilega uppi með þessar skemmdir,“ segir Séra Svavar Al­freð Jóns­son, sókn­ar­prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju. Enn sér á kirkjunni eftir að alvarleg skemmdarverk voru unnin á henni, fyrir átta mánuðum síðan. Ekki hefur tekist að þrífa krotið af og þá er ekki víst að söfnuðurinn eigi fyrir þeim viðgerðum sem nauðsynlegar eru. 

Í byrjun árs voru skemmdarverk unnin á kirkjunni þar sem fram­hlið og suður­hlið kirkj­unn­ar voru út­krotaðar. Síðan þá hefur séð á kirkjunni en þar fara fram giftingar, útfarir og skírnir svo eitthvað sé nefnt. „Auðvitað er maður ofboðslega sár yfir þessu virðingaleysi,“ segir Svavar.   

„Við hættum ekki fyrr en að kirkjan er komin í ...
„Við hættum ekki fyrr en að kirkjan er komin í gott lag,“ segir Séra Svavar Al­freð Jóns­son, sókn­ar­prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju. Ljósmynd/Svavar Alfreð Jónsson

Búin að reyna heilmikið

Söfnuðinum hefur ekki að tekist að ná krotinu af þrátt fyrir fjölmargar tilraunir: „Það er náttúrulega búið að reyna heilmikið,“ segir Svavar. „Við hættum ekki fyrr en að kirkjan er komin í gott lag. Því að hún er alveg yndisleg, þó hún sé með þessi ör, eins og er,“ segir hann.

Svavar segir að margir hafi látið sig málið varða: „Við erum búin að fá ofboðsleg viðbrögð. Fólk hefur verið að hringja í okkur alls staðar að af landinu, senda okkur tölvupósta og sms og það hefur verið rosalega notalegt að finna það hvað mörgum er umhugað um þessa kirkju“

Fólk hafi veitt þeim alls konar ábendingar um hvernig sé best að ná spreyinu af: „Alls konar allt frá sítrónuvatni og yfir í svona geim Star wars-græjur einhverjar!“ segir hann kíminn. „Og við erum afskaplega þakklát fyrir öll þau góðu ráð sem við höfum fengið,“ bætir hann við. 

Í byrjun árs voru skemmdarverk unnin á kirkjunni þar sem ...
Í byrjun árs voru skemmdarverk unnin á kirkjunni þar sem fram­hlið og suður­hlið kirkj­unn­ar voru út­krotaðar. Síðan þá hefur stórséð á kirkjunni en þar fara fram giftingar, útfarir og skírnir svo eitthvað sé nefnt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hafa beðið mats sérfræðinga

Að hans sögn er fagfólk þó nauðsynlegt á þessu stigi til að meta skemmdirnar og hugsanlegar leiðir til úrbóta. „Því að það er hugsanlegt að sum efnin geti skemmt meira en þau laga,“ segir Svavar.

Kirkjan hefur því beðið eftir skýrslu sérfræðinga, sem leggur mat á skemmdirnar. Hún er nýlega tilbúin og er nú hjá lögreglu. Að sögn Svavars verður hún notuð sem verkfæri til að meta hvernig sé best að laga skemmdirnar og hve kostnaðarsamt það verði. 

Aðspurður um ábyrgð skemmdarvargsins svarar Svavar að þrátt fyrir að ...
Aðspurður um ábyrgð skemmdarvargsins svarar Svavar að þrátt fyrir að vitað sé hver viðkomandi er breyti það litlu. „Við sitjum sennilega uppi með þessar skemmdir,“ segir hann. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sitja sennilega uppi með skemmdirnar

Í skýrslunni mun meðal annars koma fram hvort það sé mögulegt að ná krotinu af. Annars þarf kirkjan að fara í stórframkvæmdir.

„Ef að það reynist ómögulegt að ná þessu af þá verðum við að skipta um múrhúð á kirkjunni eða að minnsta kosti á hlut hennar,“ segir Svavar. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta gæti kostað verulegar fjárhæðir að laga þetta,“ segir hann.

Hann segir þá að söfnuðurinn geti mögulega ekki borgað þær viðgerðir sem nauðsynlegar séu og þá þurfi hann hugsanlega að leita annað fyrir stuðning. Kirkjan sé þegar búin að sækja um í Jöfnunarsjóð sókna, sem er sameiginlegur sjóður myndaður úr sóknargjöldum, en það sé mögulega ekki nóg.

Aðspurður um ábyrgð skemmdarvargsins svarar Svavar að þrátt fyrir að vitað sé hver viðkomandi er breyti það litlu. „Við sitjum sennilega uppi með þessar skemmdir,“ segir hann. 

mbl.is

Innlent »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

Í gær, 18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í gær, 17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

Í gær, 17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

Í gær, 15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bætur vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

Í gær, 17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallið undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

Í gær, 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

Í gær, 15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...