Aðþrengd sveit tekst á við virkjunaráform

Um næstu áramót verður eina grunnskóla Árneshrepps, Finnbogastaðaskóla, lokað.
Um næstu áramót verður eina grunnskóla Árneshrepps, Finnbogastaðaskóla, lokað. mbl.is/Golli

Hvalárvirkjun, sem áformað er að reisa í stærstu óbyggðu víðernum Vestfjarða, myndi auka raforkuöryggi Vestfjarða að ákveðnu leyti en ekki tryggja það. Hún myndi engu máli skipta hvað varðar aðkallandi hringtengingu rafmagns í fjórðungnum, að minnsta kosti fyrst í stað. Engin heilsárstörf myndu skapast í Árneshreppi með byggingu virkjunarinnar. Fasteignagjöld sveitarfélagsins yrðu á bilinu 20-30 milljónir króna á ári. Á móti myndu framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækka að einhverju leyti.

Virkjunin er fyrirhuguð langt frá meginflutningskerfinu og hefur af þeim sökum ekki þótt arðbær kostur. Nú er hins vegar til skoðunar að koma upp nýju tengivirki við Ísafjarðardjúp og flytja rafmagnið í loftlínu inn á Vesturlínu í Reykhólasveit. Fleiri virkjanir eru nú fyrirhugaðar við Djúp. „Þannig að þetta er ekki lengur spurning fyrir okkur að tengja eina virkjun heldur nokkrar inn á kerfið,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, um kostnaðinn sem yrði að hluta greiddur af Landsneti og að hluta af framkvæmdaaðila, VesturVerki.

Ítarlega er fjallað um fyrirhugaða Hvalárvirkjun og möguleg áhrif hennar ...
Ítarlega er fjallað um fyrirhugaða Hvalárvirkjun og möguleg áhrif hennar á samfélagið í Árneshreppi í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

 Landsvirkjun skoðar Austurgilsvirkjun

Ein þessara virkjanahugmynda er Austurgilsvirkjun sem Landsvirkjun skoðar nú aðkomu sína að. Lagt hefur verið til að hún fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. „Þarna yrði farið inn á svæði sem ekki hefur áður verið virkjað og því yrðu umhverfisáhrifin umtalsverð,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

VesturVerk hefur boðist til að taka þátt í samfélagsverkefnum í Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins, verði af virkjuninni. Verkefnin tengjast langþráðri innviðauppbyggingu, m.a. lagningu þriggja fasa rafmagns. Orkubú Vestfjarða hefur síðustu ár lagt slíka rafstrengi í jörð í hreppnum og áformar að því verkefni ljúki fyrir 2030, alveg óháð Hvalárvirkjun.

Rafmagnið úr Hvalárvirkjun yrði ekki nýtt til að knýja kísilver eða aðra stóriðju, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sem á meirihlutann í VesturVerki. Virkjunin myndi framleiða meira rafmagn en notað er í dag á Vestfjörðum og yrði því bróðurpartur þess fluttur út af svæðinu. Ásgeir hefur trú á því að innan fárra áratuga yrði það hins vegar allt nýtt innan fjórðungsins.

Eins og „óargadýr“

Í fyrra fluttu tíu manns úr Árneshreppi, þar af tvær barnafjölskyldur. Nú eru þar aðeins 46 með lögheimili og verður grunnskólanum lokað um áramót. „Virkjunaráformin koma eins og óargadýr inn í samfélagið á meðan þetta er allt að gerast,“ segir Elín Agla Briem, kennari í Finnbogastaðaskóla. Guðlaugur Ágústsson bóndi vonast til þess að virkjunin hefði jákvæð áhrif á samfélagið. „Það er ekkert betra í boði.“

Landvernd hefur lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á svæðinu sem nú stendur til að virkja. Slíkt þyrfti ekki að taka langan tíma og myndi skapa nokkur heilsárstörf og sumarstörf að auki.

Standa ber vörð um óbyggð víðerni samkvæmt náttúruverndarlögum. Fossarnir og sum vatnanna á Ófeigsfjarðarheiði njóta einnig sérstakrar verndar og skal þeim ekki raskað nema brýna nauðsyn beri til.

Það er sveitarstjórnar Árneshrepps að svara því hvort hún sé fyrir hendi.

Ítarlega er fjallað um fyrirhugaða Hvalárvirkjun í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Í dag og á morgun mun auk þess birtast á mbl.is fjöldi viðtala við viðmælendur sem rætt er við í blaðinu.

Innlent »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Ákærðir fyrir brot á lögum um náttúruvernd

Í gær, 21:14 Þrír menn hafa verið ákærðir af embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fyrir að hafa í fyrra brotið gegn lögum um náttúruvernd og auglýsingu um friðland á Hornströndum með því að hafa laugardaginn 28. Maí í fyrra komið í friðlandið og dvalið þar í vikutíma án þess að tilkynna Umhverfisstofnun um ferðalag sitt. Meira »

Nýr ketill hefur myndast í Öræfajökli

Í gær, 21:14 Nýr sigketill, um einn kílómetri í þvermál, hefur myndast í öskjunni í Öræfajökli síðastliðna viku. Þetta sýna nýlegar gervihnattamyndir af jöklinum. Þá náði flugstjóri í farþegaflugi einnig ljósmyndum í dag og sendi Veðurstofunni. Meira »

Annað og meira en reynsla og kjöt

Í gær, 20:26 Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Hún segir biðina eiga sér margar hliðar, bjartar og dimmar. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

Í gær, 19:51 Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Flugeldasala og gistiskýli fari ekki saman

Í gær, 19:20 Eigendur fyrirtækja í byggingu við Bíldshöfða 18 í Reykjavík krefjast þess að sýslumaður leggi lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu, en til stendur að hýsa þar 70 hælisleitendur. Telja eigendur fyrirtækjanna meðal annars að eignir þeirra kunni að rýrna. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Í gær, 18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

Í gær, 18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

Í gær, 17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

Í gær, 17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

Í gær, 18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

Í gær, 17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

Í gær, 17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
Tek að mér húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald o.fl. fyrir jólin. Uppl. í síma 847 8704 mannin...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
 
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...