28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

Eliud Kipchoge kemur hér fyrstur í mark í Berlín í …
Eliud Kipchoge kemur hér fyrstur í mark í Berlín í morgun. AFP

Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag. Á vefnum hlaup.is kemur fram að Stefán hafi hafnað í 201. sæti keppninnar en mikil rigning var í Berlín í morgun.

Hér er hægt að sjá tíma Íslendinga í hlaupinu en margir höfðu spáð því að heimsmetið í maraþonhlaupi myndi falla. Lengi vel leit út fyrir að metið væri í hættu en síðustu tíu kílómetrana dró heldur af fremstu mönnum. 

„Eliud Kipchoge (Kenýa) og Guye Adola (Eþíópíu) hlupu nánast hlið við hlið síðustu tíu km þangað til að Kipchoge náði að slíta sig örlítið frá Adola þegar 2-3 km voru eftir. Kipchoge kom í mark á tímanum 2:03:34 og Guye Adola á 2:03:47. Það rigndi í Berlín í morgun og úrkoman hefur eflaust haft sín áhrif á keppendur en engu að síður frábærir tímar hjá fremstu mönnum. Þess má geta að heimsmetið er 2:02:57,“ segir um hlaupið á vefnum hlaup.is.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert