Virðist vera að fálma í myrkri

Thomas Møller Olsen er ákærður fyrir að hafa banað Birnu ...
Thomas Møller Olsen er ákærður fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar sl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hann hefur komið með nýjar útgáfur eftir því sem málinu hefur undið fram. Þá verður að skoða önnur gögn í málinu; rannsóknargögn og framburði annarra. Hann sendir frá sér þau skilaboð að vitnisburður hans sé algerlega haldlaus og ekkert mark sé á honum takandi.“

Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, um framburð Thomasar Møllers Olsens og hvernig hann hefur breytt honum.

„Mér virðist hann vera að fálma í myrkri. Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ bætir Helgi við.

Hann segir síður en svo sjaldgæft að sakborningar komi með nokkrar útgáfur af því sem á að hafa gerst. Stundum séu á því trúverðugar skýringar, en svo sé ekki í þessu tilviki. „Það sem hann sagði við aðalmeðferðina virtist miða að því að fella félaga hans, mann sem var dauðadrukkinn,“ segir Helgi og á þar við fullyrðingar Thomasar um hegðun Nikolajs Wilhelms Herlufs Olsen, félaga síns, um nóttina.

Engin játning, en sterk gögn

Í upphafi aðalmeðferðarinnar í gær var Thomas spurður um hvort sú afstaða hans, að neita sök, hefði breyst. „Ég neita enn,“ þýddi grænlenski túlkurinn svar Thomasar.

Helgi segir að í samtölum sínum við grænlenska afbrotafræðinga hafi hann orðið þess áskynja að það sé nokkuð óvenjulegt meðal Grænlendinga að játa ekki sök. „Tölur sýna að þegar um alvarleg ofbeldisbrot eða manndráp er að ræða er játning yfirleitt ekki vandamálið á Grænlandi. En hann gæti verið í fullkominni afneitun.“

Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Háskóla Íslands. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Spurður hvort það gæti verið úrslitaatriði í niðurstöðu málsins, að játning liggi ekki fyrir, segist Helgi ekki telja að svo sé. „Vissulega er engin játning, en fyrir liggja gögn sem benda til yfirgnæfandi sektar,“ segir Helgi og nefnir þar óyggjandi niðurstöður blóð- og lífsýna.

Efast um harðræði lögreglu

Bæði Thomas og Nikolaj sögðu við aðalmeðferðina í gær að lögregla hefði pressað á þá að játa á sig sök og komið illa fram við þá. Helgi segir líklegt að þessar ásakanir verði skoðaðar innan lögreglunnar, en segist ekki hafa orðið var við annað en að málið hafi verið unnið af einstakri fagmennsku af hálfu lögreglu. „Satt best að segja held ég að fólk eigi erfitt með að trúa að þetta hafi gerst í ljósi þess hversu ótrúverðugur vitnisburðurinn hefur verið. Mér þætti ekki ólíklegt að þarna væri verið að leita í örvæntingu eftir einhverju sem hugsanlega væri hægt að nota,“ segir Helgi.

Málið má ekki vera óuppgert

Að mati Helga er afar mikilvægt að málið verði til lykta leitt og að dregið verði fram með óyggjandi hætti hvernig lát Birnu bar að. Málið megi ekki verða að óleystu morðmáli sem muni liggja á þjóðinni næstu áratugina.

„Þjóðin tók þátt í þessu allt frá því að Birnu var fyrst saknað og við viljum öll klára málið. Við leituðum saman að henni, við höfðum öll áhyggjur. Hún var systir okkar, dóttir okkar og frænka sem var í grandaleysi á leið heim til sín á gangi í öruggustu borg Evrópu og hvarf sjónum okkar nánast í beinni útsendingu úr öryggismyndavélum. Þetta má ekki vera óuppgert en reyndar er fátt sem bendir til þess að eitthvað slíkt sé í uppsiglingu.“

Innlent »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...