Ræddu afsögn ráðherranna

Nichole Leigh Mosty.
Nichole Leigh Mosty. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórnarmenn Bjartrar framtíðar, sem hugnaðist ekki framlögð tillaga um að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar á fimmtudagskvöld, lögðu til að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vikju úr ríkisstjórninni í því augnamiði að halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Þetta segir Nicole Leigh Mosty, þingmaður flokksins, en hún greiddi sjálf atkvæði með tillögunni. „Það voru sjónarmið um að Bjarni og Sigríður vikju frá og svo komu líka upp sjónarmið um að við hægðum aðeins á, tækjum okkur meiri tíma í að ræða þessa ákvörðun og ræddum aðrar leiðir,“ segir Nichole í Morgunblaðinu í dag.

87% fundarmanna samþykktu að slíta stjórnarsamstarfinu, en fundinn sóttu alls um 50 manns. Sex greiddu atkvæði gegn tillögunni og einn greiddi ekki atkvæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert