Gyða Dröfn kjörin formaður UVG

Í Grundarfirði í dag. Frá vinstri, Gyða Dröfn Hjaltadóttir og …
Í Grundarfirði í dag. Frá vinstri, Gyða Dröfn Hjaltadóttir og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir. Ljósmynd/UVG

Gyða Dröfn Hjaltadóttir hefur verið kjörin formaður Ungra vinstri grænna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ungliðahreyfingunni, en landsfundi hennar í Grundarfirði lauk nú fyrir hádegi.

Gyða verður fyrsti formaður hreyfingarinnar í að minnsta kosti nokkur ár, en landsfundurinn samþykkti í gær lagabreytingu þess efnis að embætti formanns og varaformanns yrðu tekin upp á ný í stað svokallaðrar flatrar stjórnar.

Var um leið þeim kosningum sem áætlaðar höfðu verið til stjórnarinnar frestað til dagsins í dag, til að gefa kost á framboðum til nýju embættanna tveggja.

Framboðsfrestur rann út klukkan 10 í morgun og kynnti hreyfingin úrslit kjörsins rúmum hálftíma síðar, en Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir var þá kjörin varaformaður hreyfingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert