Tillagan algerlega óútfærð

„Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is um hugmyndir um að ekki fari fram prófkjör í höfuðborginni í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna á næsta ári heldur einungis leiðtogaprófkjör og uppstilling þegar kemur að öðrum fulltrúum á framboðslista flokksins.

Tveir aðrir stjórnarmenn í Verði, þeir Eiríkur Ingvarsson og Halldór Ingi Pálsson, hafa ásamt Arndísi gagnrýnt harðlega í blaðaskrifum hvernig staðið hafi verið að afgreiðslu málsins. Fundað verður í fulltrúaráðinu klukkan 17.15 í dag þar sem málið verður rætt. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við hitafundi þar sem hart verði tekist á. Prófkjör hafa gjarnan verið notuð til að velja á framboðslista Sjálfstæðisflokksins en þau hafa líka verið gagnrýnd. Aðallega þó eftir á ef niðurstaðan hefur ekki þótt ásættanleg að mati einhverra.

Hugmyndin um leiðtogaprófkjör óútfærð

„Prófkjör eru ekki gallalaus frekar en lýðræðið sjálft en þau eru engu að síður sú leið sem reynst hefur best þrátt fyrir allt og sem hefur verið reglan í Reykjavík. Þessi hugmynd um leiðtogaprófkjör er algerlega óútfærð og engan veginn ljóst hvernig eigi að framkvæma hana. Hvað verður til að mynda um þann sem verður í öðru sæti eða þriðja? Það er engin reynsla af þessari leið,“ segir Arndís. Við það bætist hvernig staðið hafi verið að því að leggja slíka tillögu fram á stjórnarfundi í Verði 9. ágúst sem sé algerlega óásættanlegt.

Þannig hafi verið boðaður fundur á meðan margir hafi enn verið í sumarfríi en tillagan ekki auglýst í fundarboðinu. Ekki hafi þannig legið fyrir að þetta stóra mál, hvernig valið yrði á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík, yrði tekið fyrir. Málið hafi síðan verið keyrt í gegn á þeim fundi í stað þess að fram færi umræða um það og fleiri fundir. Erfitt sé að sjá þörfina á slíkum asa vegna kosninga sem fari ekki fram fyrr en næsta vor. Komið hafi síðan verið í veg fyrir að haldinn yrði framhaldsfundur um málið í stjórninni. Óháð því hvaða leið sé talin heppilegust í þessum efnum séu þessi vinnubrögð fyrir neðan allar hellur.

Reynt að halda almennum flokksmönnum frá 

Eiríkur tekur undir þessa gagnrýni í samtali við mbl.is. „Menn eru á harða hlaupum undan þessu máli. Formaður Varðar hefur ekki haldið vel á þessu máli að mínu mati. Það er alveg klárt að þessari tillögu var laumað inn á dagskrá stjórnarfundarins 9. ágúst. Ég get ekki fullyrt að vitað hafi verið af þessu fyrirfram en það er að minnsta kosti ljóst að tillagan var skrifleg. Þetta ber þannig allt á sér þann brag að hafa verið mjög rækilega úthugsað.“

Eiríkur segist ekkert vera frábitinn leiðtogaprófkjöri en af hans hálfu sé fyrst og fremst um að ræða gagnrýni á vinnubrögðin. Málið snúist þannig aðallega um að staðið sé eðlilega að málum við að taka þessa ákvörðun. Málið sé ennfremur hluti af stærra máli. „Við höfum horft upp á það undanfarin ár að sífellt fámennari klíka hefur viljað fara alls kyns aðrar leiðir en að hleypa hinum almenna flokksmanni að þegar kemur að röðun á framboðslista.“

Tekist hafi undir formennsku Kristínar Edwald í Verði, forvera núverandi formanns Gísla Kr. Björnssonar, að vinna saman að því að taka ákvarðanir þvert á línur og skoðanir. „Fólk einsetti sér einfaldlega að vinna sameiginlega að málum og komast sameiginlega að niðurstöðu. Það voru engin læti eða átök. Þetta finnst mér vera algert lykilatriði.“ Ekki hafi hins vegar tekist vel til við þetta í formennskutíð núverandi formanns ráðsins.

mbl.is
mbl.is

Innlent »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

Í gær, 21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

Í gær, 19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

Í gær, 18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Í gær, 17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Í gær, 17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

Í gær, 16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

Í gær, 16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Í gær, 15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

Í gær, 15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

Í gær, 15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

Í gær, 15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...