Mátturinn eða dýrðin?

Yfir sjö tonn af sprengiefni vorunotuð 13. mars árið 2003 ...
Yfir sjö tonn af sprengiefni vorunotuð 13. mars árið 2003 til að sprengja í gljúfrunum fyrir Kárahnjúkastíflu. mbl.is/RAX

Eftirspurn eftir raforku á Íslandi er meiri en framboðið. Rafmagnið sem hér er framleitt er vistvænt og verð þess hagstætt, þótt það sé ekki lengur það ódýrasta í heimi. Stór iðnfyrirtæki ásælast af þessum sökum orkuna og í auknum mæli þekkingarfyrirtæki. Nú er svo komið að orkuframleiðendur þurfa að vísa frá áhugasömum kaupendum, m.a. þeim sem vilja setja hér á fót gagnaver. „Við höfum oft þurft að segja nei við slíkum verkefnum,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. „Þetta er bara raunveruleikinn. Þetta er atvinnugrein sem er að reyna að vaxa á Íslandi, er með hreina starfsemi og vill hreina orku. En hún er bara ekki til.“

Uppsprettu hreinu orkunnar, sem verður sífellt dýrmætari söluvara, er að finna í íslenskri náttúru. Afl hennar er margþætt. „Hún er viðkvæm, hrikaleg, sérstök og fjölbreytileg,“ eins og segir í fræðsluhefti sem gefið var út á degi íslenskrar náttúru árið 2013. Allt þetta gerir hana eftirsótta til útivistar og ferðamennsku sem tekin er að blómstra hér á landi sem aldrei fyrr. Að sama skapi ber lögum samkvæmt að vernda hana og „tryggja eftir föngum þróun [hennar] á eigin forsendum“, eins og það er orðað í nýlegum lögum um náttúruvernd.

Ólíkir kraftar togast því á um þessa miklu auðlind Íslands. Styrkur þeirra allra hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og því „þurfum við skýra sýn og forgangsröðun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.

„Samfélagið þarf að svara því hvort það vilji meiri raforku og frekari virkjanir,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Og ef við viljum nýta orkuna þá hefur það áhrif á umhverfið, rétt eins og þegar við nýtum náttúru undir ferðamenn og landbúnað svo dæmi séu tekin.“

Í dag hef­ur göngu sína í Morg­un­blaðinu og á mbl.is greina­flokk­ur­inn Mátt­ur­inn eða dýrðin þar sem fjallað er um ólík sjón­ar­mið varðandi nýt­ingu nátt­úr­unn­ar, einn­ar mestu auðlind­ar Íslands. 

Um 80% orkunnar til nokkurra fyrirtækja

Hvergi í heiminum er raforkuvinnsla á hvern íbúa meiri en á Íslandi. Skýringuna er að finna í uppbyggingu orkufreks iðnaðar síðustu ár. Risastórt stökk var stigið í orkuframleiðslunni er langstærsta aflstöð landsins, Kárahnjúkavirkjun, var tekin í notkun fyrir réttum áratug.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Með gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar jókst samanlögð aflgeta íslenskra virkjana um tæp 40%. Hún framleiðir árlega um tvisvar sinnum meira rafmagn en Búrfell, næststærsta vatnsaflsvirkjunin. Mikill meirihluti orkunnar eða um 83-85% er enn í dag seldur einu fyrirtæki, álverksmiðjunni Fjarðaáli á Reyðarfirði.

Árið 2000 notuðu stóriðjufyrirtæki á Íslandi um 60% orkunnar. Árið 2008, eftir að Kárahnjúkavirkjun hafði verið tekin í gagnið og Fjarðaál var komið til sögunnar, var hlutfallið orðið 75%.

Og hlutfallið hefur haldið áfram að aukast. Sé litið til orkuframleiðslunnar á landinu í fyrra (18.549 gígavött, GWh) fóru rétt rúm 77% (14.334 GWh) hennar til sjö fyrirtækja, þar af sex málmverksmiðja og eins gagnavers. Sjöunda málmverksmiðjan, kísilver PCC á Bakka, mun svo innan skamms bætast í hópinn. Á næsta ári er því áætlað að stórnotendur, sem þá verða orðnir níu, noti tæplega 78% allrar þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi.

