Nálgunarbann gagnvart barnsmóður staðfest

Maðurinn má ekki nálgast konuna með neinum hætti, en þetta ...
Maðurinn má ekki nálgast konuna með neinum hætti, en þetta er í annað sinn sem hann sætir nálgunarbanni gagnvart henni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni allt til 22. janúar næstkomandi. Maðurinn má ekki koma í námunda við heimili konunnar á því svæði sem afmarkast við lóðamörk fjölbýlishúss sem hún býr í. Jafnframt er lagt bann við því að hann veiti henni eftirför, nálgist hana á almannafæri, hringi í heima-, vinnu- eða farsíma hennar, sendi henni tölvupóst eða setji sig í samband við hana beint á annan hátt.

Er þetta í annað sinn sem manninum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en í fyrra skiptið braut hann gegn banninu sex sinnum á tveggja vikna tímabili. Var hann sakfelldur fyrir þau brot og gert að sæta fangelsi í 18 mánuði en fullnustu 17 mánaða refsingar var frestað í tvö ár.

Í úrskurði héraðsdóms segir að brotaþoli og kærði hafi verið í sambúð og eigi saman tvö ung börn. „Við skoðun í dagbók lögreglu megi sjá að lögregla hafi reglulega undanfarin ár, haft afskipti af kærða og kæranda vegna ágreinings þeirra í millum sem m.a. hafi leitt til þess að kærandi hefur verið beitt ofbeldi,“ segir í úrskurðinum. Um er að ræða húsbrot, eignaspjöll á heimili brotaþola og líkamsárás gagnvart henni, en eftir síðastnefnda brotið var maðurinn úrskurður í nálgunarbann gagnvart konunni í fyrra skiptið.

Reyndi að sættast í kjölfar nálgunarbanns 

Konan gaf skýrslu hjá lögreglu í lok ágúst þar sem hún skýrði frá því að í kjölfar þess nálgunarbanns hefði hún reynt að sættast við manninn þar sem hann hefði verið að taka sig á. Hann hefði farið í meðferð en ekki klárað hana. Samskipti þeirra hafi gengið vel í fyrstu en þau hafi svo farið versnandi vegna ástands ákærða. Konan taldi að hann væri aftur farinn að neyta fíkniefna og í kjölfarið tjáði hún honum að hann fengi ekki að hitta börnin í slíku ástandi og hætti samskiptum við hann.

Hún hafi hins vegar, í samráði við aðra barnsmóður ákærða, ákveðið að leyfa honum að hitta börnin að þeim viðstöddum. Þann sama dag hringdi hann í hina barnsmóðurina og kallaði brotaþola „hóru og druslu auk þess sem hann hefði hótað að drepa brotaþola ef hann fengi ekki að hitta börnin.“ Upptaka liggur fyrir af samtalinu og þar heyrist maðurinn meðal annars segja að ef konan „komi ekki með drengina ætli hann að stúta henni, hann langi að berja hana, hann langi að drepa hana og hann muni einn daginn ,,snappa“ aftur á hana. Jafnframt heyrist hann segja að hann hafi tekið brotaþola hálstaki vegna þess að hún hafi sagt við hann að hann ætti ekki börnin.“

Maðurinn setti sig einnig í samband við konuna með smáskilaboðum, hringdi í hana og hótaði að taka eigið líf ef hann fengi ekki að hitta syni sína. Það væri þá á hennar ábyrgð.

Handtekinn á heimili barnsmóðurinnar

Þann 6. september síðastliðinn kom maðurinn svo á heimili konunnar og óskaði hún eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Fór lögreglustjórinn á Suðurnesjum í kjölfarið fram á að héraðsdómur staðfesti ákvörðun um nálgunarbann.

Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn neiti sakargiftum og kveðst hann bara hafa viljað hitta strákana sína. Þó hann hafi hótað barnsmóður sinni myndi hann aldrei gera henni mein. Hann segist vera með þráhyggjuröskun sem sé erfiður sjúkdómur en hann taki inn lyf vegna hans.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur hættu á að maðurinn muni brjóta aftur gegn brotaþola verði nálgunarbanni ekki beitt. Verndarhagsmunir séu taldir standa til þess að tryggja konunni þann rétt að geta hafst við á heimili sínu og geta verið óhult gagnvart yfirvofandi ófriði af hálfu ákærða. Ekki var talið að unnt væri að vernda friðhelgi hennar með vægari hætti eins og sakir standa. Héraðsdómur staðfesti úrskurð lögreglustjóra og nú hefur Hæstiréttur staðfest þann úrskurð.

mbl.is

Innlent »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Kjötsúpa kl. 19 og samkoma kl. 20 í Kr...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...