Skora á ráðherra að stöðva brot gegn börnum

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Stjórn Ungliðahreyfingar Viðreisnar krefst þess að dómsmálaráðherra stöðvi brot gegn réttindum barna á flótta sem hún telur óverjandi brot gegn mannréttindum barna á flótta. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni. 

„Í ljósi orðalags samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, um að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang, telur stjórn Ungliðahreyfingar Viðreisnar óforsvaranlegt að stjórnvöld sendi börn sem teljast vera í viðkvæmri stöðu, og börn sem fest hafa rætur á Íslandi, af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.“ Þetta kemur fram í ályktuninni

Jafnframt „biðlar stjórnin til dómsmálaráðherra að leiðrétta túlkun undirstofnana sinna á Dyflinnarreglugerðinni og tryggja að við veitum börnum þá vernd sem við höfum sem þjóð skuldbundið okkur til að gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert