„Ætlum að sækja fram og um leið búa í haginn“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld. mbl.is/Eggert

„Í augum umheimsins er Ísland fyrirmyndarsamfélag þar sem efnahagsleg velferð er mikil, gæðunum jafnar skipt en annars staðar og jafnrétti og umbyrðarlyndi ríkir,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra undir lok stefnuræðu sinnar sem hann flutti á alþingi nú í kvöld.

Bjarni fór víða í ræðu sinni og vék máli sínu meðal annars að heilbrigðismálum, kjaramálum og málefnum aldraðra. Þá boðið Bjarni breytingar á menntakerfinu á komandi árum auk þess sem hann vakti máls á veikleikum á vinnumarkaði, efnahagsmálum og hugsanlegum sóknarfærum til framtíðar.

Flestir þættir leggist með Íslandi

„Engin leið er að koma í veg fyrir sveiflur í náttúrunni, óstöðugleika í alþjóðamálum, versnandi viðskiptakjör eða aðrar utanaðkomandi aðstæður.  Við getum einungis þakkað fyrir að eins og sakir standa leggjast flestir þættir með okkur,“ sagði Bjarni um leið og hann vakti máls á þeim árangri sem náðst hafi á undanförnum árum að eigin sögn.

Svigrúm í ríkisfjármálum síðustu ár hafa meðal annars verið nýtt til að greiða upp skuldir ríkissjóðs að því er fram kom í máli Bjarna auk þess sem útgjöld til velferðarmála hafi verið aukin.

„Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 400 milljarða á síðustu þremur árum auk þess sem greitt hefur verið inn á lífeyrisskuldbindingar,“ sagði Bjarni og bætti við að á næstu árum verði útgjöld til verðferðamála aukin enn frekar. „Það verður hins vegar að hafa þolinmæði til að byggja innviðina upp í samræmi við efni og aðstæður hverju sinni,“ sagði Bjarni.

„Ágæt samstaða“ um kjarabaráttu aldraðra

Fagnaði Bjarni því sérstaklega að fyrsta skóflustungan að nýjum meðferðarkjarna nýs Landspítala verði tekin í vor en sagði hann þó ljóst að meira þurfi til. „Góð heilbrigðisþjónusta og jafnt aðgengi allra landsmanna er leiðarljós þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni.

„Við þurfum að huga að uppbyggingu á þjónustu við aldraða sem hafa lagt mikið til þess góða árangurs sem íslenskt samfélag hefur náð á liðnum áratugum,“ sagði Bjarni og nefndi hann einkum uppbyggingu  hjúkrunarheimila í því samhengi.

Þá hafi á síðasta ári náðst „ágæt samstaða“ á þingi um kjarabætur aldraðra og um næstu áramót muni greiðslur ellilífeyrisþega frá Tryggingastofnun nema 300 þúsund krónum á mánuði. „En við vitum þó að enn er þó verk að vinna. Ríkisstjórnin hefur sett í forgang að lyfta skerðingarþakinu vegna atvinnutekna á kjörtímabilinu,“ sagði Bjarni.

Gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði

„Þótt okkur Íslendingum hafi um margt gengið vel að stjórna málum okkar á undanförnum áratugum og árangur náðst á mikilvægum sviðum, er gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði okkur fjötur um fót. Við stöndum þar nálægum þjóðum langt að baki,“ sagði Bjarni er hann vék máli sínu að vinnumarkaðsmálum og þeim áskorunum sem framundan eru í kjaraviðræðum.

„Á síðustu árum hafa launahækkanir náð nýjum hæðum en samspil ýmissa þátta hefur enn sem komið er komið í veg fyrir að sá árangur tapaðist á verðbólgubáli,“ sagði Bjarni.

„Vinnumarkaðslíkanið er í raun ónýtt“

Í nágrannalöndunum sé það grundvallaratriði í kjaraviðræðum að sammælast um hve mikið laun geti hækkað án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika að sögn Bjarna. Önnur sé staðan aftur á móti hér á landi.

„Enginn vísir er að slíku samkomulagi hér á landi eftir að það er orðin sérstök íþrótt að tala niður SALEK samkomulagið og lýsa yfir andláti þess,“ sagði Bjarni.

„Vinnumarkaðslíkanið á Íslandi er í raun ónýtt. Þetta eru stór orð. En hver getur mótmælt þessu þegar hver höndin er uppi á móti annarri, jafnvel í upphafi samningalotu. Það er engin samvinna til staðar og skipulagið tilviljanakennt og breytilegt frá einum kjaraviðræðum til þeirra næstu,“ sagði Bjarni og bætti við að leit að sökudólgum væri ekki vænleg til árangurs.

Nær að líta til kaupmáttar en skattbyrði

Þá vakti Bjarni máls á nýlegri skýrslu um skattbyrði launafólks en niðurstað skýrslunnar var sú að skattbyrði hafi aukist, einkum hjá þeim tekjulægstu. „Þetta kann að vera rétt en breytir ekki því að annað sjónarhorn segir miklu meiri sögu.  Við mælum framfarir og lífskjarasókn mun betur með því að horfa á þróun ráðstöfunartekna en skattbyrði,“ sagði Bjarni.

„Klisjan um vaxandi ójöfnuð lifir góðu lífi í umræðunni. Staðreyndin er þó sú að engin þjóð mælist með meiri launajöfnuð en Ísland samkvæmt árlegri úttekt OECD á jöfnuði meðal þjóða,“ bætti hann við. Sú „klisja“ standist ekki skoðun að sögn Bjarna.

Framþróun og breytingar í menntamálum

„Sökum örrar þróunar á rannsóknum og tækni er nú stundum talað um fjórðu iðnbyltinguna,“ sagði Bjarni. Segir hann mikilvægt að Íslendingar fylgist grannt með þeirri þróun svo samfélagið geti aðlagast fyrirsjáanlegum breytinum, einkum á vinnumarkaði.

„Framþróun og breytingar í menntamálum verða miklar á komandi árum. Hér skiptir öllu að Alþingi og stjórnvöld varði leiðina, sýni raunverulegt þor við að endurskoða menntakerfið og skapa með því nauðsynleg tækifæri fyrir þessar komandi kynslóðir í nýjum veruleika,“ sagði Bjarni.

Þær breytingar sem væntanlegar séu muni ekki síður varða starfsfólk á vinnumarkaði en á komandi árum muni  starfsfólk á ýmsum sviðum þurfa að bæta við þekkingu sína í takt við breytta tíma. „Hér reynir mikið á stjórnvöld, á atvinnulífið, verkalýðshreyfinguna og menntakerfið. Þessi þróun er og verður mikil áskorun sem við verðum að rísa undir og leggja til tíma, kraft og fjármuni,“ sagði Bjarni.

Þá sló Bjarni botninn í ræðuna með því að minnast á 100 ára fullveldisafmæli Íslands á næsta ári. „Við ætlum að sækja fram og um leið búa í haginn fyrir framtíðina - grípa tækifærin sem hún ber í skauti sér, með viðlíka hætti og þeir sem í upphafi lögðu grunninn að fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslandsdvölin tók óvænta stefnu

14:11 Spánverjinn Carlos Sanchis Collado hefur frá því í byrjun september ferðast hringinn í kringum landið í hjólastól sem er bæði handknúinn og rafmagnsknúinn. Bróðir Carlos slóst með í för en þeir komust hins vegar í hann krappann í Skaftafelli í vikunni þar sem framhjól á stóli Carlos brotnaði. Meira »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna í sakarkostnað. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Sjónvarpsskenkur til sölu Vel me
Sjónvarpsskenkur til sölu Vel með farinn og vandaður. Verð 10 þús. eða tilboð. U...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í 203 Kópavogi. 32m2 með...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...