„Gráa gullið frá Íslandi“

Senjórítukórinn. Frá kóramóti kvennakóra á Ísafirði í vor.
Senjórítukórinn. Frá kóramóti kvennakóra á Ísafirði í vor. Ljósmynd/Senjóríturnar

„Við tökum við konum frá 67 ára í Senjóríturnar,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, meðlimur í kvennakórnum Senjórítunum sem er um 70 manna kór fullorðinna kvenna. Silja lýsti nýlega eftir fleiri senjórítum í kórinn, öllum raddgerðum, á facebooksíðu sinni, en eitthvað hafði grisjast í kórnum í sumar. „Ég fékk reyndar ekki leyfi hjá kórnum til að gera þetta, en mér fannst raðirnar eitthvað hafa þynnst,“ segir Silja og hlær.

Eru með góðan kórstjórnanda

„Við erum með mjög góðan stjórnanda, hana Ágotu Joó, sem er einnig stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur og hefur unnið til þrennra fyrstu verðlauna á alþjóðlegu kóramóti með hann, þannig að það er betra að hafa einhverja reynslu af söng, nótum eða hljóðfæraleik,“ heldur Silja áfram.

„Senjórítukórinn varð til upp úr Kvennakór Reykjavíkur. Þegar konur eldast þá breytist röddin, þegar þær urðu of fullorðnar til að vera í honum voru þær látnar hætta. Sumar kvennanna vildu samt halda áfram, þannig varð Senjórítukórinn til sem deild út úr Kvennakór Reykjavíkur. Senjóríturnar voru svo stofnaðar formlega fyrir um tveimur árum, þegar við vorum orðnar svo margar að við vildum vera sjálfstæðar,“ segir Silja. „Við tókum þátt í kvennakóramóti á Ísafirði í vor, tókum sérstakt ísfirskt þema. Við munum halda tónleika í Seltjarnarneskirkju 28. október nk., við verðum einar, ekki með einsöngvara með okkur, og við ætlum að syngja hress lög eins og Án þín, Vorkvöld í Reykjavík, Kenndu mér að kyssa rétt, Bíllinn minn og ég, og svo munum við taka syrpu úr Mamma Mia.“

Eiga trygga aðdáendur

Senjóríturnar hafa enn ekki gefið neitt út af tónlist en eiga orðið trygga aðdáendur. Kórinn æfir vikulega á mánudögum kl. 16 í matsal þjónustukjarna aldraðra við Vitatorg. Aðspurð hvort kórstarfið feli í sér fleira en æfingar, tónleika og kórferðir segir Silja að þær hafi t.d. farið um 40 saman á „singalong“-sýningu á Mamma Mia í Borgarleikhúsinu og þær sungu þar við raust við þýðingu Þórarins Eldjárns.

Senjóríturnar fóru í söngferðalag til Færeyja og hyggjast fara til Danmerkur í kórferð næsta vor. „Færeyska Kringvarpið hrósaði okkur í hástert og kallaði okkur „gráa gullið frá Íslandi“,“ segir Silja og hlær við.

Söngvaþjóðin Íslendingar

„Starfandi kórar á landinu eru örugglega um 250,“ segir Margrét Bóasdóttir, formaður Landssambands blandaðra kóra, en hún segir 35 kóra vera í sambandinu, sem heldur kóramót og heldur utan um upplýsingar handa aðildarkórum.

Með haustinu fer af stað kórstarf úti um land allt. Hægt er að vera í ýmsum gerðum kóra en það eru t.d. karlakórar, kvennakórar, blandaðir kórar, kórar aldraðra, barnakórar og kirkjukórar.

„Markmiðið er að stuðla að samvinnu og efla kvennakórastarf á landinu. Á þriggja ára fresti erum við með kvennakóramót þar sem við syngjum saman eða erum með söngsmiðjur,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður Gígjunnar, sambands íslenskra kvennakóra. Í Gígjunni eru 28 kórar, sem er þó ekki tæmandi listi yfir alla kvennakóra landsins.

Karlakórar í Sambandi íslenskra karlakóra eru 32 og svo eru tveir til viðbótar að sækja um, að sögn Geirs A. Guðsteinssonar formanns. „Við gerum ráð fyrir að kór þurfi að hafa a.m.k. sextán meðlimi til að teljast kór,“ segir Geir. Sambandið er regnhlífarsamtök fyrir karlakóra og sér um söngmót karlakóra, sem skiptast í Heklukóra og Kötlukóra sem halda mót innbyrðis eftir því hvar þeir eru á landinu.

Innlent »

Rafmagnslaust fyrir austan

Í gær, 23:44 Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Í gær, 23:09 Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Í gær, 21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

Í gær, 21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Í gær, 20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

Í gær, 20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

Í gær, 19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Í gær, 19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

Í gær, 18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

Í gær, 18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

Í gær, 18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

Í gær, 17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

Í gær, 16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

Í gær, 16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

Í gær, 15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

Í gær, 16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

Í gær, 15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

Í gær, 15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Kia Ceed 2012 árgerð
Til Sölu Kia Ceed, Dísel Tjónalaus Keyrður 72.xxx km Sjálfskiptur Reyklaust ...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Borðstofustólar til sölu
10 stk. af notuðum borðstofustólum til sölu á kr. 1.500 kr stk. seljast helst a...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...