„Gráa gullið frá Íslandi“

Senjórítukórinn. Frá kóramóti kvennakóra á Ísafirði í vor.
Senjórítukórinn. Frá kóramóti kvennakóra á Ísafirði í vor. Ljósmynd/Senjóríturnar

„Við tökum við konum frá 67 ára í Senjóríturnar,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, meðlimur í kvennakórnum Senjórítunum sem er um 70 manna kór fullorðinna kvenna. Silja lýsti nýlega eftir fleiri senjórítum í kórinn, öllum raddgerðum, á facebooksíðu sinni, en eitthvað hafði grisjast í kórnum í sumar. „Ég fékk reyndar ekki leyfi hjá kórnum til að gera þetta, en mér fannst raðirnar eitthvað hafa þynnst,“ segir Silja og hlær.

Eru með góðan kórstjórnanda

„Við erum með mjög góðan stjórnanda, hana Ágotu Joó, sem er einnig stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur og hefur unnið til þrennra fyrstu verðlauna á alþjóðlegu kóramóti með hann, þannig að það er betra að hafa einhverja reynslu af söng, nótum eða hljóðfæraleik,“ heldur Silja áfram.

„Senjórítukórinn varð til upp úr Kvennakór Reykjavíkur. Þegar konur eldast þá breytist röddin, þegar þær urðu of fullorðnar til að vera í honum voru þær látnar hætta. Sumar kvennanna vildu samt halda áfram, þannig varð Senjórítukórinn til sem deild út úr Kvennakór Reykjavíkur. Senjóríturnar voru svo stofnaðar formlega fyrir um tveimur árum, þegar við vorum orðnar svo margar að við vildum vera sjálfstæðar,“ segir Silja. „Við tókum þátt í kvennakóramóti á Ísafirði í vor, tókum sérstakt ísfirskt þema. Við munum halda tónleika í Seltjarnarneskirkju 28. október nk., við verðum einar, ekki með einsöngvara með okkur, og við ætlum að syngja hress lög eins og Án þín, Vorkvöld í Reykjavík, Kenndu mér að kyssa rétt, Bíllinn minn og ég, og svo munum við taka syrpu úr Mamma Mia.“

Eiga trygga aðdáendur

Senjóríturnar hafa enn ekki gefið neitt út af tónlist en eiga orðið trygga aðdáendur. Kórinn æfir vikulega á mánudögum kl. 16 í matsal þjónustukjarna aldraðra við Vitatorg. Aðspurð hvort kórstarfið feli í sér fleira en æfingar, tónleika og kórferðir segir Silja að þær hafi t.d. farið um 40 saman á „singalong“-sýningu á Mamma Mia í Borgarleikhúsinu og þær sungu þar við raust við þýðingu Þórarins Eldjárns.

Senjóríturnar fóru í söngferðalag til Færeyja og hyggjast fara til Danmerkur í kórferð næsta vor. „Færeyska Kringvarpið hrósaði okkur í hástert og kallaði okkur „gráa gullið frá Íslandi“,“ segir Silja og hlær við.

Söngvaþjóðin Íslendingar

„Starfandi kórar á landinu eru örugglega um 250,“ segir Margrét Bóasdóttir, formaður Landssambands blandaðra kóra, en hún segir 35 kóra vera í sambandinu, sem heldur kóramót og heldur utan um upplýsingar handa aðildarkórum.

Með haustinu fer af stað kórstarf úti um land allt. Hægt er að vera í ýmsum gerðum kóra en það eru t.d. karlakórar, kvennakórar, blandaðir kórar, kórar aldraðra, barnakórar og kirkjukórar.

„Markmiðið er að stuðla að samvinnu og efla kvennakórastarf á landinu. Á þriggja ára fresti erum við með kvennakóramót þar sem við syngjum saman eða erum með söngsmiðjur,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður Gígjunnar, sambands íslenskra kvennakóra. Í Gígjunni eru 28 kórar, sem er þó ekki tæmandi listi yfir alla kvennakóra landsins.

Karlakórar í Sambandi íslenskra karlakóra eru 32 og svo eru tveir til viðbótar að sækja um, að sögn Geirs A. Guðsteinssonar formanns. „Við gerum ráð fyrir að kór þurfi að hafa a.m.k. sextán meðlimi til að teljast kór,“ segir Geir. Sambandið er regnhlífarsamtök fyrir karlakóra og sér um söngmót karlakóra, sem skiptast í Heklukóra og Kötlukóra sem halda mót innbyrðis eftir því hvar þeir eru á landinu.

Innlent »

Hætta á skriðuföllum

06:39 Útlit er fyrir að suðaustlægar áttir verði ríkjandi fram yfir helgi með rigninu af og til um allt land en varla heill þurr dagur suðaustan til á landinu. Því má búast við vatnavöxtum á því svæði sem eykur einnig líkur á skriðuföllum. Meira »

Rólegt á lögregluvaktinni

05:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um eitt í nótt vegna gruns um að ökumaður væri að aka undir áhrifum fíkniefna/lyfja. Meira »

Andlát: Einar Friðrik Kristinsson

05:30 Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Einar lést á líknardeild Landspítalans sl. fimmtudag, 21. september. Hann fæddist 21. ágúst 1941 í Vestmannaeyjum. Meira »

Andlát: Örn Ingi Gíslason

05:30 Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 23. september, 72 að aldri. Hann fæddist á Akureyri 2. júní 1945 og bjó þar alla tíð. Móðir Arnar Inga var Guðbjörg Sigurðardóttir húsmóðir og kjörfaðir Gísli Einarsson sjómaður. Meira »

Samkeppnin fer harðnandi í fluginu

05:30 Sveinn Þórarinsson, greinandi í hlutabréfum hjá Landsbankanum, segir það munu auka þrýstinginn á verð farmiða yfir Norður-Atlantshafið að dótturfélag flugfélagsins Norwegian hafi fengið flugleyfi til Bandaríkjanna. Meira »

Áherslur SI hinar sömu og meistara

05:30 „Þvert á það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins hafa Samtök iðnaðarins staðið vörð um fagmennsku og gætt hagsmuna iðnmeistara með því að gera yfirvöldum grein fyrir þeim sem bjóða fram þjónustu án tilskilinna réttinda.“ Meira »

Andarnefja heimsótti Friðarhöfn

05:30 Hvalur, um sjö metra langur, sást í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Talið er að um andarnefju sé að ræða. Hvalurinn synti um höfnina og virtist vera við góða heilsu. Friðarhöfn er innst í Vestmannaeyjahöfn. Meira »

Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

05:30 Þingvallanefnd hefur samþykkt að ráða Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins, til eins árs í stöðu þjóðgarðsvarðar, frá og með 1. október nk. Meira »

Enginn hefur skoðað Núp

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí síðastliðnum til sölu þrjár húseignir að Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls rúmlega 4.500 fermetra. Meira »

Rafknúnir bátar undanþegnir gjöldum

05:30 Í nýsamþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025. Meira »

Andrúmsloftið í Framsókn hreinsast

05:30 Ásakanir ganga á víxl vegna brotthvarfs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum síðastliðinn sunnudag.  Meira »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »
Til leigu snyrtilegt skrifstofuherbergi á 2. hæð í Síðumúla 1, 22 fm
Til leigu snyrtilegt skrifstofuherbergi á 2. hæð í Síðumúla 1. Í herberginu eru ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
 
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...