Fagna umræðu en óviss um framkvæmd

Sjálfstæðismenn leggja til hverfaskipta borgarstjórn.
Sjálfstæðismenn leggja til hverfaskipta borgarstjórn. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Fyrir mér snýst pólitík um almannahagsmuni. Við eigum að gæta jafnræðis við alla borgarbúa, hvort sem þeir búa á Kjalarnesi eða í 107. En erum við að fara að mismuna fólki um að bjóða sig fram af því það býr á tilteknu svæði? Mér leikur forvitni á að vita hvernig Kjartan ætlar að útfæra þetta.“

Þetta segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og forseti borgarstjórnar, um tillögu sem Kjartan Magnússon hyggst flytja fyrir hönd Sjálfstæðismanna í borgarstjórn í dag. Hún felur í sér að fyrirkomulag kosninga verði endurskoðað með það að markmiði að binda kjör borgarfulltrúa við ákveðin hverfi. Borginni verði skipt upp í kjörhverfi og hvert þeirra hefði einn borgarfulltrúa.

Líf segir að borgarfulltrúar ættu að hugsa meira um lýðræðislega aðkomu íbúa að stjórn borgarinnar. „Þessi tillaga hans Kjartans leysir það ekkert sérstaklega. Og það er pínu forræðishyggja í henni ef ég á að vera alveg hreinskilin. Fólk getur flutt á kjörtímabilinu. Og hvað, ef þú ert kosinn sem fulltrúi Árbæjar og flytur síðan á Kjalarnesið, missirðu þá kjörgengi þitt?“ spyr hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert