Útlit fyrir ágætis norðurljósavetur

Margir koma til Íslands til að sjá ljósin dansa á …
Margir koma til Íslands til að sjá ljósin dansa á himninum. mbl.is/Golli

„Maður getur alveg byrjað að sjá fín og falleg norðurljós um leið og það verður dimmt um miðjan ágúst,“ segir Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur í samtali við Morgunblaðið. Hann segir útlit fyrir ágætis norðurljósavetur hérlendis.

„Næstu mánuðir verða fínir norðurljósamánuðir ef sólin heldur áfram að hegða sér eins og hún hefur gert undanfarið,“ segir Sævar.

Fjöldi ferðamanna kemur hingað með það að markmiði að sjá norðurljósin á næturhimninum og margir leggja leið sína í skipulagðar norðurljósaferðir ferðaþjónustufyrirtækja. Þó er allur gangur á því hvort ferðamenn ná að sjá norðurljós í slíkum ferðum, að sögn Sævars.

„Það fer svolítið eftir því hversu vel fyrirtækin fylgjast með veðri og norðurljósaútlitinu, en ég veit um eitt fyrirtæki sem er með litla túra, þeir fresta þeim í svona 50% tilvika en þegar þeir fara sjá þeir norðurljósin í um það bil 90% tilvika.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert