Þar sem vegurinn endar ... ekki lengur

Malarvegir liggja um allan Árneshrepp. Nú stendur til að byggja ...
Malarvegir liggja um allan Árneshrepp. Nú stendur til að byggja upp veginn um Veiðileysuháls sem yrði veruleg samgöngubót. mbl.is/Golli

Þeir sem eiga erindi í eyðifirðina norðan Trékyllisvíkur á Ströndum fara þangað fótgangandi eða aka vegslóða sem oft er aðeins fær stærri bílum. Trékyllisvíkin er því sá staður þar sem vegurinn endar í dag, svo vísað sé til titils endurminningabókar Hrafns Jökulssonar sem var í sveit í Árneshreppi sem barn og bjó þar um hríð á fullorðinsárum.

En nú er ráðgert að byggja upp veginn inn í Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð og einnig að leggja vegi um Ófeigsfjarðarheiðina. Þá stendur til að leggja línuveg yfir heiðina og ofan í Ísafjarðardjúp. Veglagningar þessar tengjast allar fyrirhugaðri Hvalárvirkjun.

Í tillögum að breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps og deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun, sem er í auglýsingaferli til mánudagsins 16. október, er gert ráð fyrir vinnuvegum um fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar.

Samkvæmt tillögunum sem Verkís vann fyrir framkvæmdaaðilann VesturVerk er gert ráð fyrir vegum frá Ófeigsfjarðarvegi í Ófeigsfirði sunnan Hvalár að Neðra-Hvalárvatni og þaðan að Neðra-Eyvindarfjarðarvatni annars vegar og Rjúkanda hins vegar, samtals um 25 kílómetra. Um 600 metrum ofan Hvalárfoss er gert ráð fyrir að vegurinn liggi um brú yfir Hvalá. Brúin yrði einbreið stálbrú, um 22 metrar að lengd og tæplega sex metra breið í heild. Fjallað var um þessa veglagningu í mati á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar.

Upphaflega stóð til að gera einnig tillögu að endurbótum á veginum frá Melum í Trékyllisvík, um Ingólfsfjörð og inn í Ófeigsfjörð í skipulagsbreytingunum nú en nauðsynlegt verður, ef til virkjunarframkvæmdar kemur, að byggja þann veg upp vegna þungaflutninga inn á svæðið. Einnig var gert ráð fyrir að lýsa betur tilhögun virkjunar en gert er í gildandi skipulagi, svo sem nákvæmari legu mannvirkja og lóna auk þess að breyta raflínu í jarðstreng yfir í Djúp.

Friðsældin umlykur firðina og víkurnar í Árneshreppi.
Friðsældin umlykur firðina og víkurnar í Árneshreppi. mbl.is/Golli

Samkvæmt upplýsingum Vesturverks er ástæðan fyrir því að ákveðið var að skipta skipulagsbreytingunum í tvennt sú að afla þarf frekari gagna til að hægt sé að ljúka rannsóknum á svæðinu samkvæmt útgefnu rannsóknarleyfi, fyrir hönnun virkjunarinnar og gerð skipulagsins. Í áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmdinni var kallað eftir frekari rannsóknum á fornleifum, vatnalífi og á fuglum en þeim rannsóknum lauk í sumar.

Skipulagsbreytingar í sveitarfélögum eru langt og flókið ferli. Þær þarf að auglýsa opinberlega í sex vikur og afgreiða svo í sveitarstjórnum. Að því loknu þarf að leita samþykkis Skipulagsstofnunar á breytingunum.

VesturVerk telur að vegurinn frá Trékyllisvík og inn í Ófeigsfjörð sé nægilega góður til að hægt sé að nota hann til að flytja rannsóknartæki, eða þungavinnuvélar eins og það er orðað í greinargerð með skipulagstillögunni, inn á svæðið. Ekki þurfi að ráðast í uppbyggingu hans strax.

Raski haldið í lágmarki

Í greinargerð deiliskipulagsins segir um vinnuvegina um virkjunarsvæðið: „Gert er ráð fyrir að vegirnir verði 4 metra breiðir með útskotum til mætinga, malaryfirborði og almennt í um það bil 0,5 til 1 m hæð yfir flötu landi og hannaðir þannig að þeir geti borið umferð þungavinnuvéla á seinni stigum framkvæmda. Þó verður leitast við að halda vegaframkvæmdum í lágmarki á þessu stigi, þ.e. einungis þannig að nauðsynleg tæki komist að rannsóknarsvæðum. [...] Þar sem því verður viðkomið verður ekki um vegagerð að ræða, svo sem á flatlendi með góðum burði. Samhliða vegagerðinni verður hugað að frágangi svæðisins og öllu raski haldið í lágmarki. Áhersla verður einnig lögð á að raska ekki umhverfinu utan skilgreindra vinnuvega.“

Í tengslum við lagningu veganna þarf einnig að ráðast í efnisnám á svæðinu og gert er ráð fyrir staðsetningu náma í þeim tilgangi í skipulagstillögunum. Þá er ennfremur gert ráð fyrir starfsmannabúðum ofan Hvalár.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Túlkunaratriði hvort raski óbyggðum víðernum

„Þetta verður lágmarksvegagerð og eingöngu til þess gerð að koma bor til bergrannsókna og aðföngum fyrir hann þarna upp,“ segir Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmastjóri VesturVerks. Hann segir það að sínu mati túlkunaratriði hvort vinnuvegir sem þessir skerði óbyggð víðerni, eins og þau eru skilgreind í náttúruverndarlögum. Bent hafi verið á að lögin séu nokkuð óljós hvað veglagningar varðar. Í þeim segi að uppbyggðir vegir skerði óbyggð víðerni en nákvæma skilgreiningu á uppbyggðum vegi vanti hins vegar.

Verði skipulagsbreytingarnar samþykktar mun Vesturverk sækja um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningunni til hreppsnefndarinnar. Verði það samþykkt er stefnt á að hefja lagningu veganna og rannsóknir er snjóa leysir næsta vor.

Vinna við seinni breytingu á skipulagsmálunum, þar sem gert verður ráð fyrir endurbótum á veginum inn í Ófeigsfjörð, nákvæmari legu virkjunarmannvirkja og rafstrengs þaðan í Ísafjarðardjúp, hefst fljótlega.

mbl.is

Innlent »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Ákærðir fyrir brot á lögum um náttúruvernd

Í gær, 21:14 Þrír menn hafa verið ákærðir af embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fyrir að hafa í fyrra brotið gegn lögum um náttúruvernd og auglýsingu um friðland á Hornströndum með því að hafa laugardaginn 28. Maí í fyrra komið í friðlandið og dvalið þar í vikutíma án þess að tilkynna Umhverfisstofnun um ferðalag sitt. Meira »

Nýr ketill hefur myndast í Öræfajökli

Í gær, 21:14 Nýr sigketill, um einn kílómetri í þvermál, hefur myndast í öskjunni í Öræfajökli síðastliðna viku. Þetta sýna nýlegar gervihnattamyndir af jöklinum. Þá náði flugstjóri í farþegaflugi einnig ljósmyndum í dag og sendi Veðurstofunni. Meira »

Annað og meira en reynsla og kjöt

Í gær, 20:26 Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Hún segir biðina eiga sér margar hliðar, bjartar og dimmar. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

Í gær, 19:51 Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Flugeldasala og gistiskýli fari ekki saman

Í gær, 19:20 Eigendur fyrirtækja í byggingu við Bíldshöfða 18 í Reykjavík krefjast þess að sýslumaður leggi lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu, en til stendur að hýsa þar 70 hælisleitendur. Telja eigendur fyrirtækjanna meðal annars að eignir þeirra kunni að rýrna. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Í gær, 18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

Í gær, 18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

Í gær, 17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

Í gær, 17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

Í gær, 18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

Í gær, 17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

Í gær, 17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

KONUR -VANTAR YKKUR EINKABILSTJÓRA Í BÚÐARFERÐIR ?
KONUR UTAN AF LANDI SEM HAFA STUTTANN TÍMA TIL AÐ VERSLA- EG SKUTLA YKKUR OG BÍ...
Hleðslutæki fyrir Li-ion Ni-Mh-og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Þvottavél, þurrkari, uppþvottavél, ísskápur, gervihnattadiskur
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...