Líf er því miður ekki sama og líf

Eymundur Eymundsson við leiði móður sinnar, Margrétar Halldórsdóttur, í Lögmannshlíðarkirkjugarði ...
Eymundur Eymundsson við leiði móður sinnar, Margrétar Halldórsdóttur, í Lögmannshlíðarkirkjugarði á Akureyri. Honum líður sjaldnast betur en þegar hann vitjar leiði móður sinnar í garðinum en hún féll frá fyrir nákvæmlega einu ári, 24. september 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eymundur Eymundsson þjáðist frá unga aldri af miklum kvíða og síðar félagsfælni. Eftir að hann áttaði sig á því hvers kyns var, 38 ára gamall, hefur Eymundur unnið ötullega að því að aðstoða fólk með geðraskanir og sinna forvörnum.

Líf er ekki sama og líf – því miður. Líf fólks með geðraskanir er enn ekki sama og líf heilbrigðra úti í samfélaginu, segir Eymundur, fimmtugur Akureyringur, í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hann bætir við að þótt mikið hafi breyst á síðustu árum sé enn langt í land. „Maður skyldi ætla að allir gerðu sér grein fyrir því að höfuðið er hluti líkamans, en stundum virðist svo ekki vera,“ segir Eymundur. „Sjúkdómur sem á upptök inni í höfðinu og er ósýnilegur er ekki jafn viðurkenndur og aðrir. Það er mikið talað um ástandið á Landspítalanum en hér á Akureyri þarf líka að setja meiri peninga í geðdeild sjúkrahússins; hér þarf að efla starfið eins og víða annars staðar á landsbyggðinni. Það gengur ekki að fólki í sjálfsvígshættu sé vísað í burtu. Hjartveikur maður eða fótbrotinn lendir ekki í því af þeirri ástæðu að vegna fjárskorts séu deildir ekki alltaf opnar.“

Höfum bjargað mannslífum

Eymundur hefur verið áberandi í umræðu um geðraskanir undanfarin misseri. Hann stofnaði ásamt fleirum Grófina, geðverndarmiðstöð á Akureyri, haustið 2013 og segir starfið þar hafa bjargað mannslífum.

„Við þurftum ekki að finna upp hjólið. Ég starfaði áður með Hugarafli í Reykjavík og við erum með svipað módel hér. Á Akureyri voru ekki starfandi félagasamtök vegna geðsjúkdóma á þessum tíma; dagdeild geðdeildar var lokað 2009 en tveimur árum síðar hófu fagmenn og notendur þjónustunnar að hittast og Grófin varð til í framhaldi af því.“

Best væri, segir Eymundur, að hann þyrfti ekki að tala jafn mikið um geðraskanir og raun ber vitni. „Ég vildi helst að ég þyrfti ekki að segja mína sögu heldur gæti lifað lífinu eins og hver annar, en ég gekk í gegnum þetta og lifði af, sem var ekki sjálfgefið. Mér finnst nauðsynlegt að samfélagið vakni til lífsins; að meiri peningar verði settir í forvarnir og starfsemi geðdeilda. Geðraskanir eru svo langt á eftir öðrum sjúkdómum og við höfum misst svo marga að ég verð að segja frá.“

Eymundur segir forvarnir gífurlega mikilvægar og í raun spara mikið fé. „Hvað kostar mannslíf? Auðvitað kosta forvarnir, en þeim peningum er vel varið og spara mikið í framtíðinni. Það var ótrúlegt þegar í ljós kom um daginn að Hugarafl ætti að fá lægri styrk frá ríkinu en áður. Þetta er spurning um örfáar milljónir! Ráðamenn verða að kynna sér hvað þessi félagasamtök eru að gera og verða að setja meiri peninga í málaflokkinn. Það þarf að bera meiri virðingu fyrir fólki sem hefur gengið í gegnum þessa erfiðleika, hlusta betur á það og forgangsraða rétt.“

Hann segir mikla forvörn í því að fólk sem hefur glímt við geðraskanir tjái sig. Hefur til dæmis sjálfur, í félagi við fleiri, farið í alla grunnskóla á Akureyri og nágrenni síðustu ár og rætt við bæði kennara, annað starfsfólk og nemendur. Gestirnir hafa í öllum tilfellum fundið fyrir miklu þakklæti.

„Fólk sem hefur glímt við geðraskanir er vanmetinn hópur og getur nýst vel í að byggja upp samfélagið með því að miðla af reynslu sinni. Við höfum farið í 9. bekk og krakkarnir grípa vel það sem við segjum og spyrja mikið. Mér finnst að þau ættu að vinna markvisst að ýmiskonar verkefnum í kjölfarið og meiri samfella ætti að vera í þessum málum í skólakerfinu. Ekki bara að einhver komi og fari.“

Alkunna er að miklu meiri líkur eru á að börn sem líður illa verði fyrir einelti en önnur. „Þess vegna er svo mikilvægt að fræða börnin. Fæst þeirra gera sér í raun grein fyrir því hvað einelti er og best væri ef bæði gerendur og þolendur eineltis kæmu í skólana og töluðu við börnin. Það myndi skila sér og verða til þess að einhverjum sem líður illa og finnst þeir vanmáttugir gætu haldið áfram, farið í framhaldsskóla og tekist á við lífið, sem þeim þætti jafnvel óhugsandi í dag. Ég þekki það vel.“

Hann segir ungmenni mjög þakklát að sjá að þeir, sem heimsækja skólana á vegum Grófarinnar, séu bara „fólk eins og aðrir“ og að enginn þurfi að þykjast vera einhver annar en hann er til að falla í hópinn. „Með því að hjálpa ungmennum strax erum við að skapa verðmæti og hjálpa þeim til að vera þátttakendur í lífinu. Ef við hlustum á þau og hjálpum minnka líkurnar á að þau einangrist, leiti í vímuefni eða falli jafnvel fyrir eigin hendi.“

Dæmum ekki...

Margt jákvætt má segja um það sem starf sem unnið er í geðheilbrigðismálum, segir Eymundur, og einmitt mikilvægt að draga ekki einungis fram hið neikvæða. Hann nefnir Grófina, Lautina á Akureyri þar sem er athvarf fyrir fólk yfir daginn, svo og mikilvæga starfsemi Búsetudeildar bæjarins, Starfsendurhæfingu Norðurlands og Virk, auk félagasamtaka og lionsklúbba sem hafi styrkt Grófina fjárhagslega.

Eymundur segir marga sem glíma við geðraskanir leita í vímuefni og þess vegna þurfi að ráðast að rót vandans; vanlíðaninni.

„Við erum öll manneskjur með tilfinningar en stundum þurfum við hjálp til að byggja upp tilfinningarnar. Enginn ætti að þurfa að fela eigin vanlíðan; við erum búin að missa alltof marga út af slíkum feluleik, fólk sem hefur ekki treyst sér til að leita sér hjálpar vegna ótta við fordóma. Áður fyrr var geðveikt fólk bara lokað inni, en nú er þekkingin svo mikil að hægt er að hjálpa. Þar geta félagasamtök eins og Hugarafl og Grófin til dæmis gert mikið gagn, bæði fyrir þá veiku, fyrir aðstandendur og með því að sinna forvörnum.“

Ein mikilvægustu skilaboðin út í samfélagið séu þessi: „Dæmum ekki það sem við þekkjum ekki en hjálpum ef við getum, þó ekki væri nema að hlusta. Það getur gert kraftaverk.“

Innlent »

Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

16:30 Bókabæirnir austanfjalls hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir þematengdum málþingum, sem haldin eru til skiptis í bókabæjunum Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Selfoss á leikinn í ár og þemað er Kerlingabækur. Meira »

Hægt væri að setja bráðabirgðalög

16:29 Hægt væri að setja bráðabirgðalög svo Stundin og Reykjavík Media gætu borið lögbann, sem sýslumaður setti á frekari umfjöllun miðlanna, byggða á gögnum innan úr Glitni, undir dómstóla strax í upphafi næstu viku. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Meira »

Stofna starfshóp um nýjan Laugardalsvöll

15:41 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti yfir vilja sínum til að stofna starfshóp um næstu skref í uppbyggingu Laugardalsvallar. Þetta kom fram á fréttamannafundi um málefni vallarins í Laugardalnum í dag. Meira »

Áforma byggingu nýs Sjálfsbjargarhúss

15:27 Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóð Sjálfsbjargar við Hátún 12. Gerð deiliskipulags á reit Sjálfsbjargar við Hátún 12 verður grundvöllur að framtíðaruppbyggingu samtakanna á lóðinni. Meira »

77% andvíg lögbanni á fréttir fjölmiðla

15:25 Meirihluti Íslendinga, eða 77%, er andvígur lögbanni sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning fjölmiðla upp úr gögnum innan úr Glitni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Fram kemur að tæp 64% séu mjög andvíg lögbanninu og 13% frekar andvíg. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Chesterfield dóminn

15:16 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í Chesterfield málinu, máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmunssyni hefur verið ómerktur af Hæstarétti og vísað í hérað. Meira »

„Ekki búið að fara fram á lögbann“

14:52 „Það er ekkert að frétta,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, um hugsanlegt lögbann gegn breska miðlinum The Guardian. Meira »

Snýst um jafna málsmeðferð

15:10 „Málið snýst ekki um hvort Freyja geti orðið fósturforeldri eða ekki heldur snýst þetta um hvort málsmeðferðin hafi verið eins í hennar máli og öðrum þar sem ófatlaðir einstaklingar eiga í hlut,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður baráttukonunnar Freyju Haraldsdóttur. Meira »

Tveir í varðhaldi vegna amfetamínssmygls

14:47 Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu falið í bíl þeirra í Norrænu umtalsvert magn af amfetamínvökva. Efnið fannst fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Meira »

Ræða framtíð Laugardalsvallar

14:43 Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt að halda áfram undirbúningsvinnu að stækkun Laugardalsvallar.  Meira »

Forstjóri Landsvirkjunar í falsfréttum

14:31 Hörður Arnarson, forstjóri Lansdvirkjunar, kemur fyrir í falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook þar sem honum eru eignuð upplogin ummæli um að „þúsundir Íslendinga séu að segja upp störfum“ og að ríkisstjórnin hafi aldrei verið hræddari. Meira »

Vantar nauðsynlega O mínus blóð

14:09 Blóðbankinn auglýsir í dag eftir því að hann vanti nauðsynlega að fá inn tólf O mínus blóðgjafa í dag, en vöntun er á slíku blóði. Aðeins einn í þeim blóðflokki hefur komið í dag. Meira »

Loforðin lýsa vanda stjórnmálanna

13:43 „Það er sérstakur kapítuli að loforðastraumur stjórnmálaflokka þessa dagana getur falið í sér allt að 100 milljarða árleg aukin útgjöld án þess að hugað sé að fjármögnun þeirra,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins á opnum fundi SA sem fram fór í Hörpu í morgun. Meira »

Telur um embættisafglöp að ræða

11:49 „Í raun og veru er um að ræða aðför að lýðræðinu. Það er stóralvarlegt mál og ekki hægt að gera of lítið úr því,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Meira »

Ítrekað tekinn við ölvunar- og fíkniefnaakstur

11:33 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann á þrítugsaldri til að sæta fangelsi í 75 daga og svipti hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa verið ekið fjórum sinnum réttindalaus undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

„Nenni ekki að sitja undir svona bulli“

12:02 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar hann fékk svar við spurningu sinni til lögmanns Stundarinnar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. Meira »

Lögbannið verði ekki fordæmisgefandi

11:38 Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af því hversu víðtækt lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er gagnvart fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Varaformaður Gagnsæis óttast að lögbannið verði fordæmisgefandi. Meira »

Undrandi á ummælum Þorgerðar

11:13 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst hafa verið undrandi á ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á fundi um menntamál sem haldinn var í gærkvöldi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
HÁ -Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að g
HÁ-Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að gera við tölvur gegn vægu gjaldi!!! Er með ...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...