20 danslög valin af um 100

Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, sem lengi lék undir í lögum Danslagakeppninnar ...
Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, sem lengi lék undir í lögum Danslagakeppninnar á Sauðárkróki á sínum tíma. Í neðri röð f.v. eru Sigurgeir Angantýsson, Haukur og Hafsteinn Hannesson. Í efri röð f.v. eru Jónas þór Pálsson, faðir Huldu, og Sveinn Ingason. Hérna er hljómsveitin samankomin í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Ljósmynd/Stefán Pedersen

„Hugmyndin að þessu öllu kviknaði þegar við pabbi fundum gamlar upptökur og nótur frá þessari keppni í skúrnum hjá honum, allt lög frá árunum 1957 til 1971,“ segir Hulda Jónasdóttir, þjónustufulltrúi í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, ættuð frá Sauðárkróki.

Húnstendur fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi nk. laugardagskvöld í tilefni þess að 60 ár eru liðin síðan Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks hóf göngu sína.

Hulda hefur í grúski sínu undanfarin þrjú ár fundið um 100 lög úr keppninni en 20 þeirra voru valin til flutnings á tónleikunum, sem fyrst voru haldnir í Sæluviku Skagfirðinga sl. vor. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að endurflytja þá sunnan heiða og er Salurinn nánast orðinn fullur, aðeins örfáir miðar eftir. „Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og ég er hætt að hafa hnút í maganum og áhyggjur af því að dæmið muni ekki standa undir sér,“ segir Hulda.

Kvenfélagið átti frumkvæðið

Tónlistarunnandinn Hulda Jónasdóttir skipuleggur tónleikana.
Tónlistarunnandinn Hulda Jónasdóttir skipuleggur tónleikana.Faðir hennar, Jónas Þór Pálsson, málarameistari á Sauðárkróki, lék á trommur í flestum danslagakeppnum á þessum árum, 1957-1971. Og móðir hennar, Erla Gígja Þorvaldsdóttir, samdi mörg lög í keppnina þegar hún var endurvakin 1994. Jónas lést fyrir tæpu ári og náði ekki að vera viðstaddur 60 ára afmælistónleikana sem dóttir hans skipulagði ásamt fleiri.

Hljómsveitarstjóri er Þórólfur Stefánsson, gítarleikari og tónlistarkennari í Svíþjóð, sem alinn er upp á Sauðárkróki. Með honum spila Jón Rafnsson á bassa, Halldór Hauksson á trommur og Daníel Þorsteinsson á píanó og hljómborð. Kynnir á tónleikunum er Valgerður Erlingsdóttir. Söngvarar koma flestir úr Skagafirði, m.a. þeir Geirmundur Valtýsson og Óli Ólafsson, sem einnig komu fram í Danslagakeppninni á sínum tíma. Meðal annarra flytjenda má nefna Álftagerðisbróðurinn Pétur Pétursson, Hreindísi Ylfu (dóttir Huldu), Maríu Ólafs, Eurovisionfara, og Guðbrand Ægi Ásbjörnsson. Sum lögin hafa orðið þekkt á landsvísu, eins og Útlaginn, Nú kveð ég allt, Bílavísur og Sjómannavísa. Höfundar laganna á tónleikunum eru m.a. Geirmundur, Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum, Eyþór Stefánsson og dóttir hans, Guðrún.

„Ég setti mig í samband við fjöldann allan af fólki sem kom nálægt þessu á sínum tíma. Ég fékk ómetanlega hjálp frá svo mörgum, þetta er búin að vera mikil vinna en ótrúlega skemmtileg. Þórólfur hljómsveitarstjóri er búinn að vera vakinn og sofinn yfir þessu með mér. Hann útsetti lögin og kom saman frábærri hljómsveit,“ segir Hulda.

Kvenfélag Sauðárkróks stóð fyrir danslagakeppninni, sem fjáröflunarleið fyrir félagið. „Fremst í flokki var kjarnorkukonan Guðrún Gísladóttir, sem hrinti þessu af stað. Hún sá bara sjálf um að semja texta við lögin ef þá vantaði og stundum bæði lag og ljóð. Ótrúleg kona. Það er líka gaman að sjá hversu margar skagfirskar húsmæður áttu lög í keppninni, þeim er greinilega margt til lista lagt,“ segir Hulda.

Hún vildi koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra sem hafa aðstoðað við tónleikahaldið, bæði fyrir norðan í vor, og nú í Salnum í Kópavogi 4. nóvember.

Innlent »

Vilja rafræna fylgiseðla lyfja

10:55 Lyfjastofnun Evrópu er með til skoðunar hvernig nota megi rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf til sjúklinga á öruggan hátt. Á norrænum vettvangi er rætt um að Norðurlandaþjóðirnar sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Meira »

Veginum sennilega sjaldan eins vel sinnt

10:40 „Það er guðsmildi að ungmennin hafi ekki slasast við þennan útafakstur. Það væri langsótt að ætla að rekja orsök slyssins til vetrarþjónustunnar því sennilega hefur henni sjaldan verið eins vel sinnt og verið hefur það sem af er vetri, þó alltaf megi gera betur.“ Meira »

Giljagaur verslar á netinu

10:35 Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði. Meira »

Formaður VR hvetur til mótmæla

10:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur hvatt til þess að mótmæli fari fram á föstudaginn fyrir utan húsnæði eignarhaldsfélagsins Klakka vegna fregna um bónusgreiðslur níu starfsmanna og stjórnarmanna í félaginu. Meira »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

07:37 Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðlægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blautum vegum víða um land og einnig má búast við skafrenningi, einkum norðan- og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Hljóðbók og vasapésar
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...