Sjálfsrækt og betri meðbróðir

Fremstir eru frá vinstri Jóhann Bogason, Atli Ingvarsson og Grétar ...
Fremstir eru frá vinstri Jóhann Bogason, Atli Ingvarsson og Grétar Árnason, stórforseti drúída á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Reglustarfið hefur gefið mér heilmikið. Markmið þess er að verða betri maður, til dæmis með því að kynnast nýju fólki og öðlast þannig skilning á menningu sem er ólík okkar,“ segir Atli Ingvarsson, heiðursforseti Drúídareglunnar á Íslandi.

Í síðustu viku opnuðu drúídar á Íslandi nýtt félagsheimili sitt í Þarabakka í Reykjavík. Þar eru rúmgóð salarkynni eins og þurfti en alls 150 bræður eiga aðild að stúkunni og taka þátt í starfi hennar. Þá er Birgittustúkan Eyrarrós, sem byggist á sama grunni og drúídar, með aðsetur á sama stað.

Launhelgar og góðar dyggðir

Fyrsta drúídaregla heimsins var stofnuð í Lundúnum árið 1781. Á þeim tíma einkenndist breskt þjóðlíf af ólgu og átökum um hugmyndir og stefnu. Nokkrir félagar stofnuðu því reglu sem skyldi vera griðastaður frá átökum samtímans – og stefnan bróðurkærleikur, hjálpsemi og dyggðir. Fyrirmynd þessa alls var sótt til keltneskra manna sem sagðir voru hafa þekkingu og vita sitthvað um launhelgar mannlífsins og góðar dyggðir.

Fyrsta drúídastúkan í Noregi, Nordstjernen í Ósló, var stofnuð 1935. Frá Noregi kom reglan til Íslands árið 1996 þegar stúkan Janus var stofnuð. Sú og þrjár til viðbótar eiga svo aðild að Ísafold, íslensku stórstúkunni, en tengsl og samskipti eru á milli hennar og ríkisreglunnar norsku.

„Reglan og starfið innan hennar er miklu meira en hefðbundið félagslíf. Efst á blaði er auðvitað að starfa samkvæmt hugsjónum og markmiðum, leggja rækt við sjálfan sig til að verða betri meðbróðir og tileinka sér þekkingu sem hefur gildi til lengri tíma,“ segir Atli sem gekk til liðs við drúída fyrir fimmtán árum. Síðan þá hefur hann unnið sig upp í starfinu og er nú á 7. þrepi hennar, sem stundum er kallað riddaragráða.

Nefna ekki pólitík og trúmál

Fundir drúída eru lokaðir og allt sem þar er gert og sagt er trúnaðarmál samkvæmt þeirri þagnarskyldu sem reglubræður undirgangast. Þá gilda formfastar reglur um starfið og framgöngu bræðra á fundum sem eru haldnir á tveggja vikna fresti og skiptast í þrennt. Þeir hefjast með formlegum fundi í sal snemma kvölds, en eftir það er sameiginleg máltíð. Eftir matinn er svo frjálslegur eftirfundur þar sem stundum eru haldin erindi um áhugaverð málefni.

„Smátt og smátt fjölgar í reglunni. Gangurinn á því er yfirleitt sá að við bjóðum mönnum að kynnast starfseminni og hafi þeir áhuga á inngöngu skila þeir meðmælum tveggja bræðra og komast þá yfirleitt í hópinn. Þess eru líka dæmi að menn óski að vera með og þá skoðum við slíkt með opnum huga. Og það ber margt á góma á stúkufundum. Þó er skilyrði að ræða aldrei pólitík eða trúmál. Það efni sundrar fólki en sameinar ekki – en sameining og friðarboðskapur er einmitt inntak og markmið starfs drúída og í reglustarfi almennt,“ segir Atli Ingvarsson.

Allir jafnir

Í stúkum drúída eru menn úr ýmsum þjóðfélagshópum og á öllum aldri. Á vef reglunnar segir að bræður bindist sterkum böndum og styðji hver annan. Vinátta, friður, öryggi, hjálpsemi, réttlæti og bróðurkærleikur séu lýsandi fyrir það andrúmsloft sem einkennir starf drúída. Þeir eru ekki leynifélag en sumt í starfinu er þó leynilegt. Félagsskapurinn er góður og í reglunni eru allir jafnir.

Innlent »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki og sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

Í gær, 21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Í gær, 20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Í gær, 20:36 Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað.  Meira »

Hef gaman af því að grúska

Í gær, 20:17 Ólafur Ragnarsson hefur haldið úti bloggsíðu um íslensk kaupskip síðan 2009. Á síðunni, Fragtskip Óla Ragg, sem finna má á slóðinni www.fragtskip.123.is, er að finna hafsjó af fróðleik. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

Í gær, 20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Rafmagnslaust í Kópavogi

Í gær, 20:16 Rafmagn fór af stórum hluta Kópavogs, m.a. á Kársnessvæðinu um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er um bilun í háspennulínu að ræða. Meira »

Síldarlýsi út á salatið?

Í gær, 19:58 Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Meira »

Uppáhalds er undirspilið

Í gær, 19:45 „Stemningin var frábær. Fólk kunni lögin, söng með og fór að dansa og dilla sér. Þetta gerist ekki betra,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Nú um helgina var á Hótel Grímsborgum, sem er fyrir austan fjall, fyrsta skemmtunin í tónleikaröðinni Uppáhalds, þar sem flutt eru nokkur af lögum Gunnars sem Þorsteinn Eggertsson hefur gert texta við. Meira »

Allar þjóðlendur á einu korti

Í gær, 19:35 „Þetta eru gögn sem við höfum safnað héðan og þaðan,“ segir Daði Björnsson, landfræðingur hjá Loftmyndum, um nýja þekju sem bætt hefur verið við kort fyrirtækisins á vefnum map.is. Þar má í fyrsta sinn sjá á einum stað upplýsingar um þjóðlendur landsins. Skotveiðimenn fagna kortinu. Meira »

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Í gær, 19:10 Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Meira »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

Í gær, 18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

Í gær, 18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

Í gær, 18:50 Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

Í gær, 18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

Í gær, 18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...