Ný nefnd um verðlagsnefnd búvara

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristrún M. Frostadóttir hagfræðingur er nýr formaður verðlagsnefndar búvara. Verðlagsnefndin er skipuð sjö einstaklingum og skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann nefndarinnar. 

Samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Samkvæmt lögum féll það því í hlut velferðarráðherra að tilnefna þessa tvo fulltrúa. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins

Verðlagsnefnd búvara er þannig skipuð:

  • Kristrún M. Frostadóttir, skipuð af ráðherra
  • Arnar Árnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
  • Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
  • Rögnvaldur Ólafsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
  • Jóhanna Hreinsdóttir, tilnefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
  • Þórólfur Geir Matthíasson, tilnefndur af velferðarráðuneytinu
  • Dóra Sif Tynes, tilnefnd af velferðarráðuneytinu

Einnig hefur ráðherra tilnefnt Októ Einarsson sem fulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur sem áheyrnarfulltrúa í nefndina og skal hann hafa tillögurétt.

Fyrrverandi Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson er ekki ánægður með skipan Þórólfs Matthíassonar. Hann er tilnefndur af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra. Hann tjáði sig fyrr í dag á Facebook-síðu sinni.  


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert