Vísbendingar um nokkurt launaskrið

Mikill uppgangur og spenna var á vinnumarkaði í sumar og …
Mikill uppgangur og spenna var á vinnumarkaði í sumar og atvinnurekendur hafa þurft að flytja inn starfsfólk mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær.

Seinustu kjarasamningsbundnu launahækkanirnar á vinnumarkaði voru í maí þegar almenn laun hækkuðu um 4,5%. Þess sá stað í launavísitölunni, sem hækkaði þá um 3,2% á milli mánaða en vísitalan hefur svo haldið áfram að stíga aðeins upp á við í sumar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Viðar Ingason, hagfræðingur hjá VR, á að frá því í lok maí og til ágústloka hefur launavísitalan hækkað um 1,2%. „Það sýnir áframhaldandi hækkun eftir kjarasamningshækkunina sem var í maí. Það er eitthvert launaskrið í gangi,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert