Afhentu Bretum leynivopnið

Gylfi Geirsson, fyrrverandi loftskeytamaður og sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar og formaður öldungaráðs fyrrverandi Gæslumanna, afhenti í gær Simon Green, öðrum formanni Sjóminjasafnsins í Hull (Hull Maritime Museum) togvíraklippur.

Klippurnar voru, líkt og alkunna er, notaðar til þess að klippa á togvíra breskra togara í þorskastríðunum á síðari hluta síðustu aldar. Er þetta í fyrsta sinn sem togvíraklippur eru settar á safn erlendis en um áttatíu manns voru viðstaddir afhendinguna, þ.ám. meðlimir í öldungaráði Landhelgisgæslunnar, Hollvinasamtökum Óðins og starfsfólk Reykjavíkurborgar og sjóminjasafnsins Víkurinnar.

Hópnum var einnig boðið um borð í togarann Arctic Corsair og í vettvangsferð um svæði í borginni þar sem hinir bresku sjómenn voru búsettir á þorskastríðsárunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert