Hrafnista og Grund stefna ríkinu vegna vangoldinnar leigu

Hjúkrunarheimilið Grund hefur ásamt fleiri heimilum stefnt ríkinu vegna vangoldinnar ...
Hjúkrunarheimilið Grund hefur ásamt fleiri heimilum stefnt ríkinu vegna vangoldinnar leigu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Grund hjúkrunarheimili í Reykjavík, dvalar og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði, Hrafnistuheimili Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði hafa stefnt ríkinu vegna vangoldinnar leigu fyrir afnot af húsnæði heimilanna. 

Í fréttatilkynningu frá Grund og Hrafnistuheimilunum segir að búið sé að birta Óttari Proppé heilbrigðisráðherra stefnu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins.

Á heimilunum sé veitt sérhæfð þjónusta við umönnun aldraðra sem íslenska ríkinu beri lögum samkvæmt að veita, en sem það hefur falið heimilunum að inna af hendi fyrir sína hönd.

Vakin er athygli á því að bygging Hrafnistuheimilanna hafi verið fjármögnuð með sjálfboðavinnu og fjáröflun og að Grund og Ás hafi verið rekin með greiðsluþátttöku íbúa allt þar til að ríkið tók yfir málaflokkinn á níunda áratug síðustu aldar.

Kröfu um afnotagjöld ávallt hafnað

 „Á þeim sama tíma hóf ríkið að ákveða einhliða hvaða öldruðu einstaklingar uppfylltu skilyrði til búsetu á hjúkrunarheimilum landsins,“ segir í fréttatilkynningu Hrafnistu. Heimilin hafi þá farið að fá  daggjöld frá ríkinu. „Þrátt fyrir þessa einhliða breytingu af hálfu ríkisvaldsins hefur ríkið ávallt hafnað því að greiða Hrafnistu endurgjald fyrir að leggja ríkinu til húsnæði undir rekstur hjúkrunarheimila í Reykjavík og Hafnarfirði. Í stefnunni er því krafist eðlilegs gjalds fyrir afnotin.“ Í fréttatilkynningu Grundar og Ás er lögð fram samskonar krafa.

Benda heimilin á að ríkið greiði fjölmörgum aðilum sérstakt gjald fyrir afnot af húsnæði hjúkrunarheimila sambærileg þeim heimilin leggi ríkinu til. „Dæmi um það eru hjúkrunarheimili sem sveitarfélög hafa byggt og fjármagnað á undanförnum árum, en ríkið greiðir þeim gjald fyrir afnot af húsnæðinu. Þá hefur ríkið einnig gert sambærilega samninga við einkaaðila, t.d. eigendur Sóltúns í Reykjavík þar sem ríkið greiðir sérstakt mánaðarlegt daggjald fyrir afnot sín af húsnæðinu,“ segir í tilkynningu Grundar og Áss.

Vekja Hrafnistuheimilin, Grund og Ás athygli á að þetta mánaðarlega daggjald hafi þeim aldrei staðið til boða „þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um“.

Ríkið nýti sér húsnæði heimilanna án þess að greiða krónu fyrir afnot sín af húsnæðinu á sama tíma og það greiðir fyrir afnot sín af húsnæði t.d. Markar hjúkrunarheimilis, sem Grund hefur rekið um sjö ára skeið.  Er það mat heimilanna að þessi staðreynd „feli í sér alvarlega og ólögmæta mismunun sem nauðsynlegt er að fá skorið úr fyrir dómstólum“.

Þrautalending að hætta núverandi starfsemi

Ríkið hafi heldur ekki greitt fyrir viðhald heimilanna þó að það krefjist mikils viðhalds og eftirlits að viðhalda gæðum þess og tryggja öryggi íbúa í samræmi við lög, reglur og önnur skilgreind viðmið sem ríkið setur. Þess í stað geti heimilin sótt um styrki úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Framlag sjóðsins til viðhaldsverkefna hafi þó aldrei numið nema 15% til 40% af kostnaði, en restina hafi heimilin þurft að fjármagna með lántöku.

Ekki verði unað við óbreytt ástand og því nauðsynlegt að fá úr málinu skorið fyrir dómstólum þó að heimilin harmi vissulega að málið sé komið í þennan farveg.

„Takist ekki að semja um greiðslu fyrir afnotin eða fallist dómstóllinn ekki málavexti [Hrafnistu, Grundar og Ás] gæti þrautarlendingin orðið sú að hætta núverandi rekstri hjúkrunarrýma í húsnæðinu og hefja þar aðra starfsemi í þágu aldraðra, t.d. með því að breyta húsnæðinu í leiguíbúðir. Verði málalokin þau mun ríkið þurfa að finna annað húsnæði til afnota fyrir þá starfsemi.“

Húsnæðisþáttur slíkrar þjónustu mun alltaf verða á kostnað ríkisins. Hjúkrunarrými á Grund og í Ási  séu um 300 talsins. Hjúkrunarrými  á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði séu um 400 talsins, eða 15% hjúkrunarrýma á öllu landinu og „kostnaður við að reisa 400 ný hjúkrunarrými yrði ekki undir 12 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu Hrafnistu.

mbl.is

Innlent »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

Í gær, 18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

Í gær, 18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

Í gær, 18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stimplar
...
Stálfelgur
Til sölu stálfelgur á Toyota Auris, Corolla 07- Avensis 09- ofl svartar með kopp...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...