Rútan sótt í dag

Bílstjórinn var að reyna að snúa rútunni við á veginum …
Bílstjórinn var að reyna að snúa rútunni við á veginum þegar óhappið varð enda rútan löng og vegurinn mjór. Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra.

Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi.

Loka þurfti hringveginum, rétt austan við Dettifoss-afleggjara, vegna hópbifreiðar sem lenti þar í óhappi í nokkrar klukkustundir síðdegis í gær. Hópbifreiðin var um tíma föst þversum á veginum og lokaði báðum akreinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tókst aftur á móti að koma rútunni þannig fyrir að hún lokaði ekki fyrir umferð og er að mestu utanvegar.

Vegir á hálendinu eru nú flestir orðnir ófærir og allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert