Þurrkar út hagnað bænda

Kýr á Mýrum í sumarsælu.
Kýr á Mýrum í sumarsælu. mbl.is/RAX

Margir bændur á Íslandi stefna að óbreyttu í hallarekstur vegna samkeppni við stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum.

Þetta er mat Vífils Karlssonar hagfræðings, sem hefur áætlað áhrifin á íslenska bændur af að auka tollfrjálsa kvóta á landbúnaðarvörur. „Þetta mun þurrrka út hagnað margra bænda. Hagnaður þeirra er enda gjarnan lágt hlutfall af veltu,“ segir Vífill um stöðu bænda.

Fram kom í greiningu Vífils fyrir Bændasamtök Íslands að tekjur bænda af nautakjöti kynnu að minnka um allt að 14,2% vegna aukinna tollfrjálsra kvóta frá ríkjum ESB. Þá gætu tekjur svínaræktenda dregist saman um allt að 16,2%, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni  í Morgunblaðinu í dag.

Vífill Karlsson vann haustið 2015 minnisblað fyrir Bændasamtökin um áhrif samninga Íslands við ESB um landbúnaðarafurðir. Samningarnir fólu meðal annars í sér aukna innflutningskvóta.

Fjallað hefur verið um kvótana í Morgunblaðinu að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum mun tollfrjáls innflutningskvóti á nautakjöti aukast um 596 tonn en kvóti á svínakjöti aukast um 500 tonn. Þá muni kvóti á alifuglakjöti aukast um 656 tonn. Alls eru þetta 1.752 tonn.

Áformað er að aukningin taki gildi í nokkrum skrefum á næstu árum. 

Allt að 16,2% samdráttur

Vífill setti niðurstöðurnar í minnisblaðinu fram í fjórum sviðsmyndum; A, B, C og D.

Samkvæmt þeim myndu tekjur íslenskra bænda af kindakjöti lækka um 0,5%-1% og tekjur af nautakjöti um 1,5%-14,2%. Þá myndu tekjur bænda af hrossakjöti lækka um 2%-3,9% og tekjur af svínakjöti um 11,2%-16,2%. Tekjur af alifuglakjöti myndu lækka um 5%-11,2% og tekjur af osti um 4,7%-8,7%.

Vegna mikillar styrkingar krónunnar telur Vífill tekjurnar geta dregist meira saman en áætlað var.

Fram kom í minnisblaðinu að verð á innfluttu kjöti og ostum innan innflutningskvóta gæti lækkað um 9%-18%. Gert var ráð fyrir að breyting á útsöluverði hefði tilsvarandi áhrif á skilaverð til bænda. Bent var á að lambakjöt væri miklu næmara fyrir verðbreytingum annarra kjötvara en eigin verðbreytingum. Ekki var lagt mat á áhrif breytinganna á framleiðslukostnað bænda.

Fastur kostnaður vegur þungt

Vífill segir aðspurður að skipta megi framleiðslukostnaði búgreina í fastan og breytilegan kostnað.

„Auðvitað lækkar kostnaðurinn eitthvað þegar salan minnkar. Hins vegar má ætla að fasti kostnaðurinn sé býsna hár í mörgum búgreinum. Heildarkostnaðurinn myndi því ekki lækka svo mikið þótt salan minnki. Kostnaður bænda af mannvirkjum, landi og lánum er óbreyttur þótt salan minnki. Við fyrstu sýn eru þetta alvarlegar fréttir fyrir þessar greinar. Menn gætu farið hressilega undir núllið,“ segir Vífill og vísar til mögulegrar tekjuskerðingar hjá bændum vegna aukins innflutnings. 

Neyslan eykst ekki til jafns

Spurður hvort aukin sala á kjöti og osti á Íslandi geti vegið upp áhrif aukins innflutnings á innlenda framleiðslu segir Vífill að verðteygnin sé ekki svo mikil. Það er hugtak sem lýsir áhrifum verðs á neyslu.

„Neytendur munu ekki auka neyslu sína svo mikið að innlendum framleiðendum verði bætt upp sú skerðing sem þeir verða fyrir vegna innflutningskvótans. Jafnvel þótt verð á kjöti lækki um 10%-20% mun neyslan ekki aukast sem því nemur. Næmi neytenda fyrir verðlækkunum er ekki nógu mikið til að vega upp aukinn innflutning í magni,“ segir Vífill.

Innlent »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
 
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...