Fleiri stóriðjuverkefni voru og eru enn í farvatninu. Þau eru af þeirri stærðargráðu að virkja þarf sérstaklega til orkuöflunarinnar. Nokkur óvissa ríkir þó um framhald þeirra.

Óvissa vegna kísilvera

Ljóst er að ekkert verður af fyrirhuguðu sólarkísilveri Silicor Materials á Grundartanga, að minnsta kosti í bráð. Félagið Thorsil stefnir enn að byggingu eins stærsta kísilvers heims í Helguvík en tafir hafa orðið á því verkefni, m.a. vegna erfiðleika við fjármögnun. Samanlögð aflþörf þessara verkefna var 167 megavött (MW). Til samanburðar er afl Sigöldustöðvar Landsvirkjunar 150 MW og er hún í hópi stærstu virkjana landsins.

Að auki hefur rekstur kísilvers United Silicon í Helguvík gengið mjög brösuglega og í haust var slökkt á eina málmbræðsluofni þess. Þá höfðu íbúar í nágrenni verksmiðjunnar mánuðum saman kvartað undan óþægindum og lyktarmengun. Á næstu vikum mun skýrast hvort hún verður gangsett á ný og þá hvenær.

Í stjórnstöð Landsnets er fylgst með orkuframleiðslunni, dreifingunni og notkuninni. ...
Í stjórnstöð Landsnets er fylgst með orkuframleiðslunni, dreifingunni og notkuninni. Uppsett afl virkjana á Íslandi er 2.724 MW. Raforkuframleiðslan var 18.549 gígavattsstundir á síðasta ári. mbl.is/Golli

Allt þetta hefur áhrif á framtíðaráform orkufyrirtækjanna en mismikil þó.

Staða United Silicon og Silicor Materials hefur óveruleg bein áhrif á HS Orku þar sem fyrirtækið selur enga raforku til United Silicon og hafði aðeins gert viljayfirlýsingu um afhendingu fimm megavatta til sólarkísilversins en áformað var að Orka náttúrunnar myndi útvega raforku til starfsemi þess að mestu leyti. „En hins vegar getur þetta haft einhver áhrif á markaðinn, ef orka annarra sem átti að fara í þessi verkefni er nú á lausu,“ segir forstjóri HS Orku. Einnig gæti þessi staða haft áhrif á önnur verkefni á þessu sviði. „Það er ekki annað að sjá en að PCC haldi ótrauðir áfram með sína uppbyggingu á Húsavík en menn spyrja sig, skiljanlega, hvort þetta muni hafa áhrif á áform Thorsil um að reisa kísilver í Helguvík. Það á enn eftir að koma í ljós. Auðvitað skiptir máli hvort United Silicon heldur áfram starfsemi eða ekki. Það hefur áhrif á framboð þeirrar orku sem er á markaði.“

Landsvirkjun gerði raforkusamning við United Silicon um afhendingu raforku fyrir rekstur fyrsta ofnsins. Að því var stefnt að ofnarnir yrðu fjórir og hafði starfsleyfi þegar verið veitt fyrir tveimur. Landsvirkjun hafði hvorki samið um né gefið vilyrði fyrir frekari orkuafhendingu.

Forstjóri Landsvirkjunar vill ekki spá um framtíð United Silicon. „Ég hef nú enn trú á því að hægt verði að ná tökum á rekstrinum. Þessi rekstur er þekktur víða um heim og þessi vandræði komu á óvart. Víða erlendis eru kísilver rekin í nágrenni við byggð og slíkt á að geta gengið. Eftir því sem ég best veit er þetta einstakt mál.“

HS Orka hafði gert raforkusölusamning við Thorsil um afhendingu á 32 MW, með möguleika á 44 MW. Hann rann út snemmsumars. Sú orka átti að koma frá Reykjanesvirkjun og Brúarvirkjun, lítilli vatnsaflsvirkjun sem fyrirtækið er nú að hefja byggingu á.

Landsvirkjun hafði einnig samið við Thorsil um afhendingu á 55 MW. „Og við erum enn í samstarfi við þá,“ segir Hörður. „Það verkefni hefur ekki gengið samkvæmt áætlun og það liggja enn ekki fyrir endanlegar áætlanir um hvort og hvenær þeir ná að ljúka því. Það er mikilvægt að þessi verksmiðja verði reist í sátt við samfélagið og það er verkefni Thorsil að tryggja það.“

Notkunin gæti margfaldast

Í nýrri raforkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að raforkunotkun aukist um 10% hér á landi til ársins 2020 og um 14% til ársins 2030. Í þeirri spá er ekki tekið tillit til nýrra stórnotenda. Því gerir spáin aðeins ráð fyrir litlum vexti stóriðjunnar og því ljóst að ef kísilver Thorsil verður að veruleika og fyrirhuguð stækkun United Silicon gengur eftir, svo dæmi séu tekin, verður orkuþörfin mun meiri.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Alveg óháð nýjum stórnotendum mun því aflþörfin aukast um 24 MW milli áranna 2018 og 2020 og um 184 MW til ársins 2030. „Það þýðir að á fjögurra til fimm ára fresti þarf nýja 50 megavatta virkjun að því gefnu að allir notendur sem eru núna haldi áfram,“ segir Hörður, forstjóri Landsvirkjunar.

Hann segir fólk oft vanmeta það sem samfélagið þurfi af orku. Hin aukna almenna orkunotkun skýrist m.a. af fólksfjölgun og hagvexti. Þá eru orkuskipti þegar farin að eiga sér stað í landinu. Fyrirtæki, s.s. fiskimjölsverksmiðjur, eru smám saman að hætta notkun olíu og rafbílar eru sífellt að ryðja sér meira til rúms. „Allt krefst þetta aukinnar orku,“ segir Hörður.

Þótt almennur orkuskortur sé ekki enn vandamál, nema á ákveðnum landsvæðum vegna erfiðra aðstæðna við dreifingu, er nú þegar orðið nokkuð þröngt um orkuna, eins og Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri orðar það. Leiðirnar að hinu gullna jafnvægi eru í raun tvær: Að auka framleiðslu til að mæta eftirspurn eða finna leiðir til að draga úr henni. Ef fyrri kosturinn er valinn þarf að fara í frekari virkjunarframkvæmdir á tímum þegar náttúru- og umhverfisvernd hefur fengið byr undir báða vængi og ferðaþjónustan, sem byggist að miklu leyti á aðdráttarafli hinnar óspilltu náttúru, er orðin ein stærsta atvinnugrein landsins.

Síðari kosturinn felur í sér að draga úr orkunotkun til framtíðar og deila hinni miklu raforku sem aflað er hér á landi nú þegar með öðrum hætti.

Slíkt verður ekki gert með einu pennastriki.

Stórnotendurnir eru allir með langtímasamninga og einhliða aðgangur að breytingum á þeim er lagalega ekki fyrir hendi, að sögn forstjóra Landsvirkjunar. „Auðvitað getur það gerst einn daginn að einhver stórnotandi hætti starfsemi. Það er eðli allra verksmiðja að þær hætta einhvern tímann rekstri. En eftir því sem ég best veit gengur starfsemi okkar stórnotenda vel og fullur hugur í þeim að starfa hér áfram.“

Raforkukerfið botnlaus hít

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem hefur í um tvo áratugi barist fyrir náttúruvernd, minnir á að stöðug og vaxandi eftirspurn eftir rafmagni sé ein birtingarmynd stóriðjustefnunnar sem lengi hefur verið við lýði á Íslandi. „Raforkukerfið verður eins konar hít þar sem þarf endalaust nýjar virkjanir,“ segir Andri. „Einkaaðilar fara af stað og vilja virkja ár í sveitunum eins og er að sýna sig við Svartá, þar sem er fjölskrúðugt og einstakt fuglalíf, og Hvalá á Ströndum, þar sem víðernin og fossarnir eru einstök.“

Jarðvarmavirkjunin á Hellisheiði var gangsett árið 2006. Rekstur hennar hefur ...
Jarðvarmavirkjunin á Hellisheiði var gangsett árið 2006. Rekstur hennar hefur ekki gengið áfallalaust og til ýmissa ráðstafana þurft að grípa. Virkjunin er rétt við höfuðborgarsvæðið og heiðin hefur lengi verið vinsæl til útivistar. mbl.is/Golli

Hann bendir á að afl íslenskra virkjana sé um 2.000 megavött. Á sama tíma og örfá fyrirtæki noti um 80% af orkunni sé svo talað um orkuskort. „Hvernig getur það verið, í landi þar sem svo mikið rafmagn er framleitt, að ákveðnir landshlutar hafi mætt afgangi?“ spyr hann og vísar til umræðunnar um raforkuöryggi Vestfjarða og fleiri svæða. „Af hverju er ekki löngu búið að tryggja það að allir hafi jafnan aðgang að rafmagni? Getur verið að stóriðjan hafi blindað menn, að þeim finnist engin stórmennska í því að byggja tryggt orkukerfi fyrir nokkur þúsund manns?“

Orkufyrirtækin, sem flest eru í eigu ríkis og sveitarfélaga, ættu að mati Andra að vera það arðbær að þau geti staðið undir kostnaði við uppbyggingu innviða og velferðarþjónustunnar. Hann segir að einhverju leyti gott og gilt að taka þátt í stóriðju heimsins en ef hún fái bróðurpartinn af raforkunni og orkufyrirtækin skili litlum hagnaði „höfum við hugsað þetta reikningsdæmi alveg bandvitlaust“.

Á þessari vegferð hafi margt farið úrskeiðis. Síðustu misseri hafa dæmin verið mörg og sláandi: „Hellisheiðarvirkjun gengur því miður illa, við vitum ekki hvort hún verður baggi á okkur í framtíðinni eða hvort hægt verður að halda henni gangandi. Álverið og kísilverið í Helguvík eru strand, milljarðarnir sem settir eru í jarðgöng og raflínur fyrir kísilverið á Bakka eru enn eitt dæmið og síðan hefur komið á daginn að menn ætla að brenna 400 þúsund tonnum af kolum til að keyra þessar verksmiðjur.“

„Kerfisbundinn óheiðarleiki“

Andri Snær segir að því miður megi auk þess alltof oft sjá það sem kalla megi „kerfisbundinn óheiðarleika“. Hann felist í því að fólki sé talin trú um að verksmiðjan verði lítil, eða virkjunin verði aðeins ein og kalli ekki á frekari framkvæmdir. „Verksmiðja er sögð eiga að framleiða 90 þúsund tonn en ef maður kynnir sér málið þarf hún að framleiða 350 þúsund tonn til að vera samkeppnisfær. Ef maður vill þá ræða heildarmyndina er maður sakaður um samsæriskenningar. Þetta er eins og einhver segist ætla að kaupa sér leigubíl en það verði bara eitt sæti í honum. Í því tilfelli er öllum augljós vitleysan en menn virðast því miður treysta á blindu almennings þegar kemur að megavöttum, raflínum og verksmiðjustærðum.“

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Þessi leikur hafi t.d. verið leikinn varðandi kísilverin. Orkufyrirtækin byrja á því að tryggja rafmagn á einn ofn þegar alveg er ljóst að verksmiðjan er hönnuð fyrir fjóra. Orkan er til á þennan eina ofn en þegar verksmiðjan stækkar þarf að virkja til að útvega viðbótarrafmagnið. Andri grípur til annarrar myndlíkingar: „Þetta er eins og verið sé að byggja hús við hliðina á þínu sem kynnt er sem tveggja hæða en það eru tíu hæðir merktar á dyrabjöllunum og á lyftunni.“

Val hvort stóriðjuverum verði fjölgað

Forstjóri Landsvirkjunar segir að til að mæta orkuþörf næstu fimm til tíu ára sé það ekki valkostur að fara út úr þeim raforkusamningum við stórnotendur sem nú eru í gildi. Hins vegar sé það val hvort stóriðjuverum verði fjölgað í framtíðinni. Nú stefni í að kísilverksmiðjurnar verði þrjár innan skamms; Elkem á Grundartanga, sem er af þessum toga, United Silicon og svo PCC á Bakka. „Þá erum við komin með nokkuð öflugan iðnað í þessum geira sem vonandi gengur vel og verður farsæll.“

Að mati framkvæmdastjóra Landverndar hefur orðið kúvending í umræðunni um stóriðju á Íslandi í kjölfar vandræða við rekstur kísilvers United Silicon. „Eitt mál, þar sem heilsu fólks er ógnað, getur gjörbreytt afstöðu fólksins.“

Hörður segist sammála því að í augnablikinu sé aukin umræða um að staldra við í frekari uppbyggingu stóriðju. „Og það er mjög mikilvægt að hlusta á samfélagið. Það er ljóst að öll uppbygging stóriðju á Íslandi hefur fyrst og fremst verið vegna ákalls samfélagsins, sérstaklega nærsamfélagsins.“

Nefnir hann sem dæmi Austurland fyrir nokkrum árum, svo Helguvík í Reykjanesbæ og Bakka á Húsavík. „Þannig að ef samfélagið er með aðra sýn til framtíðar, þá lagar orkugeirinn sig að því.“

Guðmundur Ingi segir margt hafa breyst í náttúruverndar- og umhverfismálum frá því deilan um Kárahnjúka stóð sem hæst. Það staðfesti meðal annars skoðanakannanir á viðhorfum fólks til álvera. Um 60% aðspurðra vilja nú þjóðgarð á miðhálendinu, svo annað dæmi sé tekið.

Frá því túrbínur Kárahnjúkavirkjunar voru ræstar fyrir tíu árum hefur margt áunnist í náttúruverndarmálum; nýir þjóðgarðar hafa verið stofnaðir og friðlýst svæði stækkuð. „Það er tilfinning mín að við séum að þokast í rétta átt,“ segir Guðmundur Ingi. Þessi breytta sýn samfélagsins kallar að hans mati á nýja stefnu stjórnvalda í málaflokknum.

Forstjórar orkufyrirtækjanna minna á að búa þurfi í haginn fyrir framtíðina og horfa langt fram í tímann. „Við þurfum að vita í dag hvaðan rafmagnið á að koma sem við ætlum að nota árið 2030,“ segir Ásgeir. „Rafmagnið þarf einhvers staðar að verða til, það verður ekki til í snúrunum.“

HS Orka stefnir á að framleiða þetta rafmagn í Hvalárvirkjun sem reist yrði á víðernum Vestfjarða. Landsvirkjun hyggst afla þess með Hvammsvirkjun í blómlegri byggð við neðanverða Þjórsá.

Um þessi áform og fleiri fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir verður fjallað ítarlega í Morgunblaðinu og á mbl.is næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Í gær, 23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

Í gær, 22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

Í gær, 21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

Í gær, 21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

Í gær, 21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

Í gær, 21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

Í gær, 20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

Í gær, 21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

Í gær, 20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

Í gær, 20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

Í gær, 20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

Í gær, 19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

Í gær, 19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á fréttaflutning

Í gær, 19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

Í gær, 18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

Í gær, 19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

Í gær, 19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

Í gær, 18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »
Nokian dekk 185/65/15
Mjög lítið notuð ca. 4 mánuði hvert sett. Nokian dekk 185/65/15 4 nagladekk án f...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Egat Luxe Nuddstóll (svartur eða beige) á 39.000 - Hentar fyrir nuddara, tattú eða það sem þér dettur í hug. www.Egat.is
Egat Luxe Nuddstóll til sölu www.egat.is simi 8626194 egat@egat.is svartur eða ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...