Mátturinn eða dýrðin

Ólíkir kraftar togast á um íslenska náttúru, eina mestu auðlind Íslands. Styrkur þeirra allra hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Horfur eru á aukinni raforkuþörf, náttúruvernd hefur fengið byr í seglin og ferðaþjónustan, sem byggir að miklu leyti á aðdráttarfli hinnar óspilltu náttúru, blómstrar sem aldrei fyrr. Íslendingar standa nú að mörgu leyti á tímamótum í uppbyggingu stóriðju. Og þá vaknar spurningin: Þarf að virkja meira í bráð?

Sunna Ósk tilnefnd til Fjölmiðlaverðlauna

12.9.2018 Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður mbl.is, er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir greinaflokkinn Mátturinn eða dýrðin sem birtist á mbl.is og í Morgunblaðinu í október í fyrra. Meira »

Sunna Ósk verðlaunuð fyrir umfjöllun ársins

3.3.2018 Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á ritstjórn mbl.is, hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins á blaðamannaverðlaununum sem voru veitt við hátíðlega athöfn við Hörpu í dag. Meira »

Hamskipti í farvatninu

16.10.2017 Hugmyndir að fjölmörgum virkjunum af ýmsum stærðum og gerðum eru á teikniborðinu víðsvegar um landið á sama tíma og við stöndum mögulega á þröskuldi byltingar í aðferðum við að afla og dreifa orku. Meira »

Varasamt að „blóðmjólka“ auðlindir

16.10.2017 „Hún var byggð alltof hratt og án fullnægjandi rannsókna á sínum tíma,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavikur, um Hellisheiðarvirkjun. „Það er meðal þeirra verkefna sem við höfum síðan þurft að vinna úr og árangurinn lofar nú mjög góðu.“ Meira »

Þjóðgarður í stað Hvalárvirkjunar

16.10.2017 Kúvending hefur orðið í umræðunni um stóriðju á Íslandi í kjölfar vandræða við rekstur kísilvers United Silicon í Helguvík að mati Guðmundar Inga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landverndar. „Eitt mál, þar sem heilsu fólks er ógnað, getur gjörbreytt afstöðu fólksins.“ Meira »

Uppbygging stóriðju var svar við ákalli

16.10.2017 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur að andstaða við frekari uppbyggingu kísilvera og annarrar stóriðju hafi aukist nokkuð hér á landi síðustu vikur í kjölfar rekstrarerfiðleika kísilvers United Silicon í Helguvík. Hins vegar sé erfitt að meta hvort hún vari til lengdar. Meira »

Ósnortin víðerni ein mesta auðlind þjóðarinnar

16.10.2017 Skilningur á gildi óbyggðra víðerna í útivist Íslendinga hefur verið að aukast hratt síðustu ár, segir Páll Eysteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. „Ósnortin víðerni og óspillt náttúra er ein mesta auðlind þjóðarinnar og við þurfum að varðveita hana til framtíðar.” Meira »

„Virkjanalæti“ óþörf

16.10.2017 „Allur fólksbílafloti Íslands myndi taka svona 3% af öllu rafmagninu sem hér er framleitt. Það er nú ekki meira en það,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Meira »

Hvalárvirkjun myndi ekki knýja kísilver

16.10.2017 „Já, vötnin stækka. Já, rennsli í fossum mun minnka. Ég tel þessi umhverfisáhrif ásættanleg fyrir þann ávinning sem er í húfi fyrir samfélagið.“ Þetta segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku um umhverfisáhrif fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar í óbyggðum víðernum Vestfjarða. Meira »

„Eigum að spyrna sterkt við fótum“

16.10.2017 „Af hverju ættum við, þessi fámenna þjóð, að byggja stærsta kísilver í heimi og svo enn stærra kísilver sem verður þá það langstærsta í heimi nánast ofan í byggð?“ spyr Andri Snær Magnason sem hefur í um tvo áratugi barist gegn stóriðju á Íslandi Meira »

Myndin sem ýtti umræðunni af stað

15.10.2017 Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson hafði verið varaður við hörkunni sem getur einkennt umræðuna um virkjanaframkvæmdir. Hann hefur til dæmis verið kallaður „athyglissjúki læknirinn að sunnan“ allt frá því hann birti mynd af sér við Rjúkandafoss á Facebook. Meira »

„Engin glóra“ í Hvalárvirkjun

15.10.2017 „Ég er algjörlega mótfallinn þessari virkjanahugmynd. Og verð sífellt ákveðnari í því að þetta sé ekki farsæl lausn fyrir þetta samfélag og ekki fjórðunginn heldur.“ Þetta segir Valgeir Benediktsson, sem býr í Árneshreppi á Ströndum. Þar á hann við Hvalárvirkjun sem fyrirtækið Vesturverk áformar að reisa í Ófeigsfirði. Meira »

Marga þyrstir í heiðarvötnin blá

14.10.2017 Vötnin á Ófeigsfjarðarheiði eru kristaltær og líkjast helst djúpbláum augum í landinu. Hreinleikinn og yfir 300 metra fallhæð vatnsins gera svæðið eftirsóknarvert til virkjunar en af sömu ástæðu er umhverfið ákjósanlegt til útivistar. Þá er það sérstætt á margan hátt og verndargildið því mikið. Meira »

Snerist hugur um Hvalárvirkjun

14.10.2017 Ingólfur Benediktsson, bóndi í Árneshreppi og varaoddviti, var fyrir nokkrum árum hlynntur fyrirhugaðri Hvalárvirkjun. En eftir að málin hófu að skýrast fyrir nokkrum misserum fór hann að afla sér margvíslegra og viðamikilla upplýsinga um verkefnið. Í kjölfarið komst hann að annarri niðurstöðu. Meira »

Eins og óargadýr inn í samfélag í sárum

14.10.2017 Í fyrra fluttu þrjár fjölskyldur, þeirra á meðal yngstu bændurnir, frá Árneshreppi á Ströndum, minnsta sveitarfélagi landsins. Á þessum viðkvæma tímapunkti í samfélagi sem hefur í áratugi barist fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu hefst umræða um fyrirhugaða Hvalárvirkjun af krafti. Meira »

Ekki eitt einasta gljúfur verður sprengt

14.10.2017 „Það er stundum eins og margir haldi að við séum ekki með fullu viti hérna fyrir norðan, að aðrir þurfi að annast okkar mál og hafa vit fyrir okkur,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti í Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. Eva og fjórir aðrir hreppsnefndarmenn munu taka ákvörðun um hvort af Hvalárvirkjun verði. Meira »

„Þetta fólk þjáist af athyglissýki“

14.10.2017 „Ég get einfaldlega ekki séð að þetta sé nokkur eyðilegging,“ segir Pétur Guðmundsson, landeigandi í Ófeigsfirði, um fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. Virkjunin yrði reist í stærstu óbyggðu víðernum Vestfjarða. Pétur samdi um vatnsréttindin við VesturVerk fyrir mörgum árum. Meira »

„Það er ekkert betra í boði“

14.10.2017 Guðlaugur Ágústsson, bóndi í Steinstúni, segir að best væri ef rafmagnið úr fyrirhugaðri Hvalárvirkjun yrði nýtt innan Vestfjarða til að efla þar atvinnulíf. Í hans huga skiptir máli hver verður kaupandi rafmagnsins. Meira »

Þar sem vegurinn endar ... ekki lengur

14.10.2017 Í tillögum að breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps og deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun, sem er í auglýsingaferli til 16. október, er gert ráð fyrir vinnuvegum um fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar. Vegirnir yrðu lagðir áður en framkvæmdaleyfi fyrir virkjun yrði gefið út. Meira »

Aðþrengd sveit tekst á við virkjunaráform

14.10.2017 Hvalárvirkjun, sem áformað er að reisa í stærstu óbyggðu víðernum Vestfjarða, myndi auka raforkuöryggi Vestfjarða að ákveðnu leyti en ekki tryggja það. Hún myndi engu máli skipta hvað varðar aðkallandi hringtengingu rafmagns í fjórðungnum, að minnsta kosti fyrst í stað. Meira »

„Nú förum við og virkjum“

14.10.2017 Andstaða við fyrirhugaða Hvalárvirkjun kemur framkvæmdastjóra VesturVerks á óvart. „Verkefnið er hreinlega komið á lokametrana þegar menn fara af stað í gagnrýni sinni,“ segir hann og bendir á að virkjanakosturinn hafi farið í gegnum rammaáætlun án þess að „boffs“ hafi heyrst í Náttúruverndarsamtökum Íslands. Meira »

„Að búa hér yrði einfaldlega öðruvísi“

13.10.2017 Læknaparið Edda Pálsdóttir og Pétur Sólmar Guðjónsson hefur hug á því að setjast að á jörðinni Hamarsheiði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þau myndu endurskoða þau áform sín ef Hvammsvirkjun verður byggð í Þjórsá. Meira »

Aðeins „ágangur og ánauð“ af Hvammsvirkjun

13.10.2017 Virkjanahugmyndir í neðri hluta Þjórsár hafa hangið yfir samfélaginu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi árum saman og valdið þar ákveðnum doða að mati Önnu Maríu Flygenring, bónda í Hlíð. Hún segir baráttuþrek sveitunga sinna hafa minnkað sem sé slæmt þegar framkvæmdir á borð við Hvammsvirkjun standa fyrir dyrum. Meira »

Stefnt að virkjanaþrennu í byggð

13.10.2017 Lengsta á landsins, Þjórsá, rennur í öllu sínu veldi á flúðum meðfram bæjunum Stóra-Núpi, Fossnesi og Haga. Á þessum hluta árinnar, sem og víðar, er að finna grösugar eyjur. Nú stefnir Landsvirkjun á að virkja á þessu svæði. Með Hvammsvirkjun myndi fjölbreytt landslag við ána breytast. Meira »

Niður Þjórsár myndi hljóðna

13.10.2017 „Eitt það fallegasta sem ég veit er að vera hér við bæinn og heyra niðinn úr Þjórsá,“ segir Anna Sigríður Valdimarsdóttir sem býr að Stóra-Núpi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Með Hvammsvirkjun, sem fyrirhugað er að byggja í ánni skammt frá bænum, mun þessi niður hljóðna. Meira »

Liggur „ekkert rosalega á“ virkjun

13.10.2017 Ekkert liggur „rosalega á“ að byggja fyrirhugaða Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár, að mati oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stefnt var að því að hefja útboðsferli á þessu ári og framkvæmdir fljótlega eftir það. Meira »

Mátturinn eða dýrðin?

12.10.2017 Áratugur er nú liðinn frá því að langstærsta virkjun landsins, Kárahnjúkavirkjun, var sett í gang. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að afla rafmagns fyrir eina verksmiðju. Víðernum var fórnað við byggingu hennar og þótt ýmislegt hafi breyst í samfélaginu stendur enn til að fara svipaða leið til að fullnægja sífellt vaxandi raforkuþörf. Meira »

Kísilver hafa kúvent umræðunni

12.10.2017 Óvissa vegna reksturs og framtíðaráforma um kísilver á Íslandi getur haft áhrif á raforkumarkaðinn. Orka sem átti að fara til verkefna sem nú eru í biðstöðu eða hafa verið slegin út af borðinu gæti nú verið á lausu, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Meira »