„Ætlum að sækja fram og um leið búa í haginn“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld. mbl.is/Eggert

„Í augum umheimsins er Ísland fyrirmyndarsamfélag þar sem efnahagsleg velferð er mikil, gæðunum jafnar skipt en annars staðar og jafnrétti og umbyrðarlyndi ríkir,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra undir lok stefnuræðu sinnar sem hann flutti á alþingi nú í kvöld.

Bjarni fór víða í ræðu sinni og vék máli sínu meðal annars að heilbrigðismálum, kjaramálum og málefnum aldraðra. Þá boðið Bjarni breytingar á menntakerfinu á komandi árum auk þess sem hann vakti máls á veikleikum á vinnumarkaði, efnahagsmálum og hugsanlegum sóknarfærum til framtíðar.

Flestir þættir leggist með Íslandi

„Engin leið er að koma í veg fyrir sveiflur í náttúrunni, óstöðugleika í alþjóðamálum, versnandi viðskiptakjör eða aðrar utanaðkomandi aðstæður.  Við getum einungis þakkað fyrir að eins og sakir standa leggjast flestir þættir með okkur,“ sagði Bjarni um leið og hann vakti máls á þeim árangri sem náðst hafi á undanförnum árum að eigin sögn.

Svigrúm í ríkisfjármálum síðustu ár hafa meðal annars verið nýtt til að greiða upp skuldir ríkissjóðs að því er fram kom í máli Bjarna auk þess sem útgjöld til velferðarmála hafi verið aukin.

„Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 400 milljarða á síðustu þremur árum auk þess sem greitt hefur verið inn á lífeyrisskuldbindingar,“ sagði Bjarni og bætti við að á næstu árum verði útgjöld til verðferðamála aukin enn frekar. „Það verður hins vegar að hafa þolinmæði til að byggja innviðina upp í samræmi við efni og aðstæður hverju sinni,“ sagði Bjarni.

„Ágæt samstaða“ um kjarabaráttu aldraðra

Fagnaði Bjarni því sérstaklega að fyrsta skóflustungan að nýjum meðferðarkjarna nýs Landspítala verði tekin í vor en sagði hann þó ljóst að meira þurfi til. „Góð heilbrigðisþjónusta og jafnt aðgengi allra landsmanna er leiðarljós þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni.

„Við þurfum að huga að uppbyggingu á þjónustu við aldraða sem hafa lagt mikið til þess góða árangurs sem íslenskt samfélag hefur náð á liðnum áratugum,“ sagði Bjarni og nefndi hann einkum uppbyggingu  hjúkrunarheimila í því samhengi.

Þá hafi á síðasta ári náðst „ágæt samstaða“ á þingi um kjarabætur aldraðra og um næstu áramót muni greiðslur ellilífeyrisþega frá Tryggingastofnun nema 300 þúsund krónum á mánuði. „En við vitum þó að enn er þó verk að vinna. Ríkisstjórnin hefur sett í forgang að lyfta skerðingarþakinu vegna atvinnutekna á kjörtímabilinu,“ sagði Bjarni.

Gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði

„Þótt okkur Íslendingum hafi um margt gengið vel að stjórna málum okkar á undanförnum áratugum og árangur náðst á mikilvægum sviðum, er gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði okkur fjötur um fót. Við stöndum þar nálægum þjóðum langt að baki,“ sagði Bjarni er hann vék máli sínu að vinnumarkaðsmálum og þeim áskorunum sem framundan eru í kjaraviðræðum.

„Á síðustu árum hafa launahækkanir náð nýjum hæðum en samspil ýmissa þátta hefur enn sem komið er komið í veg fyrir að sá árangur tapaðist á verðbólgubáli,“ sagði Bjarni.

„Vinnumarkaðslíkanið er í raun ónýtt“

Í nágrannalöndunum sé það grundvallaratriði í kjaraviðræðum að sammælast um hve mikið laun geti hækkað án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika að sögn Bjarna. Önnur sé staðan aftur á móti hér á landi.

„Enginn vísir er að slíku samkomulagi hér á landi eftir að það er orðin sérstök íþrótt að tala niður SALEK samkomulagið og lýsa yfir andláti þess,“ sagði Bjarni.

„Vinnumarkaðslíkanið á Íslandi er í raun ónýtt. Þetta eru stór orð. En hver getur mótmælt þessu þegar hver höndin er uppi á móti annarri, jafnvel í upphafi samningalotu. Það er engin samvinna til staðar og skipulagið tilviljanakennt og breytilegt frá einum kjaraviðræðum til þeirra næstu,“ sagði Bjarni og bætti við að leit að sökudólgum væri ekki vænleg til árangurs.

Nær að líta til kaupmáttar en skattbyrði

Þá vakti Bjarni máls á nýlegri skýrslu um skattbyrði launafólks en niðurstað skýrslunnar var sú að skattbyrði hafi aukist, einkum hjá þeim tekjulægstu. „Þetta kann að vera rétt en breytir ekki því að annað sjónarhorn segir miklu meiri sögu.  Við mælum framfarir og lífskjarasókn mun betur með því að horfa á þróun ráðstöfunartekna en skattbyrði,“ sagði Bjarni.

„Klisjan um vaxandi ójöfnuð lifir góðu lífi í umræðunni. Staðreyndin er þó sú að engin þjóð mælist með meiri launajöfnuð en Ísland samkvæmt árlegri úttekt OECD á jöfnuði meðal þjóða,“ bætti hann við. Sú „klisja“ standist ekki skoðun að sögn Bjarna.

Framþróun og breytingar í menntamálum

„Sökum örrar þróunar á rannsóknum og tækni er nú stundum talað um fjórðu iðnbyltinguna,“ sagði Bjarni. Segir hann mikilvægt að Íslendingar fylgist grannt með þeirri þróun svo samfélagið geti aðlagast fyrirsjáanlegum breytinum, einkum á vinnumarkaði.

„Framþróun og breytingar í menntamálum verða miklar á komandi árum. Hér skiptir öllu að Alþingi og stjórnvöld varði leiðina, sýni raunverulegt þor við að endurskoða menntakerfið og skapa með því nauðsynleg tækifæri fyrir þessar komandi kynslóðir í nýjum veruleika,“ sagði Bjarni.

Þær breytingar sem væntanlegar séu muni ekki síður varða starfsfólk á vinnumarkaði en á komandi árum muni  starfsfólk á ýmsum sviðum þurfa að bæta við þekkingu sína í takt við breytta tíma. „Hér reynir mikið á stjórnvöld, á atvinnulífið, verkalýðshreyfinguna og menntakerfið. Þessi þróun er og verður mikil áskorun sem við verðum að rísa undir og leggja til tíma, kraft og fjármuni,“ sagði Bjarni.

Þá sló Bjarni botninn í ræðuna með því að minnast á 100 ára fullveldisafmæli Íslands á næsta ári. „Við ætlum að sækja fram og um leið búa í haginn fyrir framtíðina - grípa tækifærin sem hún ber í skauti sér, með viðlíka hætti og þeir sem í upphafi lögðu grunninn að fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á vernandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörði heiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

14:07 Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig. Meira »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Nýkomið fullt af spennandi vöru
NÝKOMIÐ - fullt af spennandi vöru MATILDA - F-J skálar á kr. 7.990,- CATE - DD-J...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...