Tillagan algerlega óútfærð

„Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is um hugmyndir um að ekki fari fram prófkjör í höfuðborginni í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna á næsta ári heldur einungis leiðtogaprófkjör og uppstilling þegar kemur að öðrum fulltrúum á framboðslista flokksins.

Tveir aðrir stjórnarmenn í Verði, þeir Eiríkur Ingvarsson og Halldór Ingi Pálsson, hafa ásamt Arndísi gagnrýnt harðlega í blaðaskrifum hvernig staðið hafi verið að afgreiðslu málsins. Fundað verður í fulltrúaráðinu klukkan 17.15 í dag þar sem málið verður rætt. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við hitafundi þar sem hart verði tekist á. Prófkjör hafa gjarnan verið notuð til að velja á framboðslista Sjálfstæðisflokksins en þau hafa líka verið gagnrýnd. Aðallega þó eftir á ef niðurstaðan hefur ekki þótt ásættanleg að mati einhverra.

Hugmyndin um leiðtogaprófkjör óútfærð

„Prófkjör eru ekki gallalaus frekar en lýðræðið sjálft en þau eru engu að síður sú leið sem reynst hefur best þrátt fyrir allt og sem hefur verið reglan í Reykjavík. Þessi hugmynd um leiðtogaprófkjör er algerlega óútfærð og engan veginn ljóst hvernig eigi að framkvæma hana. Hvað verður til að mynda um þann sem verður í öðru sæti eða þriðja? Það er engin reynsla af þessari leið,“ segir Arndís. Við það bætist hvernig staðið hafi verið að því að leggja slíka tillögu fram á stjórnarfundi í Verði 9. ágúst sem sé algerlega óásættanlegt.

Þannig hafi verið boðaður fundur á meðan margir hafi enn verið í sumarfríi en tillagan ekki auglýst í fundarboðinu. Ekki hafi þannig legið fyrir að þetta stóra mál, hvernig valið yrði á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík, yrði tekið fyrir. Málið hafi síðan verið keyrt í gegn á þeim fundi í stað þess að fram færi umræða um það og fleiri fundir. Erfitt sé að sjá þörfina á slíkum asa vegna kosninga sem fari ekki fram fyrr en næsta vor. Komið hafi síðan verið í veg fyrir að haldinn yrði framhaldsfundur um málið í stjórninni. Óháð því hvaða leið sé talin heppilegust í þessum efnum séu þessi vinnubrögð fyrir neðan allar hellur.

Reynt að halda almennum flokksmönnum frá 

Eiríkur tekur undir þessa gagnrýni í samtali við mbl.is. „Menn eru á harða hlaupum undan þessu máli. Formaður Varðar hefur ekki haldið vel á þessu máli að mínu mati. Það er alveg klárt að þessari tillögu var laumað inn á dagskrá stjórnarfundarins 9. ágúst. Ég get ekki fullyrt að vitað hafi verið af þessu fyrirfram en það er að minnsta kosti ljóst að tillagan var skrifleg. Þetta ber þannig allt á sér þann brag að hafa verið mjög rækilega úthugsað.“

Eiríkur segist ekkert vera frábitinn leiðtogaprófkjöri en af hans hálfu sé fyrst og fremst um að ræða gagnrýni á vinnubrögðin. Málið snúist þannig aðallega um að staðið sé eðlilega að málum við að taka þessa ákvörðun. Málið sé ennfremur hluti af stærra máli. „Við höfum horft upp á það undanfarin ár að sífellt fámennari klíka hefur viljað fara alls kyns aðrar leiðir en að hleypa hinum almenna flokksmanni að þegar kemur að röðun á framboðslista.“

Tekist hafi undir formennsku Kristínar Edwald í Verði, forvera núverandi formanns Gísla Kr. Björnssonar, að vinna saman að því að taka ákvarðanir þvert á línur og skoðanir. „Fólk einsetti sér einfaldlega að vinna sameiginlega að málum og komast sameiginlega að niðurstöðu. Það voru engin læti eða átök. Þetta finnst mér vera algert lykilatriði.“ Ekki hafi hins vegar tekist vel til við þetta í formennskutíð núverandi formanns ráðsins.

mbl.is
mbl.is

Innlent »

Leyfi til sérnáms í bæklunarlækningum

18:16 Landspítalinn hefur hlotið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda til að annast sérnám í bæklunarlækningum. Þetta kemur fram á heimasíðu spítalans, en áður hefur spítalinn hlotið viðurkenningu vegna sérnáms í lyflækningum og geðlækningum. Meira »

Velferð alls samfélagsins í húfi

18:03 Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Meira »

Eftirskjálftar mælast í Skjaldbreið

17:45 Sex jarðskjálftar hafa mælst í fjallinu Skjaldbreið við Langjökul í dag og var sá stærsti 1,8 stig. Hann mældist snemma í morgun. Hugsanlega eru þetta eftirskjálftar eftir skjálftana sem urðu þar um helgina. Fjallið er vel vaktað af Veðurstofunni. Meira »

Halldóra formaður velferðarnefndar

17:40 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, verður formaður velferðarnefndar Alþingis fyrri helming kjörtímabilsins. Seinni helminginn stýrir þingmaður Samfylkingar nefndinni en Píratar taka þá við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Meira »

Flugvirkjar funda aftur á morgun

16:52 Tólfta fundi Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelanda­ir er lokið.   Meira »

Æsileg eftirleit á aðventu

16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

50.000 hafa lýst upp myrkrið

14:40 Á fyrstu dögum herferðar mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa meira en 50 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu um tíu mál þar sem mannréttindi eru brotin úti í heimi. Herferðin nefnist Bréf til bjargar lífi og var hápunktur hennar ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

14:33 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

14:32 Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar. Meira »

Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

13:30 Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku. Meira »

Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Skjálftahrinan að mestu yfirstaðin

14:12 Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld í Skjaldbreið er að mestu yfirstaðin.  Meira »

Flugvirkjar funda vegna Icelandair

13:19 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara.  Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...