Allir vilja semja við Bretland

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að allir vilji ná fríverslunarsamningi við Bretland. Þetta kom fram í viðtali sem breska  ríkisútvarpið tók við hann.

„Þið eruð með fimmta stærsta hagkerfið í heiminum. Allir vilja selja ykkur vörur og þjónustu sína. Svo einfalt er þetta,“ sagði Guðlaugur Þór, að því er kom fram á vef Telegraph.

Ráðherrann hefur talað fyrir því að Bretar gangi í EFTA þar sem Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss eru fyrir.

Guðlaugur Þór tjáði sig einnig í viðtalinu um útgöngu Breta úr ESB. „Það er mjög mikilvægt að við finnum lausn á þessu fljótt vegna þess að það er mjög mikilvægt að það verði engar tækni- eða viðskiptalegar hömlur í Evrópu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert