Stórir skjálftar í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Þórður

Tveir frekar stórir jarðskjálftar mældust með þriggja mínútna millibili í Bárðarbungu í nótt, rétt fyrir klukkan tvö. Sá fyrri, 3,8 að stærð, varð klukkan 1.42 og sá seinni, 4,2 að stærð, þremur mínútum síðar.

„Það var lítil hrina í Bárðarbungu rétt fyrir tvö þar sem voru tveir stórir skjálftar og nokkrir minni,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í náttúruvá á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Hún segir að þetta gerist nokkuð reglulega á svæðinu og hafi gert frá goslokum. „Hún virðist láta vita af sér reglulega. Enn og aftur; það er enginn gosórói eða merki um að slíkt sé í vændum. Þetta er eðlilegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert