Ný brú í vikulokin

Svona var staðan í Suðursveit í gær. Flutningabílar komu á …
Svona var staðan í Suðursveit í gær. Flutningabílar komu á staðinn með efni sem þurfti í nýja brú og vel gekk. Ljósmynd/Sveinn Þórðarson

Vegagerðarmenn sem nú vinna að byggingu bráðabirgðabrúar yfir Steinavötn í Suðursveit vænta þess að hún geti orðið tilbúin strax á fimmtudag eða í síðasta lagi fyrir helgina.

Rífandi gangur hefur verið í framkvæmdum og Sveinn Þórðarson, verkstjóri í brúarvinnuflokki Vegagerðarinnar, bjóst við því að undir lok vinnudags í gær yrði búið að leggja stálbita á helming brúarhaftsins, þar sem fimm stöplar hafa verið reknir niður. Forsmíðaðar einingar með gólfi brúarinnar eru svo lagðar ofan á bitana sem eru alls sjö.

Tuttugu karlar vinna nú við brúarsmíðina en þeir mættu á staðinn á föstudag og hófust þá þegar handa. Vinnudagurinn hefst klukkan sjö á morgnana og verið er að fram til klukkan ellefu á kvöldin, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert