Brúarsmíði langt komin við Steinavötn

Steinavötn í Suðursveit.
Steinavötn í Suðursveit. Ljósmynd Sveinn Þórðarson

Brúarsmíði og vegagerð við Steinavötn gengur eins og í sögu og segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Suðurlandi, að þeirri vinnu verði lokið vel fyrir helgi. Fundað var um stöðuna við Steinavötn í Suðursveit í morgun.

Fram kom á fundinum að engin ófyrirséð vandamál hafi tafið verkið og leyfa menn sér að vona að ljúka megi verkinu fyrr en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki er búið að fastsetja hvenær það verður en er jafnvel talið að það verði á fimmtudag.

Ekki er heimilt að keyra yfir gömlu brúna þar sem hún er mjög illa farin og hefur hringvegurinn því verið lokaður í tæpa viku. Oddur segir að í gærkvöldi hafi um 70 manns farið fótgangandi yfir brúna en hún er opin allan sólarhringinn fyrir gangandi umferð. Unnið er að því að bæta lýsinguna þar í öryggisskyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert