Virðist vera að fálma í myrkri

Thomas Møller Olsen er ákærður fyrir að hafa banað Birnu ...
Thomas Møller Olsen er ákærður fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar sl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hann hefur komið með nýjar útgáfur eftir því sem málinu hefur undið fram. Þá verður að skoða önnur gögn í málinu; rannsóknargögn og framburði annarra. Hann sendir frá sér þau skilaboð að vitnisburður hans sé algerlega haldlaus og ekkert mark sé á honum takandi.“

Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, um framburð Thomasar Møllers Olsens og hvernig hann hefur breytt honum.

„Mér virðist hann vera að fálma í myrkri. Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ bætir Helgi við.

Hann segir síður en svo sjaldgæft að sakborningar komi með nokkrar útgáfur af því sem á að hafa gerst. Stundum séu á því trúverðugar skýringar, en svo sé ekki í þessu tilviki. „Það sem hann sagði við aðalmeðferðina virtist miða að því að fella félaga hans, mann sem var dauðadrukkinn,“ segir Helgi og á þar við fullyrðingar Thomasar um hegðun Nikolajs Wilhelms Herlufs Olsen, félaga síns, um nóttina.

Engin játning, en sterk gögn

Í upphafi aðalmeðferðarinnar í gær var Thomas spurður um hvort sú afstaða hans, að neita sök, hefði breyst. „Ég neita enn,“ þýddi grænlenski túlkurinn svar Thomasar.

Helgi segir að í samtölum sínum við grænlenska afbrotafræðinga hafi hann orðið þess áskynja að það sé nokkuð óvenjulegt meðal Grænlendinga að játa ekki sök. „Tölur sýna að þegar um alvarleg ofbeldisbrot eða manndráp er að ræða er játning yfirleitt ekki vandamálið á Grænlandi. En hann gæti verið í fullkominni afneitun.“

Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Háskóla Íslands. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Spurður hvort það gæti verið úrslitaatriði í niðurstöðu málsins, að játning liggi ekki fyrir, segist Helgi ekki telja að svo sé. „Vissulega er engin játning, en fyrir liggja gögn sem benda til yfirgnæfandi sektar,“ segir Helgi og nefnir þar óyggjandi niðurstöður blóð- og lífsýna.

Efast um harðræði lögreglu

Bæði Thomas og Nikolaj sögðu við aðalmeðferðina í gær að lögregla hefði pressað á þá að játa á sig sök og komið illa fram við þá. Helgi segir líklegt að þessar ásakanir verði skoðaðar innan lögreglunnar, en segist ekki hafa orðið var við annað en að málið hafi verið unnið af einstakri fagmennsku af hálfu lögreglu. „Satt best að segja held ég að fólk eigi erfitt með að trúa að þetta hafi gerst í ljósi þess hversu ótrúverðugur vitnisburðurinn hefur verið. Mér þætti ekki ólíklegt að þarna væri verið að leita í örvæntingu eftir einhverju sem hugsanlega væri hægt að nota,“ segir Helgi.

Málið má ekki vera óuppgert

Að mati Helga er afar mikilvægt að málið verði til lykta leitt og að dregið verði fram með óyggjandi hætti hvernig lát Birnu bar að. Málið megi ekki verða að óleystu morðmáli sem muni liggja á þjóðinni næstu áratugina.

„Þjóðin tók þátt í þessu allt frá því að Birnu var fyrst saknað og við viljum öll klára málið. Við leituðum saman að henni, við höfðum öll áhyggjur. Hún var systir okkar, dóttir okkar og frænka sem var í grandaleysi á leið heim til sín á gangi í öruggustu borg Evrópu og hvarf sjónum okkar nánast í beinni útsendingu úr öryggismyndavélum. Þetta má ekki vera óuppgert en reyndar er fátt sem bendir til þess að eitthvað slíkt sé í uppsiglingu.“

Innlent »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

Í gær, 20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

Í gær, 20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

Í gær, 20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

Í gær, 18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

Í gær, 18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

Í gær, 18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

Í gær, 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

Í gær, 17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

Í gær, 17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

Í gær, 18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

Í gær, 17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

Í gær, 16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...