Yfirbyggður völlur raunhæfur á 2-3 árum

Ísland leikur fleiri þýðingarmikla landsleiki á komandi árum. Ný deild ...
Ísland leikur fleiri þýðingarmikla landsleiki á komandi árum. Ný deild er handan við hornið. Eggert Jóhannesson

Raunhæft er að byggja nýjan Laugardalsvöll á tveimur til þremur árum eftir að ákvörðun þar um hefur verið tekin. Þetta er mat Péturs Marteinssonar, verkefnastjóra hjá Borgarbrag, og Guðna Bergssonar, formanns Knattspyrnusambands Íslands. Þeir segja raunhæft að yfirbyggður fjölnota leikvangur geti orðið rekstrareining sem stendur undir sér.

Pétur er verkefnastjóri félagsins Borgarbragur, sem teiknað hefur upp fyrir KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkið, þrjár mögulegar sviðsmyndir þegar kemur að framtíð Laugardalsvallar. Fyrsta sviðsmyndin er að Laugardalsvöllur fengi andlitslyftingu, önnur sviðsmyndin að byggður yrði knattspyrnuvöllur með stúku allan hringinn en sú þriðja að byggður yrði yfirbyggður fjölnota leikvangur, sem hýst gæti stóra tónleika, ráðstefnur og sýningar, auk þess að vera heimavöllur landsliða Íslands í knattspyrnu.

Að sögn Péturs var málið á góðum skriði áður en til tíðinda dró í pólitíkinni. „Áður en þessi ríkisstjórn sprakk var búið að kynna þetta fyrir KSÍ, borginni, ráðherrum og formönnum flokkanna,“ segir Pétur í samtali við mbl.is. Nú sé engin ríkisstjórn starfandi sem hafi umboð til ákvarðana af þessum toga.  Málið sé því stopp fram yfir kosningar.

Fleiri stórleikir á Íslandi

Íslendingar, sem tryggðu sér sæti á HM í knattspyrnu um helgina, hefja þátttöku í nýrri Þjóðadeild UEFA á næsta ári, sem er fyrirkomulag sem leysir þýðingarlitla vináttulandsleiki af hólmi. Ísland er, eins og Morgunblaðið greindi frá í dag, í efsta styrkleikaflokki af fjórum. Það þýðir að liðið mun að lágmarki leika tvo til þrjá heimaleiki við sterkustu þjóðir Evrópu, í þeirri deild. Dregið verður í riðla í janúar en sigurvegarar hverrar deildar munu sæti á EM. Það verður því mikið í húfi þegar þessir leikir fara fram og líklegt að ásókn verði mikil. Jafnan hafa miðar á heimaleiki Íslands selst upp á örfáum mínútum, undanfarin misseri.

Fyrstu leikirnir verða leiknir september, október og nóvember á næsta ári en deildin verður líka spiluð í mars. Guðni segir í samtali við mbl.is að vegna bágborinnar aðstöðu á Laugardalsvelli gæti til þess komið að færa þyrfti einhverja heimaleiki Íslands út fyrir landsteinanna. „Það er auðvitað staða sem enginn kærir sig um. Við verðum að gera eitthvað,“ segir hann. Tími sé kominn til að endurbyggja Laugardalsvöll.

Pétur, sem hefur unnið að málinu í tvö ár, segir að ríki og borg hafi tekið mjög jákvætt í þær hugmyndir sem Borgarbragur hefur unnið að. „Það hefur verið jákvæður andi yfir þessum viðræðum. Ég held að allir sjái að þetta sé skynsamlegt, það sem við höfum verið að kynna. Mikilvægast af öllu er að það er ekki í boði að taka enga ákvörðun. Völlurinn er ólöglegur og  að þarf að eyða peningum til að gera hann löglegan.“ Hann nefnir að svo hefði allt eins geta farið að Ísland hefði þurft að spila umspilsleik á Laugardalsvelli í nóvember. Völlurinn sé ekki upphitaður og veðrið hefði getað skapað mikil vandræði.

Færri komast jafnan að en vilja á heimaleiki karlalandsliðs Íslands ...
Færri komast jafnan að en vilja á heimaleiki karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sviðsmyndirnar þrjár

Fyrsta og ódýrasta sviðsmyndin sem Pétur og félagar hafa teiknað upp og kynnt er að Laugardalsvöllur, í núverandi mynd, fái andlitslyftingu. Þá yrði búningsaðstaða meðal annars bætt og salernisaðstaða sömuleiðis, bæði fyrir fatlaða og ófatlaða. Nýtt dren yrði lagt í völlinn og hiti lagður undir hann auk þess sem skipt yrði um gras. Þessar framkvæmdir myndu að sögn Péturs kosta nokkur hundruð milljónir króna.

Næsta sviðsmynd felst í því að byggja upp knattspyrnuleikvang, með stúkum hringinn, sem myndi aðeins nýtast til knattspyrnuviðburða. Í þeirri sviðsmynd er gert ráð fyrir allnokkru fjölgun sæta en völlurinn í dag tekur tæplega 10 þúsund manns í sæti. Önnur aðstaða yrði bætt, frá því sem nú er.

Þriðja sviðsmyndin felst í því að byggja fjölnota leikvang sem væri með opnanlegu þaki. Pétur segir að þar væri kannski verið að tala um allt að tvöföldun í sætafjölda. „Það er búið að gera rekstraráætlanir og grófar kostnaðaráætlanir fyrir allar þessar sviðsmyndir,“ segir Pétur sem vill þó ekki gefa upp tölur í því sambandi fyrr en hagsmunaðilar hafi tekið ákvörðun. Hann leggur áherslu á að þeir hafi leitað erlendrar fagþekkingar við þá vinnu sem unnin hafi verið af hendi. Leitað hafi verið til „reynslubolta“ í þessum fræðum. Bæði verkfræðistofur hér á Íslandi og í útlöndum hafi komið að málum en alls hafi á bilinu 500-600 blaðsíður af efni verið skrifaðar. Sviðsmyndirnar þrjár séu unnar upp úr því efni en vinna liggi á bak við hverja einustu tölu sem þar birtist.

Pétur Marteinsson hefur unnið að hugmyndum um stækkun Laugardalsvallar í ...
Pétur Marteinsson hefur unnið að hugmyndum um stækkun Laugardalsvallar í tvö ár. mbl.is/Ómar

Framkvæmdatíminn

Spurður innan hvaða tímaramma raunhæft væri að taka nýjan yfirbyggðan knattspyrnuleikvang í notkun segir Pétur að bygging á slíkum velli gæti tekið 18 mánuði til tvö ár, eftir að öll hönnun sé klár. Raunhæft sé að miða við tvö til þrjú ár, þegar allt er talið. Framkvæmdatíminn ráðist þó af því hvort völlurinn verði byggður upp á þann hátt að hægt sé að leika á honum á framkvæmdatímanum eða ekki.

Hann segir að mikil vinna sé að baki og að henni hafi verið mjög faglega staðið. „Þetta myndi styrkja knattspyrnuhreyfinguna í heild og það yrði sómi að,“ segir Pétur um uppbyggingu nýs knattspyrnuvallar.

Ein hliðin fullbyggð

Knattspyrnufélagið Vålerenga í Noregi tók nýverið í notkun nýjan 18 þúsund manna knattspyrnuvöll. Kostnaðurinn var um 9 milljarðar króna. Pétur vill ekki gefa upp hvað áætlað sé að sviðsmyndirnar þrjár gætu kostað en bendir í því samhengi á að litið sé svo á að ein hliðin á Laugardalsvelli sé fullbyggð, en vesturstúkan á Laugardalsvelli var tekin í notkun 2007. Hún tekur 6.300 manns í sæti. Þá flestir innviðir til staðar, og vísar til þeirrar aðstöðu sem KSÍ hefur. „Það er vel hægt að fara skynsama leið í þessu.“

U2 eða Beyonce?

Á Guðna Bergssyni má heyra að yfirbyggður fjölnotavöllur hugnast KSÍ. Hann nefnir sem dæmi að þar gætu farið fram tónleikar með heimsþekktum listamönnum á borð við U2 og Beyonce, auk þess sem völurinn gæti hýst stórar sýningar og allra stærstu ráðstefnur með „glæsibrag“.

Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Ljósmynd/KSÍ

Guðni segir að við núverandi aðstöðu verði ekki unað, enda sé ekkert skjól að hafa á vellinum, fyrir veðri og vindum. Fyrirhugaðir leikir seint á haustin og snemma á vorin á komandi árum kalli enn frekar á framkvæmdir. „Við þurfum að geta leikið á heimavelli í mars og nóvember. Við erum undir ákveðinni tímapressu og vonandi verður hægt að taka ákvörðun um þetta sem fyrst.“ Hann segir að um samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, ríkisins og KSÍ væri að ræða.

Hreyfingin greiðir á annan milljarð

Aðspurður segir Guðni að hann hafi viðrað hugmyndir um endurbyggingu vallarins bæði við Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) en að skýrari línur þurfi að liggja fyrir áður en hann leggur þyngri áherslu á slíkar viðræður. Hann segir að Ísland njóti sérstöðu vegna veðurfars og fámennis auk þess sem árangur landsliða Íslands geti ekki skemmt fyrir. Hann áréttar þó að reglur um stuðning af þessu tagi, frá knattspyrnusamböndunum, lúti lögmálum gagnsæis og hlutlægni. Á honum má heyra að hann er nokkuð bjartsýnn á að hægt verði að sækja stuðning til FIFA eða UEFA.

Guðni segir að yfirbyggður þjóðarleikvangur gæti orðið hagstæður í rekstri og bendir á að afleiddar tekjur fyrir ríkisvaldið, vegna stórra tónleika og annarra viðburða sem slíkur völlur gæti hýst, gætu orðið þó nokkrar. Hann bendir líka á að knattspyrnuhreyfingin, sem stærsta íþróttagreinin á Íslandi, greiði á annan milljarð í skatta og gjöld til hins opinbera. Þannig skapi knattspyrnan tekjur fyrir ríkið án þess að ríkið láti mikið fé af hendi rakna til knattspyrnunnar. Yfirbyggður völlur væri til þess fallinn að auka þau umsvif sem knattspyrnan skilar til þjóðarbúsins í formi afleiddra tekna.

mbl.is

Innlent »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

05:30 Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Sala á kindakjöti eykst um 8,5%

05:30 Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einnig aukist á alifuglakjöti og nautgripakjöti en sala á svínakjöti dregist saman. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
VW POLO
TIL SÖLU ÞESSI FALLEGI VW POLO COMFORTLINE ÁRGERÐ 2011. BÍLLINN ER MEÐ 1400 VÉL ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...