Flugskýli fullt af froðu

Slökkviliðsmenn að störfum í flugskýlinu.
Slökkviliðsmenn að störfum í flugskýlinu. Ljósmynd/Brunavarnir Suðurnesja

Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni.

Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við mbl.is að aðeins hafi tekið um 3-4 mínútur að fylla upp í allt að 5 metra hæð. „Þetta svínvirkaði svona vel og tók stuttan tíma,“ segir hann, en að hans sögn er froðukerfið líklegast eina sinnar tegundar á landinu. „Þetta er nýjasta nýtt í þessu fagi,“ segir hann.

Þrjár dælur dæla hver 7.000l af froðu á sekúndu.
Þrjár dælur dæla hver 7.000l af froðu á sekúndu. Ljósmynd/Brunavarnir Suðurnesja
Nóg af froðu.
Nóg af froðu. Ljómsynd/Brunavarnir Suðurnesja



Sigurður segir að nokkrir slökkviliðsmenn hafi eftir æfinguna unnið að því að froðuræsta skýlið, en það tekur talsverðan tíma með úðakerfi. Ef aðeins er beðið tekur um sólarhring fyrir froðuna að hjaðna.

Flugskýlið er viðbygging við núverandi flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.



Froða út um allt flugskýli.
Froða út um allt flugskýli. Ljómsynd/Brunavarnir Suðurnesja
Ljómsynd/Brunavarnir Suðurnesja
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert