Lokahnykkur hafnarframkvæmda

Unnið er að lokafrágangi við iðnaðarhöfnina á Húsavík. Fyrstu hráefnisfarmarnir …
Unnið er að lokafrágangi við iðnaðarhöfnina á Húsavík. Fyrstu hráefnisfarmarnir til kísilvers PCC eru væntanlegir í byrjun næsta mánaðar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka.

Um 560 starfsmenn á vegum verktaka vinna nú að byggingu kísilvers PCC BakkaSilicon hf., auk starfsmanna fyrirtækisins sem undirbúa gangsetningu verksmiðjunnar.

Bökugarður var lengdur um 90 metra og útbúið nýtt athafna- og geymslusvæði við garðinn. Var efni úr jarðgöngunum sem liggja frá höfninni og að iðnaðarsvæðinu meðal annars notað til að útbúa athafnasvæðið.

Á nýja svæðinu, sem er um tveir hektarar að stærð og verður lokað hafnarsvæði, fær PCC athafnarými vegna inn- og útflutnings á hráefnum og afurðum og Húsavíkurhöfn hefur hinn hluta þess til ráðstöfunar. Þar verður komið upp hafnarvog.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert