Sjálfsrækt og betri meðbróðir

Fremstir eru frá vinstri Jóhann Bogason, Atli Ingvarsson og Grétar ...
Fremstir eru frá vinstri Jóhann Bogason, Atli Ingvarsson og Grétar Árnason, stórforseti drúída á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Reglustarfið hefur gefið mér heilmikið. Markmið þess er að verða betri maður, til dæmis með því að kynnast nýju fólki og öðlast þannig skilning á menningu sem er ólík okkar,“ segir Atli Ingvarsson, heiðursforseti Drúídareglunnar á Íslandi.

Í síðustu viku opnuðu drúídar á Íslandi nýtt félagsheimili sitt í Þarabakka í Reykjavík. Þar eru rúmgóð salarkynni eins og þurfti en alls 150 bræður eiga aðild að stúkunni og taka þátt í starfi hennar. Þá er Birgittustúkan Eyrarrós, sem byggist á sama grunni og drúídar, með aðsetur á sama stað.

Launhelgar og góðar dyggðir

Fyrsta drúídaregla heimsins var stofnuð í Lundúnum árið 1781. Á þeim tíma einkenndist breskt þjóðlíf af ólgu og átökum um hugmyndir og stefnu. Nokkrir félagar stofnuðu því reglu sem skyldi vera griðastaður frá átökum samtímans – og stefnan bróðurkærleikur, hjálpsemi og dyggðir. Fyrirmynd þessa alls var sótt til keltneskra manna sem sagðir voru hafa þekkingu og vita sitthvað um launhelgar mannlífsins og góðar dyggðir.

Fyrsta drúídastúkan í Noregi, Nordstjernen í Ósló, var stofnuð 1935. Frá Noregi kom reglan til Íslands árið 1996 þegar stúkan Janus var stofnuð. Sú og þrjár til viðbótar eiga svo aðild að Ísafold, íslensku stórstúkunni, en tengsl og samskipti eru á milli hennar og ríkisreglunnar norsku.

„Reglan og starfið innan hennar er miklu meira en hefðbundið félagslíf. Efst á blaði er auðvitað að starfa samkvæmt hugsjónum og markmiðum, leggja rækt við sjálfan sig til að verða betri meðbróðir og tileinka sér þekkingu sem hefur gildi til lengri tíma,“ segir Atli sem gekk til liðs við drúída fyrir fimmtán árum. Síðan þá hefur hann unnið sig upp í starfinu og er nú á 7. þrepi hennar, sem stundum er kallað riddaragráða.

Nefna ekki pólitík og trúmál

Fundir drúída eru lokaðir og allt sem þar er gert og sagt er trúnaðarmál samkvæmt þeirri þagnarskyldu sem reglubræður undirgangast. Þá gilda formfastar reglur um starfið og framgöngu bræðra á fundum sem eru haldnir á tveggja vikna fresti og skiptast í þrennt. Þeir hefjast með formlegum fundi í sal snemma kvölds, en eftir það er sameiginleg máltíð. Eftir matinn er svo frjálslegur eftirfundur þar sem stundum eru haldin erindi um áhugaverð málefni.

„Smátt og smátt fjölgar í reglunni. Gangurinn á því er yfirleitt sá að við bjóðum mönnum að kynnast starfseminni og hafi þeir áhuga á inngöngu skila þeir meðmælum tveggja bræðra og komast þá yfirleitt í hópinn. Þess eru líka dæmi að menn óski að vera með og þá skoðum við slíkt með opnum huga. Og það ber margt á góma á stúkufundum. Þó er skilyrði að ræða aldrei pólitík eða trúmál. Það efni sundrar fólki en sameinar ekki – en sameining og friðarboðskapur er einmitt inntak og markmið starfs drúída og í reglustarfi almennt,“ segir Atli Ingvarsson.

