Nýr kjarasamningur skurðlækna

Skurðlæknar að störfum.
Skurðlæknar að störfum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Samninganefnd Skurðlæknafélags Íslands skrifaði undir nýjan kjarasamning um kvöldmatarleytið í gær eftir fjórða samningafund sinn með samninganefnd ríkisins.

Samningurinn gildir til loka apríl árið 2019.

Eiríkur Orri Guðmundsson, formaður samninganefndar skurðlækna, sagðist í samtali við mbl.is vera ánægður með samninginn en gat ekki tjáð sig nánar um hann.

Kjarasamningurinn verður borinn undir félagsmenn í næstu viku.

Síðasti kjarasamningur skurðlækna var undirritaður í janúar árið 2015 eftir verkfall sem hafði mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. Hann átti að renna út í dag.

Liðlega eitt hundrað skurðlækn­ar þiggja laun sam­kvæmt kjara­samn­ingi Skurðlækna­fé­lags Íslands en skurðlækn­ar eru einnig í Lækna­fé­lagi Íslands, sem samþykkti nýj­an kjara­samn­ing fyrr í sum­ar. 

mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert