Einhyrningur heldur á nýjar slóðir

Einyrningur.
Einyrningur. Ljósmynd/Erla Þórey

Þau Erla og Bjarni veltu lengi fyrir sér hvað þau ættu að gera við hrútinn sinn og fyrirbærið Einhyrning sem vakti heimsathygli í vor. Fólk hafði ýmsar hugmyndir um það, en nú hafa þau ákveðið að gefa hrútinn á uppboð sem haldið verður á uppskeruhátíð í Skaftárhreppi í nóvember. Ágóðinn fer í gott málefni innan sveitar.

Einhyrningur hefur haft það harla gott síðan hann var síðast í fjölmiðlum, engin stórtíðindi í lífi hans og ég gleymi stundum alveg hvað hann er frægur. Hann kemur vel undan sumri og fór meira að segja á hrútasýningu um daginn, hann fékk að fara með hinum hrútunum til gamans, en hann var ekki dæmdur. Fólki leist bara ágætlega á hann, en flestir höfðu þó séð hann áður, enda innansveitarfólk á sýningunni,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir, bóndi í Hraunkoti í Landbroti og eigandi hins sérstaka hrúts, Einhyrnings.

Hann komst í heimsfréttirnar síðastliðið vor þegar sagt var frá honum hér á þessum síðum. Fyrir sitt einstaka útlit, með horn sín samvaxin sem eitt stórt upp úr höfði, rataði hann á ekki ómerkari miðla en BBC, Daily Mail, News Week og Machable, sem og í mexíkóska og þýska fjölmiðla.

Mun hornið vaxa inn í bakið?

Erla segir að fólk hafi stungið upp á því í framhaldi frægðarinnar að þau létu Einhyrning vinna fyrir sér með því að selja ferðamönnum aðgang að honum, til að fá að berja fyrirbærið augum.

„Nei, við gerðum það ekki. Við leyfðum honum að lifa sínu hversdagslega lífi, hann var hér í heimahögum í sumar með hinum fullorðnu hrútunum. En Einhyrningur samlagaðist hrútahópnum ekki mjög vel, hann var þó nokkuð einn. Ég veit ekki hvort hann hefur verið skilinn út undan, kannski af því hann er öðruvísi, eða hvort hann hefur hreinlega kosið einveruna sjálfur af einhverjum ástæðum. Hann er því þó nokkur eintrjáningur en hann náði að ergja okkur svolítið í sumar, hann reyndist vera girðingafantur og var að stelast þó nokkuð í túnin. Hann fór þar sem hann vildi fara, lét ekki girðingar stoppa sig til að komast úr úthaganum inn á ræktuð tún.“

Erla segir börnin sín þrjú ekki hafa lagt sig neitt sérstaklega eftir því að spekja Einhyrning, ekkert meira en aðrar kindur. Hann sé því ekki gæfur úti í haga, en rólyndisskepna þegar hann er inni í fjárhúsi.

Þegar Erla er spurð að því hvernig Einhyrningi hafi gengið að halda holdum, því hann var nokkuð rýr í vor, þá segir hún hann vera blómlegan og að honum virðist líða vel, hornið sé honum ekki til trafala á nokkurn hátt.

„Hornið hefur auðvitað vaxið heilmikið og börnin mín hafa þó nokkrar áhyggjur af því að það muni á endanum vaxa inn í bakið á honum, því það sveigist aftur og niður.“

Einhyrningur hefur verið listafólki innblástur

Erla segir að hinir og þessir hafi komið fram með ýmsar hugmyndir í vor um hvað ætti að gera við Einhyrning. Einhverjir stungu upp á að hann yrði fluttur í Húsdýragarðinn í Reykjavík, en það kom ekki til greina því það er stranglega bannað að flytja sauðfé frá heimahögum hrútsins til höfuðborgarinnar. Þar fyrir utan fellur það ekki að stefnu Húsdýragarðsins að hafa sérkennileg dýr eins og Einhyrning til sýnis.

„Fólk hafði líka samband við mig sem langaði að bjarga Einhyrningi frá dauða, þetta var vegan-fólk sem langaði að stofna garð eða einhverskonar friðarstað, en þau þekktu ekki vel til reglugerða og vissu ekki af sauðfjárveikivörnum sem banna að sauðfé sé flutt lifandi á milli varnarhólfa, svo það var kannski sjálfhætt með hugmyndina. Ég hef í það minnsta ekkert heyrt frá þeim aftur. Ég gerði þeim líka grein fyrir að þau þyrftu að sjá Einhyrningi fyrir fóðri, það þyrfti að heyja að sumri eða kaupa hey til að eiga yfir veturinn til að gefa skepnunni,“ segir Erla og bætir við að Einhyrningur hafi líka verið listafólki innblástur, listakona norður á Akureyri fékk leyfi til að nota hann sem fyrirmynd í skúlptúr.

Annar Einhyrningur kom í heiminn í sömu sveit

Þau hjónin í Hraunkoti, Erla og Bjarni, hafa velt heilmikið fyrir sér hvað þau ættu að gera við Einhyrning, og loksins komist að niðurstöðu.

„Við erum búin að ákveða framtíð hans. Við höfum ákveðið að gefa hann á uppboð sem er alltaf haldið hérna í Skaftárhreppi í tengslum við árlega uppskeruhátíð í byrjun nóvember. Í tengslum við uppskeruhátíðina eru margir viðburðir í sveitarfélaginu. Ágóðinn af uppboðinu fer svo í gott málefni hér innan sveitar.

Er þetta ekki bara góður endir á þessu Einhyrningsævintýri?“ spyr Erla og hlær. En ævintýrið heldur kannski áfram annars staðar, því Erla segir að síðastliðið vor hafi fæðst í sveitinni annar hrútur með samvaxin horn, rétt eins og Einhyrningur þeirra. „Það var á bænum Kirkjubæjarklaustri II, og vissulega ástæða til að velta fyrir sér hvernig á því standi að tveir svona hrútar fæðist með stuttu millibili í sömu sveit. Kannski er einhver skyldleiki með fénu, að það beri í sér gen sem valdi þessum samvexti hornanna? Hver veit.“

mbl.is

Innlent »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...