Allir jafnir

Í stúkum drúída eru menn úr ýmsum þjóðfélagshópum og á öllum aldri. Á vef reglunnar segir að bræður bindist sterkum böndum og styðji hver annan. Vinátta, friður, öryggi, hjálpsemi, réttlæti og bróðurkærleikur séu lýsandi fyrir það andrúmsloft sem einkennir starf drúída. Þeir eru ekki leynifélag en sumt í starfinu er þó leynilegt. Félagsskapurinn er góður og í reglunni eru allir jafnir.

Innlent »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Metnaður til að bæta kjör hóflegur

Í gær, 22:18 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi.“ Meira »

Gerum skynsemi almenna

Í gær, 22:20 Gerum skynsemi almenna og breytum fyrri vinnubrögðum og viðhorfum. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Píratar séu oft taldir róttækir og það ýmist talið þeim til skammar eða tekna. Meira »

Steingrímur er íhaldsmaður

Í gær, 22:07 Áframhaldandi áhersla á að setja heilbrigðismálin í forsæti er góðs viti. Það sé líka góð vísbending um að Vinstri grænum sé alvara með heilbrigðismálin að flokkurinn hafi tekið að sér þennan óvinsæla ráðherra stól. Þetta sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Meira »

Hver króna skilar sér áttfalt til baka

Í gær, 21:50 Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. Meira »

Gleymst hafi að kynna landsmönnum hersetu

Í gær, 21:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, byrjaði sína ræðu á að tala um það góða nafn sem Íslendingar hafa skapað sér vegna afstöðu til jafnréttis kynjanna, umhverfismála, málefna Norðurslóða, loftslagsmála, réttindamálum samkynhneigðra og þegar kemur að sjálfstæðisbaráttu ríkja. Meira »

Leiði björgunarleiðangur íslensks samfélags

Í gær, 21:47 „Við teljum að innviðir samfélagsins séu orðnir svo veikir að veruleg hætta stafi af. Þess vegna erum við hér,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Rangt sé að ný stjórn sé ekki að stuðla að kerfisbreytingum. Meira »

Baneitraður kokteill skattalækkana

Í gær, 21:42 Það er á tímum góðæris sem stærstu efnahagsmistök stjórnvalda eru gerð. Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðu sinni. Stefna stjórnarinnar í ríkisfjármálum gangi þvert gegn öllum varnaðarorðum og boðið sé upp á baneitraðan kokteil skattalækkana og útgjaldaaukningar. Meira »

Íþyngjandi frelsistakmarkanir á íslandi

Í gær, 21:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði hversu vel Íslendingum vegnaði og sagði lífskjör vera með því besta sem gerðist í heiminum. „En þrátt fyrir góða stöðu og jákvæðar horfur, er ekki þar með sagt að á Íslandi sé ekkert sem megi bæta, breyta eða lagfæra.“ Meira »

Stjórnarmyndunarviðræðurnar Hungurleikar

Í gær, 20:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar kvaðst stolt yfir því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. „Það er ekki bara töff heldur er hún mannkostamanneskja sem vonandi tekst að taka utan um, ekki bara stjórnarflokkana heldur samfélagið allt,“ sagði hún. Meira »

Jöfnu tækifærin aðeins fyrir suma

Í gær, 21:26 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, flutti sína fyrstu ræðu í ræðustól Alþingis og var þakklát fyrir það tækifæri sem kjósendur veittu henni. Hún sagði margt gott og kjarnmikið í nýjum stjórnarsáttmála, en allt of fátt sem hönd væri á festandi. Meira »

Ekki afgirt virki þar sem allt er bannað

Í gær, 21:06 Markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 hefur þegar vakið athygli utan landsteinana. Þetta sagði umhverfisráðherra á Alþingi í kvöld. Einstakt tækifæri skapist þegar andstæð öfl í pólitík mætist við ríkisstjórnarborðið og þess vegna hafi hann ákveðið að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Meira »

Nýtt þing ára­mót stjórn­mála­manna

Í gær, 20:56 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, sagði nýtt þing eins og áramót stjórnmálamanna og væntingar fyrir nýja ríkisstjórn miklar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...